Borgarstjórn - 29.11.2001

Borgarstjórn

B O R G A R S T J Ó R N

Ár 2001, fimmtudaginn 29. nóvember, var haldinn aukafundur í Borgarstjórn Reykjavíkur. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 14.00. Voru þá komnir til fundar auk borgarstjóra, eftirtaldir borgarfulltrúar og varaborgarfulltrúar: Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Kristín Blöndal, Alfreð Þorsteinsson, Árni Þór Sigurðsson, Kjartan Magnússon, Guðlaugur Þór Þórðarson, Snorri Hjaltason, Júlíus Vífill Ingvarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Guðrún Pétursdóttir og Ólafur F. Magnússon. Fundarritun önnuðust Gunnar Eydal og Ólafur Kr. Hjörleifsson.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2002 ásamt greinargerð; fyrri umræða. Jafnframt lagðir fram 18. og 19. liðir fundargerðar borgarráðs frá 27. nóvember, starfsáætlanir, fjárhagsáætlun og greinargerð. Áður en umræða hófst tilkynnti forseti að fallið verði frá takmörkun á ræðutíma.

- Kl. 15.45 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Helga Jóhannsdóttir tók þar sæti. - Kl. 16.14 vék Guðrún Pétursdóttir af fundi og Pétur Friðriksson tók þar sæti. - Kl. 16.41 vék Sigrún Magnúsdóttir af fundi og Guðrún Jónsdóttir tók þar sæti.

Samþykkt með 15 samhljóða atkvæðum að vísa frumvarpi að fjárhagsáætlun 2002 til síðari umræðu.

2. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að hefja undirbúning að sölu Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. Þriggja manna sérfræðingahópi verði falið að gera tillögur um hvernig staðið skuli að verki og leggja fyrir borgarráð.

Greinargerð fylgir tillögunni.

- Kl. 17.04 vék borgarstjóri af fundi og Helgi Pétursson tók þar sæti. Jafnframt tók borgarlögmaður sæti á fundinum.

Borgarfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi breytingartillögu: Tillagan orðist svo:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að fela starfshópi um sölu eigna að kanna með hvaða hætti standa megi að sölu eignarhluta Reykjavíkurborgar í Malbikunarstöðinni Höfða hf. og meta um leið kosti þess og galla fyrir starfsemi og fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar. Niðurstöður starfshópsins verði lagðar fyrir borgarráð innan þriggja mánaða.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Breytingartillagan samþykkt með 8 atkvæðum gegn 7.

Fundi slitið kl. 17.20.

Forseti og skrifarar gengu frá fundargerð.

Helgi Hjörvar

Hrannar Björn Arnarsson Ólafur F. Magnússon