Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 339

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, mánudaginn 10. nóvember var haldinn 339. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S. Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 1. janúar – 30. september 2025.  IER25010013

    Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 10:07 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.

     

  2. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni IER með ábendingum úr þremur úttektarverkefnum hjá Malbikunarstöðinni Höfða sem unnin voru á árunum 2018-2021. IER25050004

    Ingunn Ólafsdóttir og Magnús Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
     

  3. Lögð fram staðfesting Grant Thornton endurskoðunar ehf. um óhæði ytri endurskoðenda dags. í dag. IER25110003

    Bjarni M. Jóhannesson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

     

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings A hluta og samstæðu fyrir árið 2024. IER25110004

    Bjarni M. Jóhannesson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

  5. Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2025-2026. IER25080004

    Frestað.

     

  6. Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025.  IER25080003

    -    Kl. 12:20 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.

     

  7. Fram fer umræða um ráðingarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010

Fundi slitið kl. 12.55

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 10. nóvember 2025