Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 55

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, fimmtudaginn 4. október, var haldinn 55. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12:38. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Egill Þór Jónsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Pétur V. Maack, Ingólfur Már Magnússon, Birna Einarsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Bragi Bergsson og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á aðgengisúttekt á Laugalækjarskóla.

    Áslaug Katrín Aðalsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á vinnu við aðgengisstefnu Reykjavíkurborgar.

  3. Fram fer umfjöllun um samráð við notendur í Reykjavík.

    Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Nú þegar ný lög um félagsþjónustu sveitarafélaga hafa tekið gildi er skýrt kveðið á um samráð og samvinnu við notendur þjónustunnar. Þar á meðal er fjallað um samráðshóp um málefni fatlaðs fólks sem ferlinefnd telur brýnt að stofnaður verði sem fyrst og mögulega á grunni nefndarinnar. Þá fagnar ferlinefnd frumkvæði mannréttinda- og lýðræðisráðs um að halda samráðsfund með hagsmunaaðilum og grasrótarsamtökum um notendasamráð og málefni fatlaðs fólks.

  4. Lögð fram svohljóðandi fyrirspurn frá fulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

    Óskað er eftir að fá yfirlit yfir fjölda undanþága fyrir aðgengi fatlaðra í atvinnuhúsnæði í Reykjavík, listaðar niður á síðustu fimm ár. Auk þess er spurt: a) Hverjar voru ástæður undanþága, á hvaða lagaumhverfi gefur byggingafulltrúi sér til að veita undanþágurnar? b) Voru þær undanþágur tímabundnar og ef undanþága er tímabundin, hversu langan tíma gildir sú undanþága?

Fundi slitið klukkan 14:04