Ferlinefnd fatlaðs fólks - Fundur nr. 35

Ferlinefnd fatlaðs fólks

Ár 2017, fimmtudaginn  24. maí, var haldinn 35. fundur ferlinefndar fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.35. Fundinn sátu: Magnús Már Guðmundsson, Bryndís Snæbjörnsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Grétar Pétur Geirsson. Rósa María Hjörvar tók sæti á fundinum sem varamaður. Fundinn sat einnig Tómas Ingi Adolfsson sem ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

1.    Fram fer kynning á uppsetningu djúpgáma við Kirkjusand.

Ferlinefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

Ferlinefnd þakkar Hermanni Georg Gunnlaugssyni, landslagsarkitekt, fyrir greinargóða kynningu á uppsetningu djúpgáma við Kirkjusand og á fleiri stöðum á höfuðborgarsvæðinu. Ferlinefnd leggur áherslu á að þar sem djúpgámum verður komið fyrir að hugað verði í hönnun og útfærslu að aðgengi allra að þeim. Að auki leggur ferlinefnd áherslu á að uppröðun djúpgámanna verði stöðluð út frá aðgengi fyrir blinda og sjónkerta.

Hermann Georg Gunnlaugsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

2.    Fram fer umræða um stefnumótun í aðgengismálum.

Fundi slitið kl. 12.55

Magnús Már Guðmundsson

Bryndís Snæbjörnsdóttir    Ingólfur Már Magnússon 

Grétar Pétur Geirsson    Rósa María Hjörvar