Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 280

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, miðvikudaginn 23. ágúst var haldinn 280. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var fjarfundur og hófst kl. 13:02. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Sigrún Guðmundsdóttir.

Fundarritari var Hallur Símonarson

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að samandregnum árshlutareikningi Ljósleiðarans ehf. fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 30. júní 2023 ásamt könnunarskýrslu ytri endurskoðenda fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023.

  -    Kl. 13:10 tekur Einar S Hálfdánarson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

  Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Ljósleiðarans ehf. um árshlutareikning félagsins 1. janúar 2023 – 30. júní 2023.

  Benedikt K Magnússon, Birna Bragadóttir, Bragi Þór Bjarnason, Bryndís María Leifsdóttir, Dagný Jóhannesdóttir, Davíð Arnar Einarsson, Gylfi Magnússon, Halla Björg Haraldsdóttir, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Theodór S Sigurbergsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.

   

 2. Lögð fram drög að samandregnum árshlutareikningi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 30. júní 2023 ásamt könnunarskýrslu ytri endurskoðenda fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2023.
  Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur sef. um árshlutareikning félagsins 1. janúar 2023 – 30. júní 2023.

  Arna Vigdís Jónsdóttir, Benedikt K Magnússon, Bryndís María Leifsdóttir, Davíð Arnar Einarsson Gylfi Magnússon, Hrafnhildur Fanngeirsdóttir og Theodór S Sigurbergsson taka sæti á fundinum með rafrænum hætti.

Fundi slitið kl. 14:38

Lárus Finnbogason Einar S. Hálfdánarson

Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 23.08.2023 - Prentvæn útgáfa