Ár 2000, þriðjudaginn 18. júlí, var haldinn 4639. fundur borgarráðs.
Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00.
Viðstaddir voru Sigrún Magnúsdóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir,
Alfreð Þorsteinsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Steinunn Valdís
Óskarsdóttir og Hrannar Björn Arnarsson.
Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 13. júlí.
Samþykkt.
2. Lagðar fram fundargerðir menningarmálanefndar frá 21. júní og 7.
júlí.
3. Lagðar fram fundargerðir skipulags- og umferðarnefndar frá 6. og
10. júlí.
4. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 17. júlí.
5. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 6. júlí.
6. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um
embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.
7. Lögð fram umsókn Ísafold-Sportkaffis frá 26. f.m., þar sem farið er
fram á leyfi til sölu áfengis til kl. 04.00 aðfararnætur laugardaga,
sunnudaga og almennra frídaga. Jafnframt var lögð fram umsögn
fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um erindið.
Borgarráð samþykkir umsögnina.
- Kl. 12.20 tók Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson sæti á fundinum.
8. Lagt fram bréf FAAS, Félags áhugafólks og aðstandenda
Alzheimerssjúklinga og annarra minnissjúkra, frá 7. maí s.l., þar sem
farið er fram á styrk til greiðslu fasteignaskatts af húseign félagsins að
Austurbrún 31. Jafnframt lögð fram umsögn fjármáladeildar frá 14.
þ.m. um erindið.
Borgarráð samþykkir að veita félaginu styrk að fjárhæð kr. 46.419.
9. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 12. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. s.m. um breytingu á
deiliskipulagi við Bæjarháls/Hraunbæ og auglýsingu þar um.
Samþykkt.
10. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 12. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. s.m. um breytingu á
deiliskipulagi á vesturhluta Laugardals og auglýsingu þar um.
Samþykkt.
11. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 12. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. s.m. um breytingu á
deiliskipulagi að Skútuvogi 7-9 og auglýsingu þar um.
Samþykkt.
12. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 12. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. s.m. um stækkun á
íbúðarhóteli og breytingu á deiliskipulagi að Mörkinni 8 og auglýsingu
þar um.
Samþykkt.
13. Lagt fram bréf embættis Borgarskipulags frá 12. þ.m., sbr.
samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 10. s.m. um lóðarspildu að
Mörkinni 8.
Samþykkt með þeirri viðbót að ekki komi bætur fyrir þótt
Reykjavíkurborg afturkalli afnotaheimildina.
14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá
12. þ.m. ásamt sameiginlegri skýrslu ÍBR og ÍTR um "Skipulag
íþróttastarfs í Reykjavík á nýrri öld".
15. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 14. þ.m. varðandi
frárennslismál á Kjalarnesi.
Samþykkt.
16. Lagt fram bréf menntamálaráðuneytis frá 11. þ.m. varðandi
lóðarleigusamning við Byggingafélag námsmanna um fjölbýlishús á lóð
Sjómannaskólans við Háteigsveg. Jafnframt lagt fram bréf
skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá
17. s.m., þar sem leitað er heimildar fyrir gerð lóðarleigusamnings við
byggingafélagið að umræddri lóð.
Samþykkt.
17. Lagt fram bréf AUS, Alþjóðlegra ungmennaskipta, frá 3. þ.m.,
þar sem óskað er eftir styrk vegna ráðstefnunnar "Fordómar og
mannréttindi",
16.-31. ágúst n.k.
Samþykkt að vísa erindinu til verkefnisstjórnar um málefni nýbúa.
18. Lagt fram bréf embættis borgarverkfræðings frá 17. þ.m. varðandi
uppsetningu umferðarljósa á fjórum gatnamótum. Jafnframt lögð fram
greinargerð embættis borgarverkfræðings, dags. s.d., um arðsemismat
á uppsetningu umferðarljósa árið 2000.
Frestað.
19. Lögð fram áætlun embættis gatnamálastjóra um gatna- og
holræsaframkvæmdir 2000.
Frestað.
20. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar frá 17. þ.m. varðandi
samþykkt verkefnisstjórnar um veitingamál 10. s.m. um stefnumörkun
varðandi staðsetningu næturklúbba.
Frestað.
21. Alfreð Þorsteinsson og Steinunn Valdís Óskarsdóttir lögðu fram
eftirfarandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að skipa þriggja manna verkefnisstjórn vegna
heilsuborgarverkefnis Orkuveitu Reykjavíkur og ÍTR. Með stjórninni
starfi verkefnisstjóri og framkvæmdastjóri ÍTR. Tveir fulltrúar verði
tilnefndir af stjórn veitustofnana og einn af íþrótta- og tómstundaráði.
Þessum aðilum verði ætlað að fara yfir þær hugmyndir sem liggja fyrir
um kynningarmál, einstök verkefni og samstarf borgaryfirvalda og
atvinnulífsins varðandi heilsuborgarverkefnið. Verkefnisstjórnin skili
síðan tillögum til stjórnar veitustofnana og íþrótta- og tómstundaráðs
um framkvæmd verkefna og fjárveitingar við gerð starfsáætlunar
þessara aðila.
Samþykkt.
22. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi
fyrirspurn:
Með hliðsjón af því ástandi sem verið hefur við Tjörnina og Ráðhúsið í
sumar er óskað eftir upplýsingum um hvernig borgaryfirvöld standa að
umsjón og eftirliti með umhverfi og fuglalífi Tjarnarinnar. Í því
sambandi verði m.a. tilgreint hvernig staðið hefur verið að eyðingu
vargfugls, hreinsun Tjarnarinnar og fóðrun fugla.
23. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi
bókun:
Ljóst er að lokun hluta miðborgarinnar s.l. laugardag var ekki
nægilega vel undirbúin og greinilega ekki haft eðlilegt og æskilegt
samstarf við hagsmunaaðila á svæðinu. Mikilvægt er að borgaryfirvöld
hafi betra samráð við íbúa og þjónustuaðila á svæðinu um á hvern hátt
staðið verður að framhaldi málsins.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Undirbúningur að lokun hluta miðborgar var unninn af
framkvæmdastjóra miðborgar og Þróunarfélagi miðborgar í fullu
samkomulagi og samráði við hagsmunaaðila í miðborginni. Borgarráði
hafa ekki borist kvartanir vegna lokunar hluta miðborgar síðastliðinn
laugardag, en sjálfsagt er að skoða framhald málsins áfram.
Fundi slitið kl. 14.25.
Sigrún Magnúsdóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir Hrannar Björn Arnarsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Alfreð Þorsteinsson