Endurskoðunarnefnd
Ár 2023, mánudaginn 30. október var haldinn 285. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1 í Skála og hófst kl. 12:36. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson
Þetta gerðist:
-
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann og Kristín Lilja Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
- Kl. 12:54 tekur Sigrún Guðmundsdóttir sæti á fundinum.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd vísar skýrslunni til borgarráðs til kynningar og í framhaldi til kynningar í fagráðum sem þess óska.
Fylgigögn
-
Lögð fram starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023-2024 dags. í dag. IER23100035
Samþykkt
Fylgigögn
-
Lögð fram drög að trúnaðarmerktum starfsskýrslum endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2022 – 2023 til borgarstjórnar og stjórna B hluta fyrirtækjanna; Faxaflóahafnir, Félagsbústaðir, Malbikunarstöðin Höfði, Strætó, SORPA, Orkuveita Reykjavíkur og Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins. IER23100036
Starfsskýrslur B hluta fyrirtækjanna samþykktar og vísað til viðeigandi stjórna.
-
Lögð fram trúnaðarmerkt verkefnisáætlun fyrir innri endurskoðun vegna ársins 2023 hjá SORPU bs. dags. 26. þ.m. IER23100037
Jón Sigurðsson hjá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lagður fram samningur PwC og SORPU bs. um innri endurskoðun dags. 27. f.m.
Jón Sigurðsson hjá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Lögð fram yfirlýsing PwC um óhæði innri endurskoðenda SORPU bs. dags. 26. þ.m. IER23100037
Jón Sigurðsson hjá PwC tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd telur yfirlýsinguna fullnægjandi og lýsandi um óhæði innri endurskoðunar SORPU bs.
Vísað til stjórnar SORPU bs.
Fylgigögn
-
Lögð fram tillaga innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar og ráðgjafa borgarbúa að breytingu að erindisbréfi fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar dags. 27. þ.m. IER23100033
Fylgigögn
-
Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á úttekt á tekjuferli vörugjalda hjá Faxaflóahöfnum sf. IER22060004
Ingunn Ólafsdóttir og Viðar Kárason taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Vísað til kynningar í hafnarstjórn Faxaflóahafna.
-
Fram fer umræða um samþykkt endurskoðunarnefndar og starfsreglur. IER23060006
Edda Andrésdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fundi slitið kl. 15:50
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 30. október 2023