No translated content text
Borgarráð
BORGARRÁÐ
Ár 2007, fimmtudaginn 21. júní, var haldinn 4987. fundur s. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 09.35. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Björk Vilhelmsdóttir, Björn Ingi Hrafnsson, Dagur B. Eggertsson, Hanna Birna Kristjánsdóttir, Kjartan Magnússon og Svandís Svavarsdóttir. Jafnframt sat fundinn Margrét K. Sverrisdóttir.
Fundarritari var Ólafur Kr. Hjörleifsson.
Þetta gerðist:
1. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. 20. þ.m., um kosningu sjö borgarráðsfulltrúa til eins árs og sjö til vara á fundi borgarstjórnar 19. s.m. R06060045
2. Kosning formanns borgarráðs. R06060045
Björn Ingi Hrafnsson kosinn formaður borgarráðs til eins árs með 4 samhljóða atkvæðum.
Hanna Birna Kristjánsdóttir kosin varaformaður borgarráðs til eins árs með 4 samhljóða atkvæðum.
3. Lögð fram fundargerð framkvæmdaráðs frá 11. júní. R07010005
4. Lögð fram fundargerð hverfisráðs Hlíða frá 11. júní. R07010012
5. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 15. júní. R07010018
6. Lögð fram fundargerð skipulagsráðs frá 20. júní. R07010025
B-hluti fundargerðarinnar samþykktur.
7. Lögð fram fundargerð umhverfisráðs frá 11. júní. R07010032
8. Lögð fram fundargerð velferðarráðs frá 13. júní. R07010035
9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál. R07060008
10. Lagt fram yfirlit stjórnsýslu- og starfsmannasviðs yfir embættisafgreiðslur umsókna um áfengisveitingaleyfi, dags. í dag, alls 4 mál. R07010077
- Kl. 9.45 tekur Gísli Marteinn Baldursson sæti á fundinum.
11. Lagt fram bréf forstjóra Orkuveitu Reykjavíkur frá 18. þ.m. varðandi samning Orkuveitunnar og Norðuráls Helguvíkur sf. um sölu rafmagns til álvers í Helguvík, dags. 7. s.m. R07060089
Borgarráðsfulltrúar Vinstri grænna og Samfylkingar og áheyrnarfulltrúi F-lista leggja fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir í krafti eignarhalds og í ljósi breyttra forsendna að beina þeim tilmælum til stjórnar Orkuveitu Reykjavíkur að aflétta með formlegum hætti leynd þeirri sem nú hvílir á raforkuverði í fyrirliggjandi samningi milli Norðuráls og Orkuveitunnar. Engin rök mæla með leyndinni og brýnt að almenningur, eigendur Orkuveitu Reykjavíkur, sé upplýstur um verðið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi frávísunartillögu:
Við tökum undir þá skoðun borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur að til lengri tíma væri skynsamlegra að aflétta leynd af raforkuverði til stóriðju, m.a. til að koma í veg fyrir rangtúlkanir og misskilning sem borið hefur á í umræðunni. Í þessu tilfelli hefur samningsaðili OR óskað eftir því að farið verði með raforkuverðið sem trúnaðarmál og við því verður orðið.
Frávísunartillaga borgarráðsfulltrúa Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks samþykkt með 4 atkvæðum gegn 3, og er tillögu borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna og Samfylkingar og áheyrnarfulltrúa F-lista því vísað frá.
Málinu frestað að öðru leyti.
12. Lögð fram bréf aðstoðarforstjóra Orkuveitu Reykjavíkur, dags. 15. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Orkuveitunnar s.d., þar sem óskað er heimildar Reykjavíkurborgar til lántöku hjá Social Development Bank in Europe og European Investment Bank vegna fjármögnunar á 2., 3. og 4. áfanga Hellisheiðarvirkjunar, samtals að fjárhæð um 28 milljarðar íslenskra króna. R04100301
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs frá 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Laugardals vegna byggingar á tveimur sex íbúða fjölbýlishúsum á tveimur hæðum við Holtaveg. R06120106
Samþykkt.
14. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að deiliskipulagi hluta Hólmsheiðar vegna stækkunar á losunarsvæði fyrir jarðveg ásamt framlengingu á Reynisvatnsvegi. R07060084
Samþykkt.
15. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.2, sem afmarkast af Frakkastíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. R07020162
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um tillögu að deiliskipulagi Njálsgötureits 1.190.3., sem afmarkast af Barónsstíg, Bergþórugötu, Vitastíg og Njálsgötu. R07020162
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf skipulags- og byggingarsviðs frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 13. s.m., um auglýsingu á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Ármannsreits vegna Sóltúns 2-4. R04100095
Samþykkt.
18. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 7. þ.m., sbr. samþykkt skipulagsráðs 6. s.m., um tillögu að breytingu á deiliskipulagi athafnasvæðis Halla, austan Vesturlandsvegar. R06080076
Samþykkt.
19. Lagður fram dómur Héraðsdóms Reykjavíkur í máli nr. E-2444/2006, Haraldur Sigþórsson gegn Átt-kaup ehf. og Reykjavíkurborg. R06040094
20. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um auglýsingu á starfi sviðsstjóra umhverfissviðs, sbr. 29. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R07060017
21. Lagt fram svar borgarstjóra, dags. 19. þ.m., við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Samfylkingar um kynferði þeirra sem gegna stöðum í skipuriti Reykjavíkurborgar, sbr. 19. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R07060017
Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna óska bókað:
Við blasir að kúvending hefur orðið í stjórnunarstöðum í Reykjavíkurborg á kostnað kvenna. Það var sérstakt viðfangsefni í tíð Reykjavíkurlistans að fjölga konum í stjórnunarstöðum þar sem það er hlutverk stjórnvalda að jafna hlut kynjanna á sem flestum sviðum. Svo virðist sem hér hafi orðið stefnubreyting, staða karla hefur aftur eflst á kostnað kvennanna. Fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna lýsa miklum áhyggjum af þeirri stöðu sem endurspeglast í minnkandi hlut kvenna í stjórnunarstöðum hjá borginni.
Borgarráðsfulltrúar Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks óska bókað:
Ráðnir embættismenn sem spurt er um eru 11, af þeim eru 5 konur og 6 karlar. Þar að auki er settur sviðsstjóri umhverfissviðs karl, en staðan verður auglýst innan tíðar og óhætt að fullyrða að helmingslíkur séu á því að kona hljóti starfið. Ef svo verður eru jafnmargar konur og karlar í nýjum stöðum í skipuriti Reykjavíkurborgar. Þetta hlýtur að teljast fullt jafnrétti og sætir furðu að fulltrúar Samfylkingar og Vinstri grænna skuli lýsa yfir „miklum áhyggjum#GL af þeirri stöðu.
22. Lagt fram minnisblað umhverfissviðs, dags. 20. þ.m., varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Vinstri grænna um dráp á sílamávi í Korpuhólma, sbr. 30. lið fundargerðar borgarráðs frá 14. s.m. R06010043
23. Lagt fram að nýju bréf formanns hverfisráðs Vesturbæjar og framkvæmdastjóra Þjónustumiðstöðvar Vesturbæjar frá 24. apríl sl. vegna meints ónæðis sem nágrannar verslunarinnar 10-11 við Hjarðarhaga 45-47 verða fyrir að næturlagi. Jafnframt lögð fram umsögn skrifstofustjóra lögfræðiskrifstofu frá 18. þ.m. R07040095
Vísað til skrifstofu borgarstjóra.
24. Lagt fram bréf Halldórs Guðmundssonar frá 14. þ.m., varðandi meint ónæði af breyttum opnunartíma verslunar 10-11 við Laugalæk. R07060070
Vísað til skrifstofu borgarstjóra.
25. Lögð fram að nýju tillaga borgarstjóra frá 14. þ.m., þar sem lagt er til að Kristbjörg Stephensen verði ráðin í stöðu borgarlögmanns til fimm ára frá og með 1. júlí nk. að telja.
Greinargerð fylgir tillögunni. R07060075
Samþykkt.
26. Lagðar fram að nýju tillögur og skilagrein vinnuhóps borgarstjóra um spilakassa og spilasali, dags. 8. þ.m., ásamt bréfi skrifstofustjóra borgarstjórnar, formanns hópsins, dags. s.d. R07040111
Samþykkt og vísað til frekari meðferðar borgarstjóra.
27. Lagt fram bréf stjórnanda Alþjóðlegrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík frá 12. þ.m., þar sem óskað er eftir fjárstyrk og samstarfi við að myrkva höfuðborgarsvæðið við opnun hátíðarinnar. R05080114
Synjað.
28. Lagt fram yfirlit skrifstofu borgarstjórnar frá 15. þ.m. yfir styrkumsóknir sem borist hafa borgarráði, alls 10 mál. R07010031
Samþykkt að veita eftirtalda styrki: Félagi eldri borgara 200 þkr. vegna menningarhátíðar félagsins í Borgarleikhúsinu, Foreldrafélagi Drengjakórs Reykjavíkur 300 þkr. vegna útgáfu geisladisks, Líknarfélaginu Risinu 300 þkr. vegna ritunar á 30 ára sögu félagsins og foreldrum barna í Borgaskóla 200 þkr. vegna ferðar barnanna til Noregs.
29. Lagt fram bréf dvalar- og hjúkrunarheimilisins Grundar og byggingarfélagsins Bergs ehf., dags. 5. þ.m., þar sem óskað er eftir úthlutun á nánar tilgreindri 8,4 hektara landspildu í Seláshverfi. R07060095
Vísað til umsagnar skipulagsráðs og starfshóps um búsetuúrræði eldri borgara.
30. Lagt fram bréf sviðsstjóra fjármálasviðs frá 19. þ.m. varðandi tíma og framkvæmdaáætlun við gerð fjárhagsáætlunar ársins 2008. R07060016
31. Borgarráðsfulltrúar Samfylkingar leggja fram svohljóðandi fyrirspurn:
Í tilefni frétta af frumkvæði NýOrku um vetnisknúna bílaleigubíla á næsta ári er óskað upplýsinga um hvað líði umfjöllun og afgreiðslu tillagna Samfylkingarinnar í loftslagsmálum, m.a. um vetnissamfélagið þar sem segir: „Borgarráð samþykkir að Reykjavíkurborg leggi áherslu á að vera áfram í farabroddi sem samstarfsaðili í þróun á nýjum eldsneytisgjöfum og vetnisknúnum farartækjum. Leitað verði áframhaldandi samstarfs við innlenda og erlenda aðila sem vilja vera leiðandi á þessu sviði á heimsvísu.” R04060016
Fundi slitið kl. 11.25
Björn Ingi Hrafnsson
Björk Vilhelmsdóttir Dagur B. Eggertsson
Gísli Marteinn Baldursson Hanna Birna Kristjánsdóttir
Kjartan Magnússon Svandís Svavarsdóttir