No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2023, mánudaginn 9. janúar var haldinn 261. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:32. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í 1. málsl. 1. mgr. 54. gr. sbr. 4. málsl. 1. mgr. 13. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild, Lárus Finnbogason, Sunna Jóhannsdóttir og Einar S. Hálfdánarson. Sigrún Guðmundsdóttir boðaði forföll.
Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram beiðni Grant Thornton, ytri endurskoðenda dags. 4. þ.m.um viðbótarverk vegna endurskoðunar hjá OR samstæðunni ásamt umsögn framkvæmdastjóra Fjármála hjá OR IER23010014
Samþykkt
2. Lögð fram breyting á starfsáætlun endurskoðunarnefndar fyrir tímabilið 2022-2023
Samþykkt
3. Rætt um forval vegna útboðs ytri endurskoðunarþjónustu
Fundi slitið kl. 13:58
Lárus Finnbogason
Sunna Jóhannsdóttir Einar S. Hálfdánarson
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 9.01.2023 - prentvæn útgáfa