Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2018, fimmtudaginn 1. nóvember, var haldinn 56. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:34. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Egill Þór Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Pétur V. Maack, Ingólfur Már Magnússon, Birna Einarsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um störf ferlinefndar og hlutverk fulltrúa í ferlinefnd.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fund um notendasamráð í Reykjavík.
-
Lögð fram að nýju svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins, sbr. 4. lið fundargerðar ferlinefndar frá 4. október sl.:
Óskað er eftir að fá yfirlit yfir fjölda undanþága fyrir aðgengi fatlaðra í atvinnuhúsnæði í Reykjavík, listaðar niður á síðustu fimm ár. Auk þess er spurt: a) Hverjar voru ástæður undanþága, á hvaða lagaumhverfi gefur byggingafulltrúi sér til að veita undanþágurnar? b) Voru þær undanþágur tímabundnar og ef undanþága er tímabundin, hversu langan tíma gildir sú undanþága?
-
Fram fer umræða um grenndarstöðina við Sogaveg.
-
Fram fer umræða um sérklefa í Árbæjarlaug.
-
Fram fer umræða um sérklefa í Vesturbæjarlaug.