Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2023, mánudaginn 6. febrúar var haldinn 262. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 13:07. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason, Einar S. Hálfdánarson, Sigrún Guðmundsdóttir og Sunna Jóhannsdóttir.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Kynnt drög að ársreikningi Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins ásamt drögum endurskoðunarskýrslu vegna ársreiknings 2022. IER22110076
Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að gera umsögn endurskoðunarnefndar til stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs.
Birgir Finnsson, Ástríður Þórðardóttir og Sturla Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Gunnar Pétur Garðarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
2. Fram fer umræða um stöðu uppgjörsvinnu vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar 2022. IER22110076
Erik Tryggvi Striz Bjarnason, Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Sturla Jónsson taka sæti á fundinum undir þessum lið. Fjóla Þorgerður Hreinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði.
3. Fram fer umræða um stöðu endurskoðunar vegna ársreiknings Reykjavíkurborgar 2022 og fyrstu skoðun ytri endurskoðenda (e. early warnings). IER22110076
Sturla Jónsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið
4. Lagt fram bréf skrifstofustjóra upplýsingatækniþjónustu dags. í dag um viðbrögð skrifstofu upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar (UTR) við úttekt innri endurskoðunar á netöryggi. IER22110041
Óskar J Sandholt, Ólafur Óskar Egilsson, Jón Kristinn Ragnarsson, Arnar Freyr Guðmundsson og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar
Endurskoðunarnefnd þakkar upplýsingatækniþjónustu Reykjavíkurborgar fyrir svör við stöðu úrbóta vegna útistandandi ábendinga í úttekt Innri endurskoðunar og ráðgjafar og óskar eftir umsögn innri endurskoðanda um málsmeðferðartillögu UTR.
5. Lögð fram ódags. skýrsla regluvarðar Reykjavíkurborgar fyrir tímabilið 1. febrúar 2022 til 31. janúar 2023. IER23020004
Frestað
Ólöf Marín Úlfarsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti.
6. Lögð fram orðsending Innri endurskoðunar og ráðgjafar um viðbrögð við ábendingum ytri endurskoðenda dags. 3. þ.m. IER22110078
Frestað
7. Fram fer umræða um útboð ytri endurskoðunarþjónustu IER22110079
8. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni Innri endurskoðunar og ráðgjafar með úttekt á uppgjörsferli Reykjavíkurborgar IER22110109
Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
9. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni Innri endurskoðunar og ráðgjafar með úttekt á ferðaheimildum og greiðslu ferðakostnaðar IER22110106
Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
10. Fram fer kynning á niðurstöðum eftirfylgni Innri endurskoðunar og ráðgjafar með úttekt á samþykktarferli reikninga og lotun gjalda IER22110107
Elfa Ingibergsdóttir og Ingunn Ólafsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið
Fundi slitið kl. 16:34
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir Einar S. Hálfdánarson
Sigrún Guðmundsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 06.02.2023 - prentvæn útgáfa