Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 278

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 5. júní var haldinn 278. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 10:05. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S Hálfdánarson. Sigrún Guðmundsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

  1. IER - Starfsemisskýrsla 2022: Fagsvið ráðgjafar. IER23050003

    Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs ráðgjafar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf fyrir árið 2022 dags. 5. júní 2023. IER23050005

    Agnes Guðjónsdóttir og Íris Arnlaugsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf 2022 IER23050028

    Lögð fram starfsskýrsla fagsviðs persónuverndar fyrir tímabilið maí 2022 - apríl 2023 dags. 5. þ.m. 

    Dagbjört Hákonardóttir og Kolbrún Birna Hallgrímsdóttir Bachmann taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  3. IER - Úttekt: Sjálfstætt starfandi tónlistarskólar. IER22120004

    Lögð fram úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum dags. 24. f.m. 

    Jenný Stefanía Jensdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  4. Úttekt: Viðhaldsstjórnun fasteigna IER22120011

    Fram fer kynning á niðurstöðum stjórnsýsluúttektar Innri endurskoðunar og ráðgjafar á viðhaldsstjórnun fasteigna Reykjavíkurborgar. 

    Ingunn Ólafsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  5. Vinna við gerð ársreiknings - breyting á reglugerð 1212/2015  IER23050035

    Fram fer umræða um erindi frá innviðaráðuneytinu dags. 7. mars sl. sem vekur athygli á breytingu reglugerðar nr. 1212/2015 er tók gildi þann 1. mars 2021 og taka ber tillit til við gerð ársreikninga sveitarfélaga fyrir árið 2022.

    Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:

    Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að fjármála- og áhættustýringarsvið veiti nefndinni skriflegar upplýsingar um hvernig brugðist hefur verið við erindi innviðaráðuneytisins er snýr að því að sveitarfélagið hugi sérstaklega að flokkun félaga innan samstæðu Reykjavíkurborgar í A eða B hluta við gerð reikningsskila sinna með hliðsjón af 1. tl. 60. gr. svl.

     

  6. Strætó - Innri endurskoðun 2022: Greinargerð til endurskoðunarnefndar og stjórnar IER22110075

    Lögð fram drög að greinargerð til endurskoðunarnefndar og stjórnar dags. 23. f.m. um innri endurskoðun ársins 2022.

    Sif Einarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 13:30

Einar S. Hálfdánarson Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 8. júní 2023