Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 332

Endurskoðunarnefnd

Ár 2025, föstudaginn 5. september var haldinn 332. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011:  Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einnig tók Ingunn Ólafsdóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram til samþykktar drög að uppfærðum starfsreglum fyrir innri endurskoðunarþjónustu hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar. IER25030009

    Frestað.

     

  2. Lagt fram afgreiðslubréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 04.09.2025 varðandi samþykkt borgarstjórnar þann 02.09.2025 á breytingu á samþykkt endurskoðunarnefndar. IER23030005

    -    Klukkan 14:24 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi.

    -    Klukkan 14:28 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundi. 
     

  3. Fram fer umræða um ráðningarferli innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar. IER25030010

    -    Klukkan 14:40 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi.

    Frestað.
     

Fundi slitið kl. 15:15

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 05.09.2025 - prentvæn útgáfa