No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2014, mánudaginn 6. janúar, var haldinn 62. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Tjarnargötu 12, 3. hæð, og hófst kl. 8.45. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Inga Björg Hjaltadóttir og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Samþykkt síðustu fundargerðar.
2. Rætt um gerð viðhorfskönnunar í tengslum við sjálfsmat nefndarinnar.
3. Lögð fram starfs- og endurskoðunaráætlun Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar fyrir árin 2014 og 2015 sem samþykkt var af borgarráði 19. desember 2013.
4. Rætt um stöðu verkefna samkvæmt verkáætlun endurskoðunarnefndar.
5. Rætt um drög að sameignarsamning Reykjavíkurborgar, Akraneskaupstaðar og Borgarbyggðar um Orkuveitu Reykjavíkur. Samþykkt að óska eftir fundi með starfshópi um gerð nýs sameignarsamnings um Orkuveitu Reykjavíkur.
6. Samþykkt fundargerðar.
Fundi slitið kl. 11.34
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Inga Björg Hjaltadóttir
PDF útgáfa fundargerðar
endurskodunarn_0601.pdf