Endurskoðunarnefnd
Ár 2025, föstudaginn 5. september var haldinn 332. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók Ingunn Ólafsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Lögð fram til samþykktar drög að uppfærðum starfsreglum fyrir innri endurskoðunarþjónustu hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. IER25030009
Frestað.
-
Lagt fram afgreiðslubréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 04.09.2025 varðandi samþykkt borgarstjórnar þann 02.09.2025 á breytingu á samþykkt endurskoðunarnefndar. IER23030005
- Klukkan 14:24 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi.
- Klukkan 14:28 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi.
-
Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010
- Klukkan 14:40 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi.
Frestað.
Fundi slitið kl. 15:15
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 05.09.2025 - prentvæn útgáfa