No translated content text
Endurskoðunarnefnd
ENDURSKOÐUNARNEFND
Ár 2021, mánudaginn 29. mars var haldinn 216. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn með fjarfundarbúnaði og hófst kl. 13:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með fjarfundarbúnaði, með vísan til heimilda í auglýsingu nr. 230/2020 um ákvörðun samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra skv. VI. bráðabirgðaákvæði sveitarstjórnarlaga, nr. 138/2011: Lárus Finnbogason, Einar S Hálfdánarson og Sigrún Guðmundsdóttir. Fundarritari var Hallur Símonarson.
Þetta gerðist:
1. Fram fer kynning á ársreikningi Strætó bs. fyrir árið 2020 ásamt endurskoðunarskýrslu ytri endurskoðenda vegna endurskoðunar á ársreikningi 2020. IE20080004.
Jóhannes Svavar Rúnarsson, Elísa Kristmannsdóttir og Hjálmar Sveinsson frá Strætó bs. taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði ásamt Theodór S Sigurbergssyni, Margréti Ýr Flygenring og Sturlu Jónssyni frá Grant Thornton.
Samþykkt að fela formanni endurskoðunarnefndar að ganga frá umsögn til stjórnar Strætó.
- Kl. 13:20 tekur Sunna Jóhannsdóttir sæti á fundinum með fjarfundabúnaði
2. Lögð fram tilkynning reikningsskila- og upplýsinganefndar varðandi álit nefndarinnar nr. 1/2020. IE20100011
Gísli Hlíðberg Guðmundsson og Halldóra Káradóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði ásamt Theodór S Sigurbergssyni og Sturlu Jónssyni frá Grant Thornton.
3. Lagt fram bréf innri endurskoðanda Reykjavíkurborgar dags. 27. þ.m. um úttekt á innheimtumálum eignasjóðs. Jafnframt fer fram kynning á helstu niðurstöðum úttektarinnar. IE20010006.
Halldóra Káradóttir, Helga Benediktsdóttir og Gísli Hlíðberg Guðmundsson frá fjármála- og áhættustýringarsviði Reykjavíkurborgar taka sæti á fundinum undir þessum lið með fjarfundabúnaði ásamt Önnu Margréti Jóhannesdóttur og Jennýju Stefaníu Jensdóttur frá Innri endurskoðun Reykjavíkurborgar.
- Kl. 14:56 víkur Einar S Hálfdánarson af fundi
4. Formaður gerði grein fyrir fundum utan reglubundinna funda endurskoðunarnefndar það sem af er ári:
• 7.1. 2021. Fundur í OR (fjarfundur). Kynning á áhættustjórnunarkerfi hjá OR samstæðunni. Frá endurskoðunarnefnd, formaður og Sunna Jóhannsdóttir.
• 20.1.2021. Fundur Sunnu Jóhannsdóttur og Sigrúnar Guðmundsdóttur með stjórnendum Fjármála hjá OR þar sem kynnt voru drög á greinargerð Deloitte um aðlöguð reikningsskil 2019.
• 26.1.2021. Fundur með formanni borgarráðs (fjarfundur). Fundinn sat einnig innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar.
• 27.1.2021. Fundur (fjarfundur) með stjórnarformanni OR, fjármálastjóra og lykilstarfsfólki í reikningshaldi um aðlöguð reikningsskil.
• 25.2.2021. Stjórnarfundur í Félagsbústöðum hf., afgreiðsla ársreiknings. Staðarfundur.
• 26.2.2021. Stjórnarfundur í SORPU, afgreiðsla ársreiknings. Staðarfundur.
• 5.3.2021. Fundur með formanni borgarráðs (fjarfundur). Fundinn sat einnig innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar.
• 9.3.2021. Stjórnarfundur í OR, afgreiðsla ársreiknings. Fjarfundur.
• 12.3.2021. Stjórnarfundur í SORPU, framlagning skýrslu innri endurskoðunar. Staðarfundur.
• 19.3.2021. Stjórnarfundur í Faxaflóahöfnum, afgreiðsla ársreiknings. Fjarfundur.
• 22.3.2021. Fundur með fjármálastjóra OR, ytri endurskoðanda og lykilstarfsfólki í reikningshaldi. Rýning á ársuppgjörsferli. Fjarfundur.
• 23.3.2021. Fundur með formanni borgarráðs (fjarfundur). Fundinn sat einnig innri endurskoðandi Reykjavíkurborgar.
• 25.3.2021. Stjórnarfundur í Malbikunarstöðinni Höfða hf., afgreiðsla ársreiknings. Fjarfundur.
• 25.3.2021. Aðalfundur Félagsbústaða hf. Fjarfundur. Fundinn sótti einnig Sigrún Guðmundsdóttir.
• 26.3.2021. Stjórnarfundur í Slökkviliði Höfuðborgarsvæðisins, afgreiðsla ársreiknings. Fjarfundur.
Fundi slitið kl. 15:32
Fundargerðin var staðfest í tölvupósti
í samræmi við ákvæði um fjarfundabúnað
Lárus Finnbogason
Sigrún Guðmundsdóttir Sunna Jóhannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Endurskoðunarnefnd 29.03.2021 - prentvæn útgáfa