Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 315

Endurskoðunarnefnd

Ár 2024, mánudaginn 16. desember var haldinn 315. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Guðrúnartúni 1 og hófst kl. 10:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Jafnframt tók sæti á fundinum Ingunn Ólafsdóttir, starfandi innri endurskoðandi. 

Fundarritari var Kristín Henley Vilhjálmsdóttir. 

Þetta gerðist:

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram orðsending Innri endurskoðunar og ráðgjafar varðandi viðbrögð A hluta og samstæðu Reykjavíkurborgar vegna eftirfylgni endurskoðunarnefndar með ábendingum ytri endurskoðenda.  IER24100011

    Kristín Henley Vilhjálmsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 
     

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Faxaflóahafna sf. fyrir tímabilið 2025-2026. IER24030030

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Samþykkt og vísað til hafnarstjórnar. 
     

  3. Lögð fram drög að innri endurskoðunaráætlun Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir tímabilið 2025-2026. IER24100004

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Frestað. 
     

  4. Lögð fram skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. febrúar 2023 – 31. janúar 2024. IER24060004

     

  5. Lagt fram svar mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar dags. 02.12.2024 við fyrirspurn endurskoðunarnefndar dags. 02.09.2024 um veikindahlutfall starfsfólks Reykjavíkurborgar á tímabilinu 2021-2024. IER24080015

     

  6. Fram fer umræða um starfsskýrslur endurskoðunarnefndar 2023-2024. IER24080012

    Frestað. 
     

Fundi slitið kl. 12:17

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 16.12.2024