Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, mánudaginn 10. nóvember var haldinn 339. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:04. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Einar S. Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll. Einnig tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 1. janúar – 30. september 2025. IER25010013
Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 10:07 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
-
Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni IER með ábendingum úr þremur úttektarverkefnum hjá Malbikunarstöðinni Höfða sem unnin voru á árunum 2018-2021. IER25050004
Ingunn Ólafsdóttir og Magnús Gunnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram staðfesting Grant Thornton endurskoðunar ehf. um óhæði ytri endurskoðenda dags. í dag. IER25110003
Bjarni M. Jóhannesson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings A hluta og samstæðu fyrir árið 2024. IER25110004
Bjarni M. Jóhannesson og Davíð Arnar Einarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2025-2026. IER25080004
Frestað.
-
Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2024-2025. IER25080003
- Kl. 12:20 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.
-
Fram fer umræða um ráðingarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
Fundi slitið kl. 12.55
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar frá 10. nóvember 2025