No translated content text
Borgarráð
B O R G A R R Á Ð
Ár 2008, fimmtudaginn 26. júní, var haldinn 5032. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 9.35. Viðstödd voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Jórunn Frímannsdóttir, Kjartan Magnússon, Margrét K. Sverrisdóttir, Sif Sigfúsdóttir, Svandís Svavarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Grafarvogs frá 19. júní. R08010009
2. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Vesturbæjar frá 19. júní. R08010016
3. Lagðar fram fundargerðir innkauparáðs frá 10. og 24. júní. R08010017
4. Lagðar fram fundargerðir mannréttindaráðs frá 10. og 24. júní. R08010020
5. Lagðar fram tvær fundargerðir menningar- og ferðamálaráðs frá 18. júní. R08010021
6. Lögð fram fundargerð menntaráðs frá 18. júní. R08010022
7. Lögð fram afgreiðslufundargerð byggingarfulltrúa frá 24. júní. R08010024
Samþykkt.
8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 1 mál. R08050125
9. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi Langholtsvegar og Drekavogs. R08060081
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðar nr. 8 við Hyrjarhöfða. R08060082
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðar nr. 10 við Grjótháls. R06060091
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 18. s.m., um auglýsingu á tillögu að breyttu deiliskipulagi á lóð Árbæjarkirkju. R08060083
Samþykkt.
13. Lögð fram að nýju samþykkt hverfisráðs Breiðholts varðandi félagsstarf eldri borgara í Gerðubergi frá 7. f.m., sbr. 16. lið fundargerðar borgarráðs frá 22. s.m., ásamt bréfi sviðsstjóra velferðarsviðs frá 15. s.m., sbr. samþykkt velferðarráðs 14. s.m. Jafnframt lagðar fram umsagnir velferðarráðs frá 11. þ.m., sbr. bréf sviðsstjóra velferðarsviðs frá 13. s.m., og menningar- og ferðamálaráðs frá 18. s.m., sbr. bréf skrifstofustjóra menningar- og ferðamálasviðs frá 19. s.m. R08050071
Vísað til meðferðar sviðsstjóra menningar- og ferðamálasviðs og velferðarsviðs.
14. Lögð fram stöðuskýrsla aðgerðarhóps um Miðborg Reykjavíkur, dags. í júní 2008. R08040020
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar og Margrét Sverrisdóttir leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í aðgerðaráætlun um málefni Miðborgarinnar sem lögð er fram nú á fundinum er meðal annars gert ráð fyrir stórátaki í hreinsun og fegrun Miðborgar Reykjavíkur í samstarfi lykilsviða við rekstraraðila, Íbúasamtök Miðborgar og framkvæmdastjóra miðborgarmála. Af því tilefni er óskað upplýsinga um þau bréf sem íbúum hafa verið send þar sem þeim hefur verið gert að mála, slá og þrífa umhverfis hús sín og einnig um það hverjar þær réttarheimildir eru sem slíkar bréfaskriftir byggja á. Jafnframt er óskað upplýsinga um verklag og samskipti við íbúa þar sem veggir í einkaeigu hafa verið málaðir. Hefur eigendum og íbúum verið gert viðvart um aðgerðirnar fyrirfram eða samráð verið haft um verkið? Líkt og í hinu tilvikinu er óskað upplýsinga um réttarheimildir sem umrædd ákvörðun hvílir á.
15. Lagður fram ársreikningur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins bs. fyrir árið 2007. R08020131
16. Lagður fram ársreikningur Malbikunarstöðvarinnar Höfða hf. fyrir árið 2007. R08010197
17. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar, dags. í dag, yfir umsagnir um rekstrarleyfisumsóknir þriggja veitinga- og gististaða, sem veittar hafa verið skv. heimild í viðauka 2.1 við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar nr. 1200/2007. R08060001
18. Lagt fram svar borgarstjóra frá 23. þ.m. við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, Samfylkingar og Framsóknarflokks um kostnað við hreinsunarátak í Miðborginni, sbr. 48. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. s.m. R07060059
19. Lagt fram samkomulag Reykjavíkurborgar og sóknarnefndar Hallgrímskirkju frá 9. október 2007 varðandi styrk til viðgerða á turni Hallgrímskirkju, ásamt bréfi fjármálastjóra, dags. 24. þ.m. R08060092
Samþykkt.
20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 24. þ.m. varðandi afsal fasteignarinnar að Garðastræti 23 til Minjaverndar hf. R07030054
Samþykkt.
21. Lagt fram minnisblað borgarhagfræðings frá 23. þ.m. varðandi forsendur fjárhagsáætlunar 2009 og 3ja ára áætlunar 2010-2012. R07120010
Bókun borgarráðs:
Borgarráð lýsir áhyggjum yfir breyttum efnahagshorfum sem þegar hafa haft mikil áhrif á verðbólgu og atvinnuástand og munu auka útgjöld borgarinnar og lækka tekjur. Mikilvægt er nú að fara vel yfir allar áætlanir borgarinnar í þessu ljósi til að geta mætt þessum breyttu aðstæðum.
