Endurskoðunarnefnd
Ár 2023, mánudaginn 18. september var haldinn 282. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sigrún Guðmundsdóttir, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson.
Fundarritari var Hallur Símonarson
Þetta gerðist:
-
Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:
Endurskoðunarnefnd vísar erindisbréfinu til afgreiðslu hjá stjórn Strætó bs. en telur æskilegt að samningur við Deloitte um innri endurskoðun félagsins verði aðeins framlengdur um eitt ár og að því loknu verði tekin ný ákvörðun um fyrirkomulag innri endurskoðunar Strætó bs.
- Kl. 13:30 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum með rafrænum hætti
-
Fram fer umræða um ábendingar ytri endurskoðenda sem gerðar voru við endurskoðun ársreikninga ársins 2022.
Lögð fram svohljóðandi bókun:
Endurskoðunarnefnd óskar eftir upplýsingum frá stjórnendum Reykjavíkurborgar og B hluta félaga um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda við endurskoðun ársreiknings ársins 2022 og óskar eftir því að svör berist nefndinni eigi síðar en 1. desember nk.
-
Fram fer umræða um starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir starfsárið 2023 – 2024
-
Lögð fram trúnaðarmerkt drög að samningi um ytri endurskoðunarþjónustu
Vísað til innkaupaskrifstofu
-
Fram fer kynning á niðurstöðum úttektar Innri endurskoðunar og ráðgafar á meðferð ábendinga, beiðna og kvartana hjá Félagsbústöðum hf.
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Vísað til stjórnar Félagsbústaða
-
Lögð fram yfirlýsing um stjórnskipulagslegt óhæði Innri endurskoðunar og ráðgjafar Reykjavíkurborgar dags. 15. þ.m.
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um endurskoðun erindisbréfs fyrir fagsvið innri endurskoðunar þess efnis að ekki sé talin ástæða til að gera breytingar á erindisbréfinu við yfirferð þess.
Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
Samþykkt
Fylgigögn
-
Formaður gerði grein fyrir fundum sem hann hefur átt frá síðasta fundi endurskoðunarnefndar:
- Fundur 7. þ.m.vegna samnings um innri endurskoðun Strætó bs.
- Fundur 8. þ.m.vegna samnings um innri endurskoðun SORPU bs.
- Kl. 14:44 víkur Sunna Jóhannsdóttir af fundi
- Stjórnarfundur hjá Orkuveitu Reykjavíkur 28. ágúst sl. við umfjöllun um árshlutareikning 30.6.2023
- Fundur borgarráðs 7. þ.m. við umfjöllun um árshlutareikning 30.6.2023
Fundi slitið kl. 15:04
Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir
Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 18. september 2023