No translated content text
Endurskoðunarnefnd
Endurskoðunarnefnd
Árið 2013, miðvikudaginn 10. apríl, var haldinn 39. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 08:30. Viðstödd voru: Ólafur B. Kristinsson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sturla Jónsson. Fundarritari var Anna Margrét Jóhannesdóttir.
Þetta gerðist:
1. Undirritun fundargerða.
2. Ársreikningur 2012. Á fundinn komu ytri endurskoðendur; Arna G. Tryggvadóttir og Guðmundur Snorrason. Farið var yfir drög að ársreikningi samstæðu Reykjavíkurborgar fyrir 2012. Farið var yfir álitamál og skýringar með ársreikningi. Ytri endurskoðendur kynntu stöðu endurskoðunar.
3. Rætt um hvort ákvæði 3. mgr. 62. gr. sveitarstjórnarlaga krefjist þess að ársreikningur sem samþykktur er til endurskoðunar af borgarráði sé áritaður. Formaður endurskoðunarnefndar ætlar að hafa samband við formann borgarráðs og upplýsa um skoðun nefndarinnar.
4. Minnisblað endurskoðunarnefndar til borgarráðs 11.04.12. Farið var yfir drögin og samþykkt að leggja þau fram á fundi borgarráðs 11.04.12.
5. Skýrsla endurskoðunarnefndar til borgarráðs og borgarstjórnar. Farið yfir drög að ramma og/eða efnisyfirliti fyrir skýrsluna.
6. Samskiptamál. Rætt um samskipti endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar og endurskoðunarnefndar OR. Einnig var rætt um samskipti skrifstofa Innri endurskoðunar Reykjavíkurborgar og innri endurskoðunar OR. Ákveðið var að formaður endurskoðunarnefndar og starfandi innri endurskoðandi myndu útbúa minnisblað varðandi samskipti þessara aðila.
7. Samskipti við Fjármálaskrifstofu. Lagt var fram minnisblað um samskipti nefndarinnar við Fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Minnisblaðið hafði verið kynnt fjármálastjóra sem gerði engar athugasemdir við efni þess og var það samþykkt á fundinum.
8. Sameiginlegt útboð endurskoðunarþjónustu fyrir samstæðu borgarinnar. Rætt var um nauðsyn þess að ljúka sem fyrst gagnaöflun frá B-hluta félögum og var þess farið á leit við Innri endurskoðun að hún tæki að sér að halda utan um gagnaherbergið, senda bréf til aðila máls og óska eftir gögnum.
9. Innri endurskoðun. Niðurstaða verkefnis er varðar áreiðanleika upplýsingakerfa. Starfsmaður Innri endurskoðunar, Sigrún Lilja Sigmarsdóttir, kom á fundinn og kynnti minnisblað „úttekt á innra eftirlitsþáttum hjá Upplýsingatæknideild, í fjárhagsbókhaldskerfi og launakerfi Reykjavíkur“.
Fundi slitið kl. 11.30
Ólafur B. Kristinsson
Sigrún Guðmundsdóttir Sturla Jónsson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnend 10.4.2013 - prentvæn útgáfa