Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 290

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 4. desember var haldinn 290. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 í Skála og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á starfsemi skrifstofu áhættustýringar hjá Fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar

    Stefanía Scheving Thorsteinsson og Halldóra Káradóttir hjá Fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum undir þessum lið og kynna. Einnig tekur Ingunn Ólafsdóttir hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf sæti á fundinum

    • Kl. 13:10 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum

     

  2. Fram fer kynning á fjárhagsáætlun Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2024.

    Brynja Kolbrún Pétursdóttir, Bryndís María Leifsdóttir og Arna Vigdís Jónsdóttir hjá OR taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á málum sem hafa komið til Innri endurskoðunar og ráðgjafar í gegnum uppljóstrunargátt. IER23090010

    Edda Andrésdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Veitum ohf.. IER23020027

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Ljósleiðaranum ehf.. IER23020027

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Orku náttúrunnar ohf. IER23020027

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Lögð fram orðsending Innri endurskoðunar og ráðgjafar um eftirfylgni endurskoðunarnefndar með ábendingum ytri endurskoðenda dags. 1. þ.m. IER23100005

    Fylgigögn

  8. Lögð fram drög að starfsskýrslu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar fyrir starfsárið 2022-2023 dags. í dag. IER23100036

    Samþykkt

    Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 4. desember 2023