Endurskoðunarnefnd
Ár 2023, mánudaginn 13. nóvember var haldinn 287. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 í Skála og hófst kl. 13:03. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar 2024 – 2028. IER23040002
Erik Tryggvi Striz Bjarnason og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á árshlutareikningi Félagsbústaða hf. fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 30. september 2023.
Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Faxaflóahafna sf. fyrir árið 2023. IER23110001
Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2023. IER23110001
Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Fram fer kynning á endurskoðunaráætlun ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar ársreiknings SORPU bs. fyrir árið 2023. IER23110001
Theodór S Sigurbergsson og Haukur Hauksson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagt fram minnisblað Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar um eftirlit með rafrænum kosningum um „Hverfið mitt 2023“ dags. 9. þ.m. IER23080015
Stefán Viðar Grétarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 15:26
Lárus Finnbogason Sunna Jóhannsdóttir
Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 13. nóvember 2023