Endurskoðunarnefnd
Ár 2023, mánudaginn 2. október var haldinn 283. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sunna Jóhannsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.
Fundarritari var Hallur Símonarson
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á eignaskráningu rekstrarfjármuna á skrifstofu borgarlands á umhverfis- og skipulagssviði Reykjavíkurborgar.
Guðjón Hlynur Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefnd þakkar fyrir gagnlega úttekt á eignaskráningu hjá umhverfis- og skipulagssviði. Að mati nefndarinnar eru ábendingar Innri endurskoðunar og ráðgjafar gagnlegar við uppbyggingu innra eftirlits er lýtur að eignaskráningu og telur viðbrögð stjórnenda bæði tímanleg og við hæfi. Endurskoðunarnefnd vísar úttektinni til kynningar hjá umhverfis- og skipulagsráði.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um ákvörðun kærunefndar útboðsmála í máli 35/2023 að beiðni innkaupaskrifstofu Reykjavíkurborgar.
Margrét Lilja Gunnarsdóttir og Jóhanna Eirný Hilmarsdóttir taka sæti á fundinum
-
Lagt fram bréf innri endurskoðanda og persónuverndarfulltrúa dags. 29. f.m. um rýni erindisbréfs fyrir persónuverndarfulltrúa og fagsvið persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf.
Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann persónuverndarfulltrúi Reykjavíkurborgar tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Samþykkt
- Kl. 14:13 víkur Lárus Finnbogason af fundinum
Fylgigögn
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að innri endurskoðunaráætlun ársins 2023 fyrir innri endurskoðun Strætó bs. dags. 29. f.m..
Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Vísað til afgreiðslu hjá stjórn Strætó bs.
- Kl. 14:43 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum
-
Fram fer kynning á stefnumótun og skipulagi á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar.
Halldóra Káradóttir og Hörður Hilmarsson taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Frestað
-
Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir tímabilið 2023-2024
Frestað
-
- Lagðir fram ársreikningar Reykjavíkurborgar fyrir árin 2004 til og með 2022
- Formaður gerði grein fyrir fundum sem hann hefur átt frá síðasta fundi endurskoðunarnefndar:
- Fundur 26. f.m. með formanni borgarráðs um málefni endurskoðunarnefndar
Fundi slitið kl. 16:01
Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 2. október 2023