Endurskoðunarnefnd
Ár 2023, mánudaginn 8. maí var haldinn 275. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:09. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning á innri endurskoðunarúttekt Áhætturáðgjafar Deloitte hjá Strætó fyrir árið 2022. IER22110075
Sif Einarsdóttir hjá Áhætturáðgjöf Deloitte tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Jóhannesi Svavari Rúnarssyni framkvæmdastjóra Strætó bs.
Frestað
- Kl. 13:47 tekur Lárus Finnbogason sæti á fundinum
-
Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um eftirfylgniúttekt með aðgangsstýringum upplýsingakerfa á fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar dags. 5. þ.m. og í kjölfarið fer fram kynning á eftirfylgniúttektinni. IER22110042
Ingunn Ólafsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson og Stefán Viðar Grétarsson hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið. Halldóra Káradóttir, Lilja Gunnarsson og Þórhildur Ósk Halldórsdóttir hjá fjármála- og áhættustýringarsviði taka sæti á fundinum með fjarfundabúnaði.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar um eftirfylgniúttekt með aðgangsstýringum upplýsingakerfa á skrifstofu upplýsingatækniþjónustu á þjónustu- og nýsköpunarsviði Reykjavíkurborgar dags. 5. þ.m. og í kjölfarið fer fram kynning á eftirfylgniúttektinni. IER22110042
Ingunn Ólafsdóttir, Arnar Freyr Guðmundsson og Stefán Viðar Grétarsson hjá Innri endurskoðun og ráðgjöf taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Ólafi Óskari Egilssyni hjá þjónustu- og nýsköpunarsviði.
Fylgigögn
-
Lögð fram að nýju bókun Einars S. Hálfdánarsonar sem lögð var fram á 273. fundi endurskoðunarnefndar 24. f.m. dags. við umræðu um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 og færð í trúnaðarbók: IER22110076
Að mínu mati gefur það ekki rétta mynd af afkomu Reykjavíkurborgar að nota meir en 20 milljarða hækkun á matsverði fasteigna sem borgin notar til að sinna lögbundnum skyldum sínum til að breyta stórfelldu tapi í mikinn hagnað í samstæðureikningi borgarinnar. Borginni er skylt lögum samkvæmt að gera samstæðuársreikning. Þess í stað setur borgin fram svokölluð samantekin reikningsskil. Það telst óheimilt og er án nokkurrar stoðar í lögum settum af Alþingi. Reykjavíkurborg er eining tengd almannahagsmunum. Þá er borgin aðili sem stærðar vegna ber að setja fram ýtarlega ársskýrslu skv. VI. kafla ársreikningalaga. Mikið skortir á að borgin uppfylli lagaskyldur sínar að þessu leyti. Að mínu mati er þannig ekki gerð fullnægjandi grein fyrir atriðum sem mikilvæg eru við mat á fjárhagslegri stöðu borgarinnar og afkomu á reikningsárinu. Ekki heldur fyrir þróuninni í starfsemi hennar og fjárhagslegri stöðu í fortíð, nútíð og framtíð. Sama á við áhættustýringu og áhættuþætti sem máli skipta við mat á eignum og skuldum, fjárhagsstöðu og rekstrarafkomu og fjármögnunar- og lausafjáráhættu í rekstri borgarinnar. Ég tel og að skýringar skýrslunnar á frávikum frá rekstraráætlun séu ófullnægjandi. Að lokum má nefna umfjöllun um ófjárhagslegan árangur, þ.m.t. upplýsingar um umhverfismál, t.d. kolefnisspor samstæðu borgarinnar og þróun þess.
-
Fram fer umræða um ársreikning Reykjavíkurborgar fyrir árið 2022 IER22110076
Endurskoðunarnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Í fréttatilkynningu Reykjavíkurborgar vegna skekkju í ársreikningi fyrir árið 2022 sem var lagður fram með fyrirvara um breytingar til fyrri umræðu í borgarstjórn þriðjudaginn 2. maí og verður tekinn til seinni umræðu 9. maí segir meðal annars: „Við endurskoðun reyndust verðbætur í sjóðstreymi oftaldar um 2.492 m.kr. og lántaka vantalin um sömu fjárhæð. Er hér um áfallnar verðbætur á verðtryggð skuldabréf á útgáfudegi að ræða sem lagðar voru við verðbætur í sjóðstreymi í stað færslu á ný lán. Leiðréttingin hefur áhrif á niðurstöðu veltufjár frá rekstri og fjármögnunarhreyfingar í sjóðstreymi. Áhrif á rekstrar- og efnahagsreikning eru engin. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að bregðast við þeirri skekkju sem reyndist vera í ársreikningi Reykjavíkurborgar og kom fram við rýni fulltrúa í endurskoðunarnefnd eftir framlagningu hans í borgarráði. Endurskoðunarnefnd óskaði eftir og fékk kynningu á málinu á fundi sínum hinn 4. þ.m. og telur nú rétt að fjármála- og áhættustýringarsvið greini skriflega ástæður þess að skekkja varð í sjóðstreymi. Endurskoðunarnefnd óskar eftir því að greiningin verði lögð fyrir endurskoðunarnefnd hið fyrsta. Jafnframt telur nefndin nauðsynlegt að strax verði gerð úttekt á innra eftirliti við vinnuferli við gerð reikningsskila.
- Kl. 16:20 víkur Einar S. Hálfdánarson af fundi
-
Lögð fram drög að bréfi endurskoðunarnefndar með tillögu til Borgarstjórnar Reykjavíkur um val á endurskoðunarfyrirtæki. IER22110079
Bréf endurskoðunarnefndar er samþykkt og vísað til borgarráðs
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 16:40
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 8. maí 2023