No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 14. ágúst, var haldinn 5037. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.40. Viðstaddir voru Dagur B. Eggertsson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Kjartan Magnússon, Óskar Bergsson, Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson og Þorleifur Gunnlaugsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð heilbrigðisnefndar frá 7. ágúst. R08030050
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Kjalarness frá 16. júlí. R08010013
3. Lögð fram fundargerð innkauparáðs frá 12. ágúst. R08010017
4. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 13. ágúst. R08010024
5. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál. R08070086
- Kl. 9.50 tekur Jórunn Frímannsdóttir sæti á fundinum.
6. Lagt fram svar borgarstjóra frá 12. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks um tilboð í uppbyggingu Sæmundarskóla, sbr. 27. lið fundargerðar borgarráðs frá 7. s.m. R08050003
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokks óskar bókað:
Í svari til borgarráðs vegna útboðs um byggingu Sæmundarskóla kemur fram að samkvæmt lögum eru forsendur fyrir vali tilboðs annað hvort lægsta verð eða fjárhagsleg hagkvæmni frá sjónarhóli kaupanda. Í umræddu tilviki, Sæmundarskóla, kemur í ljós að forsögn í útboðslýsingu tekur mið af lægsta verði en ekki hagstæðasta tilboði. Þetta er mjög bagalegt í ljósi þess að mjög lítill munur var á milli lægsta og næstlægsta tilboðs og álitamál hvort lægsta tilboðið er hagstæðast. Þessi forsenda í útboðslýsingu vekur upp spurningar um það hvort stjórnkerfi Reykjavíkurborgar hefur þróast með þeim hætti að starfsmenn og sérfræðingar borgarinnar séu settir í þá stöðu að taka ákvarðanir án skýrrar stefnumótunar frá kjörnum fulltrúum.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Opinber innkaup eru fyrst og fremst faglegs og tæknilegs eðlis. Borgarráðsfulltrúi Óskar Bergsson virðist telja að kall eftir hagstæðasta tilboði í stað lægsta í krónutölum gefi pólitískum fulltrúum færi á að beita huglægu mati. Slíkt myndi valda réttaróvissu varðandi mat og niðurstöðu tilboða sem væri algjörlega ólíðandi. Í þessu tilviki var lægsta og jafnframt hagstæðasta tilboði tekið.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokks óskar bókað:
Það er ekki meiningin að kjörnir fulltrúar eigi að vega og meta einstök tilboð eins og skilja má í bókun sjálfstæðismanna, heldur hitt að skýr stefnumörkun liggi fyrir í gerð útboðsgagna á vegum Reykjavíkurborgar.
7. Lagt fram að nýju bréf Samtaka iðnaðarins frá 10. f.m. þar sem óskað er eftir að verksamningar Reykjavíkurborgar til lengri tíma en þriggja mánaða verði verðbættir. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn fjármálastjóra frá 6. þ.m., þar sem lagst er gegn því að orðið verði við erindinu. R08070059
Umsögn fjármálastjóra samþykkt með 6 samhljóða atkvæðum.
Borgarráðsfulltrúi Framsóknarflokks situr hjá við afgreiðslu málsins.
8. Lagt fram bréf Ástu Kristrúnar Ragnarsdóttur frá 14. f.m., þar sem óskað er eftir samstarfi við Reykjavíkurborg um átak í heimnámi og rekstur heimanámsstofu. R08080003
Vísað til umsagnar velferðarráðs, menntaráðs og íþrótta- og tómstundaráðs.
9. Kynnt er dagskrá Menningarnætur 23. ágúst nk. R08040013
10. Lagt fram bréf sendiherra á viðskiptasviði utanríkisráðuneytisins frá 11. þ.m. þar sem óskað er eftir þátttöku Reykjavíkurborgar í heimssýningunni í Kína 2010. Jafnframt lögð fram umsögn sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs, dags. 13. s.m.
Frestað. R07080120
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m. um breytingu á samþykkt fyrir framkvæmda- og eignaráð. R07120054
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf formanns hverfisráðs Vesturbæjar frá 8. þ.m. varðandi uppsetningu knattspyrnumarka á útivistarsvæði við Bauganes. Jafnframt lagt fram bréf Jens Péturs Jensen frá 12. s.m. varðandi málið. Þá er lagt fram afrit kæru Ingileifar Thorlacius til úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála, dags. 25. f.m. R08070024
Vísað til garðyrkjustjóra.
13. Lögð fram áskorun stúdentaráðs Háskóla Íslands varðandi hugsanlegan niðurskurð á þjónustu Strætó bs., dags. í dag. R08070068
Borgarráðsfulltrúi Samfylkingar óskar eftir því að upplýsingar um stöðu málsins verði lagðar fram á næsta fundi borgarráðs.
Fundi slitið kl. 11.10
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Dagur B. Eggertsson Jórunn Frímannsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Kjartan Magnússon
Óskar Bergsson Þorleifur Gunnlaugsson