No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2012, fimmtudaginn 26. apríl, var haldinn 5214. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.00. Viðstaddir voru: Björk Vilhelmsdóttir, Dagur B. Eggertsson, Elsa Hrafnhildur Yeoman, Óttarr Ólafur Proppé og Sóley Tómasdóttir.
Fundarritari var Helga B. Laxdal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð endurskoðunarnefndar frá 18. apríl. R12020166
2. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 12. apríl. R12010008
3. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Breiðholts frá 12. apríl. R12010010
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Háaleitis og Bústaða frá 16. apríl. R12010013
5. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 16. apríl. R12010014
6. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 12. apríl. R12010015
7. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Laugardals frá 2. apríl. R12010016
8. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 18. apríl. R12010019
9. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 25. apríl. R12010027
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
10. Lagðar fram fundargerðir stjórnar Sorpu bs. frá 12. og 16. apríl. R12010029
11. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls14 mál. R12030114
12. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir veitinga- og gististaða sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R12040001
13. Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir til borgarráðs vegna ársins 2012, dags. 26. þ.m. R11070040
Samþykkt að veita eftirtalda styrki:
List án landamæra kr. 100 þús.
Hjólafærni kr. 200 þús.
Kristínarhús 1 m.kr.
Borgarfulltrúi Vinstri grænna vék af fundi við afgreiðslu um Kristínarhús.
14. Lagður fram úrskurður yfirfasteignamatsnefndar innanríkisráðuneytisins í máli nr. 4/2012 um fasteignagjöld fyrir fasteignina D-tröð 8. Jafnframt lagt fram bréf fjármálaskrifstofu frá 24. þ.m. R12020078
15. Lagt fram bréf Persónuverndar frá 17. þm. varðandi skráningu persónuupplýsinga og viðhorf á Betri Reykjavík. R11110076
- Kl. 9.10 taka Hanna Birna Kristjánsdóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson sæti á fundi.
16. Lögð fram umsögn umhverfis- og samgöngusviðs frá 16. þ.m. um breytingar á gjaldskyldu og gjaldskrá á gjaldsvæðum 1-3 og 2 og 4., sbr. einnig umsögn stjórnar Miðborgarinnar okkar frá 5. f.m. um erindi umhverfis- og samgöngussviðs frá 15. febrúar. R10050094
Samþykkt með 4 atkvæðum. Borgarráðsfulltúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna sitja hjá við afgreiðslu málsins og vísa til bókana í umhverfis- og samgönguráði.
17. Lagt fram bréf innri endurskoðanda frá 23. þ.m. varðandi eftirfylgni með áhættumatsúttekt fjármálaskrifstofu. R10110043
Borgarráð felur fjármálaskrifstofu að gera drög að heildarstefnumörkun um fjármálastjórnun Reykjavíkurborgar og leggja þau fyrir borgarráð fyrir lok ágúst 2012. Stefnt verði að því að afgreiða heildarstefnumörkun borgarinnar í þessum efnum samhliða afgreiðslu fjárhagsáætlunar 2013 og fimm ára áætlunar 2013-2017. Þá felur borgarráð fjármálaskrifstofu að gera tillögur um endurbætur á stjórnendaupplýsingum og leggja fyrir borgarráð fyrir lok ágúst 2012.
18. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. ásamt húsaleigusamningi um gæsluvallahús að Njálsgötu 89. R12030026
Samþykkt.
19. Lögð fram umsögn sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 11. þ.m. um hugmynd af samráðsvefnum Betri Reykjavík um göngubrú frá Seláshverfi yfir í Norðlingaholt. R12040003
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. ásamt leigusamningum fyrir eyjar á Kollafirði vegna ársins 2012. R12010138
Samþykkt.
21. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. ásamt húsaleigusamningi fyrir frístundaheimili að Stakkahlíð 1. R10100012
Samþykkt.
22. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. varðandi átaksverkefni um sundlaugarmannvirki. Heildarkostnaður ársins 2012 er áætlaður 500 m.kr. sem færist á kostnaðarstaði 1105 og 7102. R12030102
Samþykkt.
23. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. ásamt leigusamningi við heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins um leigu á hluta húsnæðis að Álfabakka 16. R12020080
Samþykkt.
24. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. varðandi göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaárósa. R11100289
25. Lagt fram bréf sviðsstjóra framkvæmda- og eignasviðs frá 20. þ.m. ásamt húsaleigusamningi um Hlaðhamra 52. R12040067
Samþykkt.
