Borgarráð - Fundur nr. 4647

Borgarráð

Ár 2000, þriðjudaginn 19. september, var haldinn 4647. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Hrannar Björn Arnarsson, Jóna Gróa Sigurðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 14. september.

2. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 8. september.

3. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 18. september.

4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 18. september.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 7. september.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 14. september.

7. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 14. september.

8. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 11 mál.

9. Lögð fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 15. og 18. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Mannsbar, Vegamótastíg 4 Veitingahúsið Lækjarbrekku, Bankastræti 2 Veitingastaðinn Ara í Ögri, Ingólfsstræti 3

Samþykkt.

10. Lagt fram bréf umhverfisráðuneytis frá 14. þ.m., þar sem staðfest er samþykkt um embættisafgreiðslur byggingarfulltrúans í Reykjavík.

11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m., sbr. samþykkt stjórnkerfisnefndar s.d. um samþykkt fyrir samgöngunefnd. Vísað til umsagnar stjórnar SVR og sent umferðaröryggisnefnd, borgarverkfræðingi, gatnamálastjóra, framkvæmdastjóra Bílastæðasjóðs og yfirverkfræðingi umferðardeildar til kynningar.

12. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 12. þ.m. varðandi lagaheimild til að fela félagsmálaráði verkefni borgarráðs varðandi útsvarsmál; vísað til meðferðar borgarráðs á fundi stjórnkerfisnefndar s.d. Vísað til umsagnar félagsmálaráðs og framtalsnefndar.

13. Lagt fram bréf skáksveitar M.R. frá 14. þ.m. varðandi fjárstuðning vegna þátttöku í Norðurlandamóti. Samþykktur fjárstyrkur, kr. 100.000, með 6 samhlj. atkvæðum. Borgarráð tekur fram að um er að ræða kostnað vegna skólastarfsins sem er á verksviði ríkisins.

14. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 18. þ.m. varðandi erindi Loftkastalans og Möguleikhússins um niðurfellingu fasteignaskatta, dags. 19. nóvember s.l. og 17. febrúar s.l. Borgarráð samþykkir þær tillögur sem fram koma í bréfi fjármálastjóra.

15. Rætt um auglýsingu vegna sölu hússins nr. 29A við Þingholtsstræti. Vísað til borgarlögmanns.

16. Lagður fram 24. liður fundargerðar byggingarnefndar frá 31. f.m. vegna Tungusels 9 og 11; frestað á fundi borgarstjórnar 7. þ.m. Jafnframt lagt fram að nýju bréf íbúa húsanna frá 4. s.m. varðandi málið. Borgarráð gerir ekki athugasemdir við breytingarnar í meginatriðum og vísar málinu til frekari meðferðar byggingarnefndar.

17. Borgarráð samþykkir að fela borgarstjóra í samvinnu við aðra forsvarsmenn sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu að taka upp viðræður við ríkisvaldið um málefni nýbúa og samstarf og skyldur ríkis og sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu í þeim efnum. Í þeim viðræðum verði m.a. rædd tillaga forsvarsmanna sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um að komið verði á fót Alþjóðahúsi og að ríkið verði aðili að samningi um stofnun og rekstur hússins, sbr. greinargerð starfshóps um málefni nýbúa og Alþjóðahús, dags. 11. þ.m. Ríkið ásamt sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu, Bessastaðahreppi, Garðabæ, Hafnarfirði, Kópavogi, Mosfellsbæ, Reykjavík og Seltjarnarnesi hefji undirbúning að rekstri Alþjóðahúss. Jafnframt verði leitað eftir samvinnu við Rauða kross Íslands og aðra sem að rekstrinum gætu komið. Meginviðfangsefni Alþjóðahúss verði fjölmenningarlegt starf, forvarnir og bætt og samræmd þjónusta við nýbúa/útlendinga. Ofangreindir aðilar geri með sér samning um stofnun og rekstur Alþjóðahúss. Samningur þessi verði endurskoðaður að fjórum árum liðnum. Stjórn Alþjóðahúss skipi fulltrúar þeirra sem að samningnum standa, eftir nánara samkomulagi, auk fulltrúa nýbúa/útlendinga. Stjórn skipi fimm manna framkvæmdastjórn.

18. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna Reykjavíkurborgar frá 8. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar lífeyrissjóðsins 20. júní s.l., um breytingar á 10. gr. samþykktar sjóðsins varðandi fjárfestingarstefnu. Vísað til borgarstjórnar.

19. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 28. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar s.d. um breytingar á deiliskipulagi vegna Hjarðarhaga 45, 47 og 49. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3, enda verði teknar upp viðræður við handhafa byggingarréttar um nýtingu efri hæðar hússins.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Tillaga um nýja hæð ofan á verslunarhúsnæði við Hjarðarhaga 45, 47 og 49 felur í sér verulega aukningu byggingamagns á lóðinni eða um 70%. Þetta er gert í algjörri andstöðu við íbúa á svæðinu. Það er engin forsenda verslunarreksturs á 1. hæð að byggð verði hæð ofan á húsið. Þá eru einnig miklar líkur á því að deiliskipulagstillagan uppfylli ekki skilyrði skipulags- og byggingarlaga og reglugerða. Rökstuðningur fyrir tillögunni er enginn og sú yfirlýsing um takmörkun á landnotkun við svokallaða hverfisbundna þjónustu sem til stendur að þinglýsa á 2. hæð er óskilgreind og ólíklegt að hún standist. Með hliðsjón af ofansögðu greiðum við atkvæði gegn tillögunni.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Lóðin Hjarðarhagi 45, 47 og 49 er að mörgu leyti vel fallin til uppbyggingar og ekki verður séð að rúmlega 400 fermetra hæð ofan á húsinu gangi gegn hagsmunum nágranna eða rýri með nokkrum hætti gæði þess umhverfis sem þeir búa nú við. Ljóst er að þörf er fyrir húsnæði í Vesturbænum fyrir hverfistengda þjónustu sem rekin er í þágu Vesturbæinga allra og ólíklegt að hægt sé að koma henni fyrir svo vel sé annars staðar í hverfinu. Slík þjónusta á annarri hæð hússins er að auki líkleg til að renna styrkari stoðum undir verslunarrekstur í húsinu sem hefur legið niðri alllengi.

20. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 18. þ.m. varðandi tilboð í 3. og 4. áfanga á breikkun Miklubrautar. Samþykkt að ganga til samninga við lægstbjóðendur, Braga V. Jónsson vegna 3. áfanga og Arnarverk ehf. vegna 4. áfanga.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar s.d. um lóðarafmörkun Háuhlíðar 9. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar s.d. um lóðarafmörkun vegna Mánatúns 2-6. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 18. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar s.d. um mögulega uppbyggingu á lóð Símans á Gufunesi. Samþykkt.

24. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um breytingu á deiliskipulagi vesturhluta Laugardals. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um Víkingssvæðið að Traðarlandi 1, deiliskipulag og breytingu á aðalskipulagi. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um endurnýjun á leigusamningi að Stjörnugróf 18. Frestað.

27. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um deiliskipulag Fagralundar í Fossvogsdal. Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um fjölgun íbúða að Naustabryggju 12 - 22. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. um stækkun bílskúrs og tilfærslu á byggingarreit að Skerplugötu 10. Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. þ.m. um framkvæmdaleyfi vegna bráðabirgðaframkvæmda við Reykjanesbraut, mislæg gatnamót. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt umhverfis- og heilbrigðisnefndar 14. þ.m. varðandi deiliskipulag í Vatnsendalandi í Kópavogi.

32. Lagt fram svohljóðandi svar borgarstjóra við fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 22. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m.:

Spurningu sem lýtur að ótilgreindum yfirlýsingum formanns "heilbrigðis- og umhverfisnefndar" er vandsvarað þar sem ekki er ljóst til hvaða yfirlýsingar er verið að vísa. Stefnumörkun borgarinnar í sorphirðu og sorpeyðingu má finna í umhverfisstefnu borgarinnar, starfsáætlunum hreinsunardeildar og ýmsum samþykktum nefnda og ráða. Nýjasta stefnumarkandi samþykkt borgarinnar í þessum efnum var umsögn umhverfis- og heilbrigðisnefndar um skýrslu SORPU "Vinnsla lífræns eldhúsúrgangs, nokkrar aðferðir" sem samþykkt var einróma í nefndinni þann 31. ágúst sl. og kynnt var í borgarráði þann 5. september sl. Ekki verður annað séð en að yfirlýsingar formanns umhverfis- og heilbrigðisnefndar um breytingar á sorphirðu borgarinnar séu í fullu samræmi við þær samþykktir sem gerðar hafa verið á vegum borgarinnar.

33. Fjárhagsáætlun 2001. Lögð fram tímaáætlun fyrir fundi borgarráðs vegna fjárhagsáætlunar 2001.

34. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn:

Í umsögnum Þjóðminjasafns Íslands og Árbæjarsafns er í raun lagst gegn gerð golfvallar í Viðey. Í ljósi afstöðu Þjóðminjasafns og Árbæjarsafns er óskað svara borgarstjóra um, hvert verði framhald þessa máls.

Fundi slitið kl. 14.55.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Jóna Gróa Sigurðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Hjörvar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson