Endurskoðunarnefnd - Endurskoðunarnefnd, fundur nr. 276

Endurskoðunarnefnd

Ár 2023, mánudaginn 19. maí var haldinn 276. fundur endurskoðunarnefndar Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn að Guðrúnartúni 1, 105 Reykjavík og hófst kl. 15:00. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum: Lárus Finnbogason og Sigrún Guðmundsdóttir. Sunna Jóhannsdóttir tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011. Fundarritari var Hallur Símonarson
-

Þetta gerðist:

 1. Fram fer kynning á árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef. fyrir tímabilið 1. janúar 2023 – 31. mars 2023 IER23050024

  Benedikt K Magnússon, Bryndís María Leifsdóttir, Arna Vigdís Jónsdóttir og Hrafnhildur Fanngeirsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. 

  -    Kl. 15:15 tekur Einar S. Hálfdánarson sæti á fundinum

  Lögð fram svohljóðandi bókun endurskoðunarnefndar

  Þakkað er fyrir kynningu á árshlutareikningi Orkuveitu Reykjavíkur sef. Endurskoðunarnefnd telur reikninginn tilbúinn til afgreiðslu í stjórn OR.

 2. Lagt fram afgreiðslubréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 17. þ.m. með afgreiðslu á tillögu endurskoðunarnefndar til borgarstjórnar sem tekin var til afgreiðslu og samþykkt á fundi borgarstjórnar 16. þ.m. Jafnframt lögð fram drög að bréfum endurskoðunarnefndar til eftirfarandi B hluta fyrirtækja með tillögu um val á endurskoðunarfyrirtæki fyrir samstæðu Reykjavíkurborgar dags. 17. þ.m. IER22110079

  -    Faxaflóahafnir sf.
  -    Félagsbústaðir hf.
  -    Malbikunarstöðin Höfði hf.
  -    Orkuveita Reykjavíkur sef.
  -    Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins bs.
  -    SORPA bs.
  -    Strætó bs.
  -    Þjóðarleikvangur ehf.

  Samþykkt
  Vísað til stjórna ofangreindra fyrirtækja

  Fylgigögn

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð endurskoðunarnefndar 19. maí 2023