26. Fram fer kynning á torgum í biðstöðu. R10100011
27. Lögð fram svohljóðandi tillaga borgarstjóra frá 24. þ.m.:
Borgarráð samþykkir að greiða áætlað framlag vegna þjónustusamninga við tónlistarskóla þann 30. apríl nk. þrátt fyrir að þjónustusamningar liggi ekki enn fyrir. Borgarráð samþykkir jafnframt að greiða sérstaklega Söngskólanum í Reykjavík fyrirfram 3 m.kr. og Tónlistarskólanum í Reykjavík 5 m.kr. til að þessir skólar geti haldið áfram óbreyttri starfsemi sinni. Þessar greiðslur teljast fyrirframgreiðslur upp í væntanlega þjónustusamninga.
Greinargerð fylgir tillögunni. R11060115
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
28. Lagt fram bréf borgarstjóra frá 24. þ.m. um heimild til fjármálastjóra til að undirbúa á grundvelli samþykktar fjárhagsáætlunar 2012 frá 6. desember 2011 lántökur á árinu 2012 fyrir allt að 6.230 milljónum króna. Heimildin nær til þess að undirbúa lántökur með útboði skuldabréfa í skuldabréfaflokki Reykjavíkurborgar RVK 09 1 eða úr nýjum skuldabréfaflokki RVK 19 1. R11060068
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
29. Lagt fram bréf fjármálastjóra og fjárstýringarhóps frá 25. þ.m. þar sem lagt er til að fyrirliggjandi tilboði í skuldabréf borgarsjóðs RVK 09 01 að nafnverði 450 m.kr. á ávöxtunarkröfunni 3,45#PR verði tekið. R11060068
Samþykkt með 4 samhljóða atkvæðum.
30. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 20. þ.m. ásamt drögum að þjónustusamningi milli Námsflokka Reykjavíkur og Fjölmenntar. R12040060
Samþykkt.
31. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 18. s.m., um tímabundna námsaðstöðu fyrir nemendur Breiðagerðisskóla. R12040061
Samþykkt.
32. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs frá 18. s.m., um flutning sérdeildar í Hamraskóla fyrir nemendur með einhverfu, Hamraseturs, yfir í Foldaskóla. R12040066
Samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks vísa til bókana í skóla- og frístundaráði.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar vísa einnig til bókana í skóla- og frístundaráði.
33. Lagt fram bréf staðgengils sviðsstjóra skóla- og frístundasviðs frá 20. þ.m., sbr. samþykkt skóla- og frístundaráðs 18. s.m., um flutning aðalaðstöðu skólahljómsveitar Grafarvogs úr Foldaskóla í Húsaskóla. R12040065
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá.
34. Lagt fram minnisblað Strætó bs. frá 22. þ.m. um aukningu á leiðaþjónustu hjá Stætó bs. R11070014
Vísað til umhverfis- og samgönguráðs.
35. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs s.d., um tillögu að breytingu á svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins vegna byggðasvæðis 5. R11010188
Samþykkt. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks sitja hjá og vísa til bókana í skipulagsráði.
36. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. s.m., um breytingu á deiliskipulagi að Rafstöðvarvegi 9 og 9A. R12010188
Samþykkt með 6 atkvæðum gegn 1.
37. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 12. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 11. sm., breyting á deiliskipulagi Vesturvallareits. R11040066
Samþykkt.
- Kl. 10.28 víkur Björk Vilhelmsdóttir af fundi og Hjálmar Sveinsson tekur þar sæti.
38. Lagt er til að Dagur B. Eggertsson taki sæti í stjórnkerfisnefnd í stað Oddnýjar Sturludóttur og verði jafnframt formaður nefndarinnar. R10060061
Samþykkt.
