Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 49

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2018, miðvikudaginn 18. apríl, var haldinn 49. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.40. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Birna Einarsdóttir, Snædís Rán Hjartardóttir og Lilja Sveinsdóttir. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á BA verkefni um aðgengi fatlaðra stuðningsmanna að knattspyrnuvöllum.

Alexander Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Lögð eru fram svör frá hverfisíþróttafélögum í borginni við fyrirspurn ferlinefndar, dags. 21. mars 2018, um aðgengi að byggingum og aðstöðu félaganna.

Frestað.

3.    Fram fer umfjöllun um aðgengismál í bílastæðahúsum borgarinnar.

Kolbrún Jónatansdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

4.    Lögð eru fram svör frá Bílastæðasjóði, dags. 5. apríl 2018, og skrifstofu þjónustu og reksturs, dags. 11. apríl 2018, við erindi ferlinefndar, dags. 21. mars 2018, um aðgengi að bílakjallara Ráðhúss Reykjavíkur.

5.    Fram fer umfjöllun um samþykkt ferlinefndar.

Frestað.

Fundi slitið kl. 13.16

Magnús Már Guðmundsson

Snædís Rán Hjartardóttir     Birna Einarsdóttir

Lilja Sveinsdóttir