Borgarráð - Fundur nr. 4661

Ár 2000, þriðjudaginn 28. nóvember, var haldinn 4661. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar
Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson og
Steinunn Valdís Óskarsdóttir.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 22. nóvember.

2. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 21. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 24. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 22. nóvember.

5. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 22.
nóvember.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 27.
nóvember.

7. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 21. nóvember.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um
afgreiðslu erinda sem borist hafa borgarráði, alls 8 mál.

9. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 21.
þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Veitingastaðinn Húnabúð, Skeifunni 11
Hótel Borg ehf., Pósthússtræti 9-11

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

10. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og byggingarnefndar s.d. um deiliskipulag á Sólvallagötureit
og auglýsingu þar um.
Samþykkt.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi lóðar
Foldaskóla og auglýsingu þar um.
Samþykkt.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 22. þ.m., sbr. samþykkt
skipulags- og byggingarnefndar s.d. um breytingu á deiliskipulagi lóðar
nr. 10 við Fiskislóð.
Samþykkt.

13. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá
27. þ.m. varðandi heimild til útgáfu viljayfirlýsingar um
samstarfssamning við ITF Seafarers Trust um rekstur Alþjóðahúss
sem m.a. veiti erlendum sjómönnum þjónustu.

- Kl. 13.10 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.

Erindið samþykkt með 4 samhlj. atkv.

14. Lögð fram drög að skýrslu um launamun kynjanna,
jafnréttisrannsókn hjá Orkuveitu Reykjavíkur, dags. í ágúst 2000.

15. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 21. þ.m., sbr. samþykkt
stjórnarinnar s.d. varðandi undirbúningsfélag um fjarskipti og
gagnaflutninga í eigu Orkuveitu Reykjavíkur, Línu.Nets hf. og
Íslandsbanka-FBA hf.
Frestað.

16. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 21. þ.m. varðandi
samkomulag við Stangaveiðifélag Reykjavíkur um verð veiðileyfa í
Elliðaánum næsta sumar og veiðitímabil.
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 27. þ.m. um sölu á landspildu
úr landi Reykjahlíðar í Mosfellsbæ til Jóels Kr. Jóelssonar og Salome
Þorkelsdóttur.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 27. þ.m. um sölu á landspildu
úr landi Reykjahlíðar í Mosfellsbæ til Sverris Jóhannssonar og Ástu
Dóru Ingadóttur.
Samþykkt.

19. Lagt fram að nýju bréf Heilbrigðiseftirlits frá 23. f.m. um gjaldskrá
fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit, sbr. 18. lið fundargerðar
borgarráðs frá
21. þ.m.
Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Gjaldskrá fyrir mengunar- og heilbrigðiseftirlit á að vera byggð á því
að gjald sé einungis innheimt fyrir það eftirlit sem framkvæmt er og að
gjaldið megi lögum samkvæmt ekki vera hærra en sá kostnaður sem til
fellur við eftirlitið. Í því felst að gæta verður að því að umfang
eftirlitsstarfseminnar verði ekki óþarflega umfangsmikið sem hefur áhrif
á gjaldskrána til hækkunar. Hollustuháttaráð bendir á þetta í umsögn
sinni þar sem segir: "…vantar nokkuð á að fullkomin grein sé gerð
fyrir mannaflaþörf við framkvæmd eftirlitsáætlunar sem er
grundvallarþáttur við útreikning tímagjalds".
Fyrirliggjandi svör Heilbrigðiseftirlits við athugasemdum
Hollustuháttaráðs eru ófullnægjandi og nauðsynlegt er að fá fram skýr
svör.

20. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 28. þ.m. um heimild til færslu
fjárheimilda á milli kostnaðarstaða.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf fyrirtækja við Mörkina um uppsetningu jólalýsingar
á svæðinu, dags. 21. þ.m.
Borgarstjóra falið að svara erindinu.

22. Lögð fram umsókn Fulltrúaráðs Sjómannadagsins frá 23. þ.m. um
byggingarsvæði í Norðlingaholti vegna húsnæðis fyrir aldraða.
Vísað til Borgarskipulags og borgarverkfræðings.

23. Lagt fram bréf formanns Fornleifafræðingafélags Íslands frá 20.
þ.m., þar sem spurst er fyrir um fornleifarannsóknir í Aðalstræti og
Túngötu.
Jafnframt lagt fram bréf borgarritara, dags. í dag, varðandi
fyrirspurnina.

24. Lögð fram umsögn embættis borgarverkfræðings frá 23. þ.m. um
tillögu að matsáætlun vegna mislægra gatnamóta við Víkurveg.
Borgarráð samþykkir umsögnina.

25. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. um styrk til
Öryrkjabandalags Íslands til greiðslu fasteignagjalda, kr. 3.563.993.
Samþykkt.
Helgi Hjörvar vék af fundi við afgreiðslu málsins.

26. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 24. þ.m. um niðurfellingu hluta
fasteignaskatta til Styrktarfélags vangefinna.
Samþykkt.

27. Lagt fram bréf fjárhagsáætlunarfulltrúa frá 23. þ.m. varðandi erindi
sem vísað hefur verið til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m.,
sbr. samþykkt borgarráðs 24. f.m. um framlengingu leigusamnings
gróðrarstöðvarinnar Markar, Stjörnugróf 18 og að fallið verði frá
forkaupsrétti í því sambandi.
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m.
varðandi kaup á eigum Skógræktarfélags Reykjavíkur, lóðarfyrirheit til
félagsins og kaup á plöntulager.
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 27. þ.m. um
byggingu knattspyrnuhúss við Víkurveg.
Borgarstjóri lagði fram tillögu um að leið 1 í minnisblaði starfshóps um
knattspyrnuhús verði tekið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Við erum sammála um að hagstæðasta tilboði verði tekið og vísum til
fyrri afstöðu okkar vegna annarrar landnotkunar á svæðinu en
íþróttastarfsemi.

31. Afgreidd 23 útsvarsmál.

Fundi slitið kl. 15.00.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Helgi Hjörvar