39. Lagt fram bréf borgarritara, dags. í dag, ásamt tillögu um nýtt umhverfis- og skipulagssvið og nýja skrifstofu eigna og atvinnuþróunar. Jafnframt lagt fram bréf borgarritara frá 25. þ.m. með tillögu um breytt skipurit fyrir miðlæga stjórnsýslu hjá Reykjavíkurborg. Einnig er lagt fram bréf borgarritara, dags. í dag, með tillögu um að stofnað verði embætti umboðsmanns borgarbúa. R12030116
Vísað til stjórnkerfisnefndar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks og Vinstri grænna óska bókað:
Hjá núverandi meirihluta er það orðin regla að stórar ákvarðanir séu teknar án nokkurs samráðs við íbúa, starfsfólk eða kjörna fulltrúa. Þessi vinnubrögð þekkja íbúar úr skólastarfi, starfsfólk úr vinnu vegna hagræðingar og í borgarstjórn hefur samstarf eða vilji til sameiginlegrar niðurstöðu aldrei verið minni. Það skrifast alfarið og einungis á núverandi meirihluta, sem í byrjun skýrði ólýðræðisleg vinnubrögð sín með reynsluleysi en getur nú þegar kjörtímabilið er hálfnað ekki skýrst af neinu öðru en viljaleysi. Nú eru lagðar fram í borgarráði tillögur að breytingum á stjórnkerfi borgarinnar, án þess að þær tillögur hafi fengið eðlilega umfjöllun í fagráðum, borgarráði eða stjórnkerfisnefnd sem hefur það hlutverk að undirbúa slíkar breytingar. Sú nefnd hefur ekki verið boðuð til fundar frá því í desember, eða fjóra mánuði, en á sama tíma hefur meirihlutinn unnið þessar tillögur án aðkomu frá kjörnum fulltrúum minnihlutans. Þannig hefur meirihlutinn bæði vikið frá þeim ákvæðum í samþykktum borgarinnar sem fjalla um verkefni stjórnkerfisnefndar og frá því farsæla vinnulagi að fulltrúar allra flokka eigi aðkomu að breytingu á stjórnkerfi borgarinnar. Hvað varðar þær tillögur sem nú hafa verið lagðar fram, eru fulltrúar minnihlutans fyrst að sjá þær nú og geta því ekki tjáð sig um þær efnislega. Óljóst er hvort nokkur fjárhagslegur ávinningur hlýst af þessum breytingum, en frekari upplýsinga um það og aðra hagræðingu verður óskað á vettvangi stjórnkerfisnefndar. Sú þróun sem orðin er að venju á vettvangi borgarstjórnar er slæm fyrir lýðræðið, slæm fyrir íbúa og slæm fyrir Reykjavík. Sá endalausi afsláttur sem gefinn er á lýðræðislegum vinnubrögðum á vettvangi borgarstjórnar er alfarið á ábyrgð meirihlutans, en skaðar hagsmuni borgarbúa og stjórnmálin almennt.
Borgarráðsfulltrúar Besta flokks og Samfylkingar óska bókað:
Lengi hefur verið kallað eftir breytingum á stjórnkerfi miðlægrar stjórnsýslu og hinna svokölluðu hörðu sviða á vettvangi borgarstjórnar. Stjórnkerfisnefnd hefur fjallað um þau mál reglulega frá upphafi kjörtímabilsins. Þann 4. nóvember 2010 var bókað í borgarráði eftirfarandi: Borgarráð óskar eftir því að jafnframt verði tækifæri til samrekstrar og/eða sameiningar greind gagnvart umhverfis- og samgöngusviði, framkvæmda- og eignasviði, skipulags- og byggingarsviði, velferðarsviði og menningar- og ferðamálasviði, auk miðlægrar stjórnsýslu. Þegar stofnað var til embættis borgarritara á haustmánuðum 2011 var eitt af skilgreindum hlutverkum embættisins að hafa forystu um endurskipulagningu miðlægrar stjórnsýslu með það í huga að einfalda og efla miðlæga stjórnsýslu, sameina skrifstofur og ná fram hagræðingu. Framvinda þeirrar vinnu hefur verið kynnt á vettvangi stjórnkerfisnefndar. Stýrihópur um endurskipulagningu framkvæmda- og eignasviðs, skipulags- og byggingasviðs og umhverfis- og samgöngusviðs Reykjavíkurborgar var skipaður af borgarstjóra 18. ágúst 2011. Síðan þá hefur verið unnið að undirbúningi tillögunnar. Stjórnkerfisnefnd hefur verið gerð grein fyrir að þessi vinna sé í gangi. Þá hafa starfsmenn verið upplýstir um vinnuna og hafa fengið tækifæri til að koma að henni m.a. á svokölluðm Heimskaffisfundum sl. haust. Meirihluti Besta flokksins og Samfylkingar er fullviss um að með því að samþykkja fyrirliggjandi tillögur muni þjónusta við borgarbúa verða enn betri en nú er.
40. Rætt um ársreikning Reykjavíkruborgar fyrir árið 2011. R12030043
41. Lögð fram tillaga fjármálastjóra að endurskoðun á innheimtureglum Reykjavíkurborgar, dags. 5. f.m. Jafnframt lögð fram umsögn innri endurskoðanda frá 10. f.m. R11090110
Frestað.
Fundi slitið kl. 12.40
Dagur B. Eggertsson
Elsa Hrafnhildur Yeoman Hanna Birna Kristjánsdóttir
Hjálmar Sveinsson Júlíus Vífill Ingvarsson
Óttarr Ólafur Proppé Sóley Tómasdóttir