Fjármálaskrifstofa hefur undanfarið rýnt áhrif þessara breyttu aðstæðna, m.a. á fundum með sviðsstjórum, í því skyni að undirbúa tillögu um viðbrögð á þessu ári.
22. Lögð fram skýrsla starfshóps um bætt öryggi á og við skemmtistaði, ódags.
Vísað til átakshóps í málefnum Miðborgar. R07120096
Bókun borgarráðs:
Borgarráð fagnar framlögðum tillögum starfshóps um öryggismál á og við skemmtistaði borgarinnar. Um er að ræða hagnýtar tillögur til úrbóta sem ætlað er að sporna við kynferðisofbeldi og öðru ofbeldi á þessum vettvangi. Borgarráð telur brýnt að koma tillögunum til framkvæmda og væntir góðs af því að þar með verði stuðlað að auknu öryggi í Miðborg Reykjavíkur.
23. Lögð fram greinargerð fjármálastjóra, borgarlögmanns, framkvæmdastjóra ÍTR og skipulagsstjóra frá 24. þ.m. um samninga Reykjavíkurborgar við Knattspyrnufélagið Val og Valsmenn hf. vegna Hlíðarendasvæðisins. R05060067
Borgarlögmanni er falið að ganga til samninga við aðila á grundvelli tillagna í greinargerðinni.
24. Lagt fram minnisblað innri endurskoðanda, ódags., varðandi tilhögun á kynningu niðurstöðu stjórnsýsluúttektar innri endurskoðunar á Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt. R08060093
25. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. varðandi eignfærslu fasteignanna að Laugavegi 4 og 6 hjá eignasjóði. R07080072
Samþykkt.
26. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. varðandi eignfærslu framkvæmda við stúku Laugardalsvallar hjá eignasjóði. R08020127
Samþykkt.
27. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. varðandi eignfærslu fasteignarinnar að Lækjargötu 2 hjá eignasjóði. R08040095
Samþykkt.
- Kl. 12.00 víkur Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.
28. Lögð fram að nýju greinargerð innri endurskoðunar, dags. 10. þ.m., um rekstur búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi á vegum velferðarsviðs, ásamt tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna, sbr. 45. lið fundargerðar borgarráðs frá 19. s.m. Jafnframt lagt fram svar innri endurskoðanda við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um málið, dags. 24. s.m. Þá eru lagðar fram yfirlýsingar forsvarsmanna Heilsuverndarstöðvarinnar ehf. og Hags ehf. frá 25. þ.m. R08060047
Tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna vísað frá með 4 atkvæðum gegn 2.
Borgarstjóri og borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ekkert hefur komið fram um að ákvörðun velferðarráðs frá 9. apríl, þar sem samþykkt var samhljóða að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina um opnun búsetuúrræðis með félagslegum stuðningi, hafi ekki verið byggð á faglegum rökum. Yfirlýsing frá Heilsuverndarstöðinni liggur nú fyrir varðandi húsnæði fyrir heimilið, húsnæðið stendur til boða eins og áður og verður afhent á réttum tíma. Samningagerð við Heilsuverndarstöðina hefur nú tafist og þar af leiðandi allur undirbúningur að opnun heimilisins. Það er brýn þörf á að hraða opnun heimilisins eins og mögulegt er en það mun leysa búsetuvanda 20 einstaklinga. Það er ábyrgðarhlutur að fara fram með mál með þeim hætti sem gert hefur verið án þess að fyrir því liggi góð og gild rök. Ekki hefur verið sýnt fram á annað en að velferðarsvið hafi unnið málið faglega og gætt í því sambandi hagsmuna borgarinnar og þeirra einstaklinga sem bíða þjónustunnar.
Borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna óskar bókað:
Ljóst er að með því að ganga til samninga við aðila um búsetuúrræði þrátt fyrir umtalsvert hærra verð en sá aðili sem lægst bauð og hefur óumdeilanlega gríðarlega reynslu á sviðinu er verið að forgangsraða á pólitískum forsendum. Röksemdir velferðarráðs um að dreifa beri samningum við þriðja aðila geta ekki réttlætt svo umfangsmikil fjárútlát. Slíkt er í fyrsta lagi pólitísk ákvörðun sem ekki hefur verið rædd á vettvangi borgarráðs eða borgarstjórnar og áhöld um að slíkar áherslubreytingar séu eða eigi að vera á borði fagráðs með þessum hætti. Að öllu sögðu fullyrðir borgarráðsfulltrúi Vinstri grænna að sú ákvörðun að ganga til samninga við Heilsuverndarstöðina/Alhjúkrun um þessa þjónustu sé pólitísk ákvörðun sem í grunninn snúist um að hygla einkaaðilum á kostnað almennings og félagasamtaka.
Fundi slitið kl. 12.30
Kjartan Magnússon
Björk Vilhelmsdóttir Jórunn Frímannsdóttir
Margrét K. Sverrisdóttir Ólafur F. Magnússon
Sif Sigfúsdóttir Svandís Svavarsdóttir