Borgarráð - Fundur nr. 5486

Borgarráð

Ár 2018, þriðjudaginn 11. janúar, var haldinn 5486. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.11. Viðstödd voru auk borgarstjóra: Sigurður Björn Blöndal, Halldór Auðar Svansson, Elín Oddný Sigurðardóttir, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Kjartan Magnússon, Áslaug Friðriksdóttir og áheyrnarfulltrúinn Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir. Eftirtaldir embættismenn og aðrir starfsmenn sátu fundinn: Stefán Eiríksson, Birgir Björn Sigurjónsson, Ebba Schram, Hrólfur Jónsson, Ólöf Örvarsdóttir, Pétur Ólafsson og Bjarni Þóroddsson

Fundarritari var Helga Björk Laxdal.

Þetta gerðist:

  1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 27. nóvember og 7. desember 2017. R17010030

    Fylgigögn

  2. Lögð fram fundargerð ferlinefndar fatlaðs fólks frá 21. desember 2017. R17010032

    Fylgigögn

  3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 19. desember 2017. R17010006

    Fylgigögn

  4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 19. desember 2017. R17010008

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 18. desember 2017. R17010009

    Fylgigögn

  6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 14. desember 2017. R17010011

    Fylgigögn

  7. Lagðar fram fundargerðir hverfisráðs Laugardals frá 18. desember 2017. R17010012

    Fylgigögn

  8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 22. desember 2017. R17010015

    Fylgigögn

  9. Lögð fram fundargerð stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur frá 20. nóvember 2017. R17010025

    Fylgigögn

  10. Lögð fram fundargerð stjórnar Strætó bs. frá 12. desember 2017. R17010027

    Fylgigögn

  11. Lögð fram fundargerð öldungaráðs frá 29. nóvember 2017. R17010035

    Fylgigögn

  12. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 10. janúar 2018. R18010022

    B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.

    Fylgigögn

  13. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 715/2013. R18010127

    Fylgigögn

  14. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 12 mál. R18010087

    Fylgigögn

  15. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. desember 2017, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 6. desember 2017 á auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Nauthólsvíkur vegna lóðarinnar nr. 100 við Nauthólsveg, ásamt fylgiskjölum. R17120056

    Samþykkt.

     

    Borgarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

     

    Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagsráðs að huga að stýringu á notkun bílastæða á svæðinu og athuga hvort ástæða er til að taka upp gjaldtöku.

     

    Borgarfulltrúinn Kjartan Magnússon situr hjá við samþykkt bókunarinnar.

    Fylgigögn

  16. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 9. janúar 2018, ásamt fylgiskjölum:

     

    Lagt er til að Reykjavíkurborg leiði loftslagsmaraþon í Reykjavík þann 28. október 2018 með því að leggja til starfsmann tímabundið í kringum viðburðinn og aðstöðu fyrir þátttakendur í þann sólarhring sem loftslagsmaraþonið fer fram. Einnig er lagt til að stutt verði við vinningshafana frá árinu 2017 og 2018 með því að veita viðkomandi liði aðstöðu í 3 mánuði til að þróa verkefnið áfram og aðgang að starfsmanni Reykjavíkurborgar sem leiðbeinanda.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni. R18010139

    Samþykkt.

    -             Kl. 9.17 víkur Ólöf Örvarsdóttir af fundinum

    Fylgigögn

  17. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 4. janúar 2018, þar sem lagt er til að borgarráð samþykki að falla frá forkaupsrétti að skipinu Ottó N. Þorláksson RE-203. R15060006

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  18. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 9. janúar 2018, þar sem drög að erindisbréfi starfshóps ríkis, Reykjavíkurborgar og KSÍ eru lögð fram til kynningar. R15020197

    Fylgigögn

  19. Lögð fram að nýju tillaga borgarfulltrúa Framsóknar og flugvallarvina um úttektarnefnd vegna viðgerða á húsi Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 18. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns um tillöguna, dags. 9. janúar 2017. R17060170

    Borgarráð samþykkir á grundvelli umsagnar borgarlögmanns að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til matsgerð dómkvadds matsmanns liggur fyrir í matsbeiðnamáli sem Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Borgarráð leggur áherslu á og telur mikilvægt að málið verði fullkannað með tilliti til þeirra atriða sem út af standa þegar endanleg matsgerð liggur fyrir í málinu.

    Fylgigögn

  20. Lögð fram að nýju tillaga borgfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um opinbera rannsókn vegna tjóns á húsi Orkuveitu Reykjavíkur, sbr. 17. lið fundargerðar borgarráðs frá 21. september 2017. Einnig er lögð fram umsögn borgarlögmanns um tillöguna, dags. 9. janúar 2017. R17060170

    Borgarráð samþykkir á grundvelli umsagnar borgarlögmanns að fresta afgreiðslu tillögunnar þar til matsgerð dómkvadds matsmanns liggur fyrir í matsbeiðnamáli sem Orkuveita Reykjavíkur hefur höfðað fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. Borgarráð leggur áherslu á og telur mikilvægt að málið verði fullkannað með tilliti til þeirra atriða sem út af standa þegar endanleg matsgerð liggur fyrir í málinu.

