Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 284

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, fimmtudaginn 16. október var haldinn 284. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Einar S Hálfdánarson, Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram svar fjármála- og áhættustýringarsviðs, skekkja í sjóðstreymi ársreiknings Reykjavíkurborgar árið 2022 dags. 15. þ.m.

    Erik Tryggvi Bjarnason Striz, Karl Einarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir svar sviðsstjóra fjármála- og áhættustýringarsviðs um hvernig það vildi til að skekkja myndaðist í sjóðstreymi ársreiknings Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022. Svarið felur í sér rótargreiningu sem er til þess fallin að bæta virkni innra eftirlits. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram drög að samstarfssamningi endurskoðunarnefndar og fjármála- og áhættustýringarsviðs.

    Erik Tryggvi Bjarnason Striz, Karl Einarsson og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.

    Samþykkt

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um starfsskýrslu endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2022 – 2023

  4. Önnur mál

    -    Lögð fram drög að starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023-2024.

Fundi slitið kl. 13:53

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 16. október 2023