Endurskoðunarnefnd - Fundur nr. 269

Endurskoðunarnefnd

ENDURSKOÐUNARNEFND

Ár 2023, mánudaginn 20. mars var haldinn 269. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Sigrún Guðmundsdóttir og Einar S. Hálfdánarson.

Fundarritari var Hallur Símonarson.

Þetta gerðist:

1.    Fram fer umræða um reikningsskil A og B hluta Reykjavíkurborgar sbr. reglugerð 1212/2015. IER22110076

-    Kl. 13:10 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum

Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Halldóra Káradóttir og Sigurrós Ásta Sigurðardóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gísli Hlíðberg Guðmundsson tekur sæti á fundinum með fjarfundabúnaði undir þessum lið. 

-    Kl. 13:50 víkur Sigrún Guðmundsdóttir af fundinum

2.    Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt drögum að  endurskoðunarskýrslu fyrir Félagsbústaði hf.. og drögum að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins dags. í dag. IER22110076

Sigrún Árnadóttir og Kristinn Karel Jóhannsson hjá Félagsbústöðum taka sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni og Theodóri Sigurbergssyni hjá Grant Thornton endurskoðun.

Samþykkt að fela formanni að ganga frá umsögn endurskoðunarnefndar um ársreikning 2022 til stjórnar Félagsbústaða í samræmi við umræður á fundinum.

 

3.    Lögð fram trúnaðarmerkt drög að ársreikningi 2022 ásamt drögum að endurskoðunarskýrslu fyrir Malbikunarstöðina Höfða hf. og drögum að umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar félagsins dags. í dag. IER22110076

Ásberg  K Ingólfsson hjá Malbikunarstöðinni Höfða tekur sæti á fundinum undir þessum lið ásamt Sturlu Jónssyni og Theodóri Sigurbergssyni hjá Grant Thornton endurskoðun. 

Frestað

Fundi slitið kl. 15:29

Lárus Finnbogason

Einar S. Hálfdánarson    Sunna Jóhannsdóttir

 

PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 20.03.2023 - prentvæn útgáfa