Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 277

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 22. maí var haldinn 277. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:09. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Einar S Hálfdánarson boðaði forföll. Einnig sat fundinn Ingunn Ólafsdóttir, fagstjóri innri endurskoðunar.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

  1. Eftirfylgniúttekt, Afstemmingar undirkerfa Agresso - IER22110108 

    Fram fer kynning á eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á afstemmingum undirkerfa Agresso IER22110108

    Elfa Ingibergsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Eftirfylgniúttekt, Stjórnun rekstrarsamfellu Fjármála- og áhættustýringarsvið IER22110043

    Fram fer kynning á eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnun rekstrarsamfellu hjá fjármála- og áhættustýringarsviði 

    Arnar Freyr Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  3. Eftirfylgniúttekt, Stjórnun rekstrarsamfellu þjónustu- og nýsköpunarsvið - IER22110043

    Fram fer kynning á eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnun rekstrarsamfellu hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði

    Arnar Freyr Guðmundsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  4. Eftirfylgniúttekt, Netöryggi IER22110041

    Lögð fram umsögn innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um málsmeðferðartillögu þjónustu- og nýsköpunarsviðs vegna úttektar IER á netöryggi Reykjavíkurborgar IER22110041

    Lögð fram svohljóðandi bókun:

    Endurskoðunarnefnd tekur undir með umsögn innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar að úttekt KPMG skapi grunn að uppbyggingu upplýsingatækniinnviða hjá Reykjavíkurborg. Nefndin telur þó mikilvægt að stjórnendur á fjármála- og áhættustýringarsviði og þjónustu- og nýsköpunarsviði skipuleggi umbótastarf á sviðunum jafnframt með hliðsjón af niðurstöðum úttekta Innri endurskoðunar og ráðgjafar á netöryggi, aðgangsstýringum upplýsingakerfa og rekstrarsamfellu upplýsingakerfa.

    Umsögninni vísað til fjármála- og áhættustýringarsviðs, þjónustu- og nýsköpunarsviðs og skrifstofu borgarstjóra og borgarritara.

  5. Úttekt, Stjórnkerfi upplýsingaöryggis, Malbikunarstöðin Höfði - IER22110080

    Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á stjórnkerfi upplýsingaöryggis hjá Malbikunarstöðinni Höfða hf.

    Vísað til stjórnar Malbikunarstöðvarinnar Höfða.

  6. Eftirfylgniúttekt, Utanumhald samninga Ljósleiðarinn - IER22110025

    Fram fer kynning á eftirfylgni með úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á utanumhaldi samninga Ljósleiðarans.

    Viðar Kárason tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Vísað til stjórnar Ljósleiðarans.

  7. Úttekt, Áhættustjórnun Orkuveitu Reykjavíkur - IER22110068

    7. Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á áhættustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur.

    Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar:

    Endurskoðunarnefnd þakkar gagnlega úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar og telur ljóst að margt hefur áunnist í áhættustjórnun hjá Orkuveitu Reykjavíkur. Nefndin telur mikilvægt að Vitinn, kerfið sem er í innleiðingu hjá OR og dótturfélögum, verði innleitt sem fyrst en bendir þó á að mikilvægt er að halda vel utan um verkefnin þar til Vitinn hefur verið innleiddur. Að mati endurskoðunarnefndar er mikilvægt að áhættustjórnun vinni þvert á allar deildir fyrirtækisins og sé miðlæg og sýnileg í skipuriti fyrirtækisins.

    Vísað til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur.

  8. Úttekt, Sjálfstætt starfandi tónlistarskólar - IER22120004

    Fram fer kynning á úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar á sjálfstætt starfandi tónlistarskólum.

    Jenný Stefanía Jensdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Frestað.

    • Kl. 16:30 víkur Ingunn Ólafsdóttir af fundinum.
  9. Innkaup leikskóla - IER23010019

    Fram fer kynning á skoðun á innkaupum á leikskóla.

    Jenný Stefanía Jensdóttir og Edda Andrésdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

Fundi slitið kl. 17:05

Lárus Finnbogason Sigrún Guðmundsdóttir

Sunna Jóhannsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
277. fundur endurskoðunarnefndar