    Fylgigögn

  21. Lagt fram bréf menningar- og ferðamálasviðs, dags. 19. desember 2017, sbr. samþykkt menningar- og ferðamálaráðs frá 18. desember 2017 á samstarfssamningum til þriggja ára við Nýlistasafnið og Kling og Bang, ásamt fylgiskjölum. R17010183

    Samþykkt.

    Arna Schram og Signý Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  22. Lagt fram svar skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 5. janúar 2018, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins um kaup á landi við Sævarhöfða, sbr. 26. lið fundargerðar borgarráðs frá 23. nóvember 2017. R17110137

    Fylgigögn

  23. Lögð fram skýrsla og minnisblað innri endurskoðunar, dags. 2. janúar 2018, um eftirlit með rafrænum kosningum í Hverfið mitt 2017. R17020200

    Fylgigögn

  24. Lagt fram bréf fjármálaskrifstofu, dags. 22. desember 2017, sbr. samþykkt innkauparáðs frá 22. desember 2017 á tillögu endurskoðunarnefndar, dags. 4. desember 2017, um endurskoðunarþjónustu fyrir Reykjavíkurborg á reikningsárunum 2018-2022. R18010107

    Vísað til borgarstjórnar.

    Fylgigögn

  25. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 5. janúar 2018:

     

    Lagt er til að borgarráð samþykki að Reykjavíkurborg semji við Rannsóknarsetur Háskólans á Akureyri og Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands um gerð tveggja rannsókna vegna 2. áfanga tilraunarverkefnisins um styttingu vinnuvikunnar. Kostnaður vegna þessarar tillögu skal færður af liðnum ófyrirséð, 09205, yfir á liðinn, 09204, sérstakar úttektir og athuganir, alls 7.232.000 kr.

     

    Greinargerð fylgir tillögunni. R14050127

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  26. Lögð fram trúnaðarmerkt drög að umsögn Reykjavíkurborgar, dags. 10. janúar 2018, um frumvarp til laga um þjónustu við fatlað fólk með miklar stuðningsþarfir og frumvarp til laga um breytingu á lögum um félagsþjónustu sveitarfélaga, 26. og 27. þingmál. R17120141 R17120142

    Borgarráð tekur undir það sem fram kemur í framlögðum drögum og felur sviðstjóra velferðarsviðs og fjármálastjóra að fullvinna umsögnina til Alþingis innan þess frests sem Reykjavíkurborg er veittur.

  27. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 8. janúar 2018, um frumvarp til laga um tekjustofna sveitarfélaga. R18010100

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki viðauka við leigusamning um Bankastræti 0 við Prikið ehf., ásamt fylgiskjölum. R16050229

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki kaupsamning við Loftkastalann ehf. vegna þriggja fasteigna á Gufunessvæðinu, ásamt fylgiskjölum. R18010112

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  30. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir því að borgarráð samþykki að veita Fjörefli ehf. lóðarvilyrði til þriggja ára fyrir 21.506 fermetra lóð í Gufuneslandi, ásamt fylgiskjölum. R16080126

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 8. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð samþykki samkomulag vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar á lóðinni Hallarmúli 2, ásamt fylgiskjölum. R17120181

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  32. Lagt fram bréf skrifstofu eigna og atvinnuþróunar, dags. 9. janúar 2018, þar sem óskað er eftir að borgarráð heimili skrifstofu eigna og atvinnuþróunar aðkomu að kaupum Hestamannafélagsins Fáks að Brekknaási 9 í Víðidal. Greinargerð fylgir erindinu. R18010148

    Samþykkt.

    Fylgigögn

  33. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 10. janúar 2017, þar sem tilkynnt er um fyrirhugaða ferð staðgengils borgarstjóra til Parísar vegna verkefnisins Reinventing cities dagana 17. til 18. janúar 2018. R18010150

    Fylgigögn

  34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Borgarráð samþykkir að taka upp viðræður við Lögregluna á höfuðborgarsvæðinu og dómsmálaráðuneytið um starfrækslu hverfislögreglustöðvar í Breiðholti í því skyni að styrkja löggæslu í hverfinu. Um yrði að ræða samstarfsverkefni ríkis og borgar og m.a. skoðað hvort borgin gæti séð stöðinni fyrir húsnæði eins og gert var þegar hverfislögreglustöð var áður starfrækt í Breiðholti með góðum árangri. R18010181

     

    Frestað.

  35. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokksins:

     

    Lagt er til að sjálfstætt reknir grunnskólar og leikskólar fái sömu þjónustu hjá Reykjavíkurborg og borgarreknir skólar vegna snjóruðnings og hálkueyðingar. R18010180

     

    Frestað.

Líf Magneudóttir Dagur B. Eggertsson