Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 289

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 27. nóvember var haldinn 289. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 í Skála og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að samanteknum árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 30. september 2023 ásamt greinargerð, greinargerð fagsviða með árshlutareikningi og skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningi. IER23050024

    Halldóra Káradóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá móðurfélagi Orkuveitu Reykjavíkur. IER23020027

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgniúttektar á netöryggi hjá Orkuveitu Reykjavíkur. IER23020027

    Ingunn Ólafsdóttir og Stefán Viðar Grétarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Fram fer umræða um endurskoðun á samþykkt og starfsreglum endurskoðunarnefndar. IER23060006

    Edda Andrésdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Orkuveitu Reykjavíkur fyrir árið 2023. IER23110001

    Sturla Jónsson, Bjarni Már Jóhannesson og Davíð Einar Arnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Strætó bs. fyrir árið 2023. IER23110001

    Sturla Jónsson, Bjarni Már Jóhannesson og Davíð Einar Arnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  7. Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2023. IER23110001

    Sturla Jónsson, Bjarni Már Jóhannesson og Davíð Einar Arnarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  8. Fram fer umræða um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2022-2023 og sjálfsmat endurskoðunarnefndar. IER23100036

Fundi slitið klukkan 16:00

Lárus Finnbogason Sunna Jóhannsdóttir

Sigrún Guðmundsdóttir Einar S. Hálfdánarson

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 27.11.2023 - prentvæn útgáfa