Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 281

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 4. september 2023 var haldinn 281. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:01. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir.  Sunna Jóhannsdóttir boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að samanteknum árshlutareikningi Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. janúar 2023-30. júní 2023 ásamt greinargerð B-hlutafélaga, greinargerð fagsviða með árshlutareikningi og skýrslu fjármála- og áhættustýringarsviðs með árshlutareikningi. Einnig lögð fram drög að umsögn endurskoðunarnefndar til borgarráðs um árshlutareikninginn. IER23050024
    Umsögn endurskoðunarnefndar samþykkt og vísað til borgarráðs.

    Halldóra Káradóttir, Sigurrós Ásta Sigurðardóttir og Erik Tryggvi Striz Bjarnason taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs innri endurskoðunar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 dags. 31. ágúst 2023.

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um vinnu við starfsskýrslu endurskoðunarnefndar fyrir tímabilið 2022-2023.

Fundi slitið kl. 15:35

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 4.9.2023 - Prentvæn útgáfa