Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2013, fimmtudaginn 29. ágúst, var haldinn 5279. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.09. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Dagur B. Eggertsson, Einar Örn Benediktsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Oddný Sturludóttir og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga Björk Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lagðar fram fundargerðir endurskoðunarnefndar frá 31. maí, 3. júlí, 1., 8., 12. og 14. ágúst 2013. R13020044
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Árbæjar frá 20. ágúst 2013. R13010009
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 19. ágúst 2013. R13010011
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 19. ágúst 2013. R13010013
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 19. ágúst 2013. R13010015
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 15. ágúst 2013. R13010016
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Miðborgar frá 22. ágúst 2013. R13010018
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu bs. frá 19. ágúst 2013. R13010030
9. Lögð fram fundargerð umhverfis- og skipulagsráðs frá 28. ágúst 2013. R13010028
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 4 mál. R13080007
11. Lagt er til að Júlíus Vífill Ingvarsson taki sæti Hönnu Birnu Kristjánsdóttur í eigendanefnd Orkuveitu Reykjavíkur. R10060067
Samþykkt.
12. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, dags. 25. júlí 2013, um umhirðu á opnum svæðum og við umferðargötur.
Guðjóna Björk Sigurðardóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð er fram svohljóðandi breytingartillaga:
Borgarráð óskar eftir tillögu frá umhverfis- og skipulagssviði um endurskoðun fyrirkomulags umhirðu og sláttar í samræmi við þær ábendingar sem fram komu í kynningu skrifstofustjóra reksturs og umhirðu borgarlands. R13070174
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Ljóst er að umhirðu og grasslætti í Reykjavík hefur ekki verið sinnt sem skyldi á undanförnum árum og eru gerðar alvarlegar athugasemdir við kæruleysi borgarstjórnarmeirihlutans í þessu máli. Ástandið hefur verið sérstaklega slæmt í sumar og hvað verst á opnum svæðum og við umferðargötur í eystri hverfum borgarinnar. Ekki síst hefði þurft að standa betur að grasslætti á lóðum leikskóla en ábendingar hafa borist um að leikskólastjórar í ákveðnum hverfum borgarinnar hafi þurft að standa í baráttu til að fá lóðirnar slegnar. Hinn 3. júlí sl. lögðu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og skipulagsráði Reykjavíkur til að ráðist yrði í átak í umhirðu og grasslætti í ljósi óviðunandi ástands. Í stað þess að taka á málinu kusu fulltrúar meirihlutans að fresta málinu hvað eftir annað og þannig leið besti framkvæmdatími ársins án þess að tillagan væri afgreidd. Eftir að málinu hefur þannig markvisst verið frestað af meirihlutanum er ljóst að það hefur litla þýðingu að afgreiða tillöguna nú óbreytta enda er liðið að hausti og kalsi kominn í veðurkort. Mikilvægt er að reynsla sumarsins og undanfarinna ára verði nýtt til að endurskoða allt fyrirkomulag frá grunni varðandi umhirðu og grasslátt hjá borginni. Á fundinum hefur komið fram að með endurskipulagningu megi bæta verklag í þessum málaflokki og nýta fjárveitingar betur.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Umhirða borgarlandsins hefur gengið með ágætum í sumar, sem og undanfarin sumur, þrátt fyrir að mun minna fé sé veitt til málaflokksins en áður var. Grassláttur í borginni er gríðarlegur, slá þarf um 400 hektara lands. Hversu oft ber að slá gras er matsatriði hverju sinni og geta verið skiptar skoðanir um það. Það er mikilvægt að hugað verði að því hvort ástæða sé til að minnka slegna grasfleti borgarinnar og hugsanlega koma fyrir meira af lággróðri sem ekki krefst jafn mikillar umhirðu. Því er beint til umhverfis- og skipulagssviðs að huga að því í þeirri vinnu sem framundan er um endurskipulagningu á umhirðu borgarlandsins.
13. Lögð fram tillaga að umsögn borgarráðs um rekstrarleyfi fyrir veitingastaðinn Home, Austurstræti 12a, dags. 21. ágúst 2013. R13060001
Samþykkt.
14. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um virkari aðgerðir gegn vargfugli, dags. 25. júlí 2013. Jafnframt lögð fram greinargerð umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. ágúst 2013.
Guðmundur B. Friðriksson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Lögð fram svohljóðandi breytingartillaga:
Borgarráð beinir því til umhverfis- og skipulagssviðs að vinna aðgerðaáætlun á grundvelli fyrirliggjandi greinargerðar. R09120094
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Þær hugmyndir að aðgerðum sem fram koma í fram lagðri greinargerð eru flestar góðar og gildar. Auka þarf fræðslu og hvetja almenning til þess að gefa mávum ekki brauð eða annað æti. Í þessu skyni þarf m.a. að setja upp skilti við Tjörnina. Þar að auki óskum við eindregið eftir því að gripið verði til hertra aðgerða eigi síðar en næsta vor til að flæma máva frá Tjörninni og öðrum svæðum innan borgarinnar þar sem kvartað hefur verið undan aðgangshörku þeirra. Á síðasta kjörtímabili skilaði það góðum árangri að beita virkum aðgerðum til að flæma máva frá Tjörninni. Eftir að nýr borgarstjórnarmeirihluti tók við sumarið 2010 var þessum aðgerðum hætt og hefur það leitt til þess að mávar eru nú allsráðandi við Tjörnina að sumarlagi en andarungar sjást þar vart lengur.
15. Fram fer umræða um málefni 101 leikskóla.
Ragnar Þorsteinsson, Stella K. Víðisdóttir og Halldóra Gunnarsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13080054
16. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. ágúst 2013, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi lóðar nr. 47 við Bólstaðarhlíð, Háteigsskóla.
Rúnar Gunnarsson, Ragnar Þorsteinsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13080058
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 22. ágúst 2013, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs, dags. 21. ágúst 2013, um auglýsingu á breytingu á deiliskipulagi austurhluta Laugardals vegna lóðar nr. 32 við Holtaveg.
Rúnar Gunnarsson, Ragnar Þorsteinsson og Soffía Pálsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13080059
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna situr hjá við afgreiðslu málsins.
18. Lögð fram viðmið menntamálaráðuneytisins um samskipti kirkju og skóla, dags. 30. apríl 2013. R13080074
19. Lagt fram bréf mannréttindastjóra og sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 21. ágúst 2013, um endurskoðun á reglum um samskipti leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila við trúar- og lífsskoðunarfélög. R13080055
Samþykkt.
20. Fram fer kynning á kjarakönnun BHM frá ágúst 2013.
Guðlaug Kristjánsdóttir, Þorlákur Karlsson, Helga Björg Ragnarsdóttir og Guðfinnur Þór Newman taka sæti á fundinum undir þessum lið. R13080073
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins leggja fram svohljóðandi bókun:
Niðurstöður launakönnunar BHM eru mikil vonbrigði. Þar kemur í ljós að launamunur kynja er hæstur í Reykjavík eða 8,5#PR. Launamunur á milli kynja í öðrum sveitarfélögum er 6,4#PR. Hjá engum þeirra vinnuveitenda sem könnunin tekur til er launamunur meiri en hjá Reykjavíkurborg. Slíkar niðurstöður eru algjörlega óviðunandi. Í skýrslu starfshóps um launamisrétti frá árinu 2011 kemur fram að launamunur hjá Reykjavíkurborg sé 8,1#PR. Frá þeim tíma hefur launamisrétti sem sagt aukist. Þrátt fyrir að núverandi meirihluti hafi haft fögur orð um að eyða launamun sýnir launakönnun BHM að árangurinn hefur reynst enginn. Launajafnrétti kynjanna er eitt stærsta mannréttindamál samtímans og því ber að sinna betur en með því að skipa enn einn starfshópinn sem ekki verður séð að hafi skilað árangri.
21. Lagt fram bréf borgarlögmanns, dags. 23. ágúst 2013, ásamt drögum að samkomulagi vegna dóms Hæstaréttar í máli nr. 304/2012. R11050046
Samþykkt.
22. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. ágúst 2013, við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um útboð Reykjavíkurborgar vegna eldsneytis. R13070115
23. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 16. ágúst 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 68 við Haukdælabraut. R13070063
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2013, um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 22-30 við Haukdælabraut. R13070057
Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2013, um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 72-74 við Urðarbrunn. R13070082
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2013, um úthlutun lóða og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 14-18 við Skyggnisbraut og nr. 42-44 við Friggjarbrunn. R13070076
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 19. ágúst 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóðum nr. 26-30 við Skyggnisbraut. R13070077
Samþykkt.
28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. ágúst 2013, um úthlutun lóðar og sölu byggingarréttar á lóð nr. 76 við Haukdælabraut. R13070064
Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra eigna og atvinnuþróunar, dags. 23. ágúst 2013, þar sem lagt er til að borgarráð veiti Slippnum ehf. fasteignafélagi vilyrði fyrir lóðinni að Mýrargötu 10-12. R13040157
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
30. Lagt fram bréf sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs, dags. 23. ágúst 2013, um viðauka við samning um framlag skóla- og frístundasviðs til sjálfstætt starfandi leikskólans Vinaminni. R13080069
Samþykkt með sex atkvæðum borgarráðsfulltrúa Besta flokksins, Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins gegn einu atkvæði borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna.
Málið fer til staðfestingar borgarstjórnar með vísan til 48. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
31. Lögð fram umsögn fjármálaskrifstofu, dags. 20. ágúst 2013, þar sem lagt er til að borgarráð synji umsókn félagsins Sælutraðar, dags. 2. júlí 2013, um niðurfellingu gatnagerðargjalda vegna viðbyggingar við leikskólann Sælukot. R13070014
Samþykkt.
32. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs ásamt fylgigögnum, dags. í dag. R13010039
Samþykkt að styrkja sendiráð Frakklands um kr. 480.000.- vegna vinatónleika fransk-íslensku sinfóníuhljómsveitarinnar FIFO 16. september.
Samþykkt að styrkja Rannsóknarsetur í fötlunarfræðum o.fl. um kr. 100.000.- vegna málþings um kynferðisofbeldi gegn fötluðu fólki.
Sóley Tómasdóttir víkur af fundi við afgreiðslu síðari styrkveitingarinnar.
Öðrum umsóknum er hafnað.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
33. Lagður fram árshlutareikningur Reykjavíkurborgar fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2013.
Halldóra Káradóttir, Gísli H. Guðmundsson og Sigrún Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
- Kl. 12.48 víkja Kjartan Magnússon og Sóley Tómasdóttir af fundinum. R13080046
Borgarráðsfulltrúar Besta flokksins og Samfylkingarinnar leggja fram svohljóðandi bókun:
Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingarinnar þakkar starfsfólki Reykjavíkurborgar, fagsviðum og stofnunum, forystu og starfsfólki Orkuveitu Reykjavíkur og annara B-hlutafyrirtækja fyrir góðan árangur við fjármálastjórn og aðhald í öllum rekstri við erfiðar aðstæður. Það hafa allir lagt sitt lóð á vogarskálarnar og í sameiningu hefur tekist að gera fjárhag samstæðu Reykjavíkurborgar stöðugan eins og endurspeglast skýrt í sex mánaða uppgjöri Reykjavíkurborgar.
34. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra, dags. 28. ágúst 2013:
Lagt er til að borgarráð samþykki að veita Bókmenntaborginni Reykjavík 2 m.kr. vegna aðkomu að heimsþingi PEN samtakanna. Fjármagnið verði fært af ófyrirséðu, kostnaðarstað 09205.
Greinargerð fylgir tillögunni. R09040074
Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sitja hjá við afgreiðslu málsins.
Fundi slitið kl. 13.00
Dagur B. Eggertsson
Einar Örn Benediktsson Elsa Hrafnhildur Yeoman
Júlíus Vífill Ingvarsson Oddný Sturludóttir