No translated content text
Ferlinefnd fatlaðs fólks
Ár 2018, fimmtudaginn 13. september, var haldinn 54. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.32. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Egill Þór Jónsson, Björgvin Björgvinsson, Pétur V. Maack, Ingólfur Már Magnússon, Birna Einarsdóttir og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Bragi Bergsson, Anna Kristinsdóttir og Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. júní 2018, um kosningu fulltrúa borgarstjórnar í ferlinefnd.
Fylgigögn
-
Lagðar eru fram tilnefningar í ferlinefnd frá Öryrkjabandalagi Íslands, dags. 2. ágúst 2018, Landssamtökunum Þroskahjálp, dags. 13. ágúst 2018 og Félagi eldri borgara, dags. 5. september 2018.
Fylgigögn
-
Kosning varaformanns ferlinefndar.
Frestað. -
Fram fer umræða um fundartíma ferlinefndar.
-
Fram fer kynning á verkefnum ferlinefndar.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á verkefnum verktaka hjá umhverfis- og skipulagssviði í aðgengismálum.
Arnar Már Ágústsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á teikningum á íþróttamannvirkjum Fram í Úlfarsárdal.
Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Ánægjulegt er að sjá hversu vel hefur verið hugað að aðgengi allra við hönnun á mannvirkjum, umhverfi og aðkomu við ný íþróttamannvirki Fram í Úlfarsárdal. Ferlinefnd leggur áherslu á að sami metnaður og forsjálni verði höfð að leiðarljósi í áframhaldandi uppbyggingu hverfisins.
Heba Hertervig og Magdalena Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið klukkan 13:54