Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 291

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, föstudaginn 14. desember var haldinn 291. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 11:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á ráðgjafarúttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á Orkuveitu Reykjavíkur – Stjórnarhættir og miðlun upplýsinga. IER23010041

    Ingunn Ólafsdóttir fagstjóri innri endurskoðunar og Bryndís Gunnlaugsdóttir ráðgjafi hjá KPMG taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir kynningu á niðurstöðum Innri endurskoðunar og ráðgjafar og mun hafa efni úttektarinnar til frekari umfjöllunar.

Fundi slitið kl. 11:50

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 14. desember 2023