Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 954

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2024, fimmtudaginn 22. febrúar kl. 09:12, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 954. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Hrönn Valdimarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Valný Aðalsteinsdóttir, Þórður Már Sigfússon og Marta María Jónsdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.

Þetta gerðist:

 1. Borgartún 34 - staðsetning ökutækjaleigu - umsagnarbeiðni - USK24010314

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2024 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 26. janúar 2024, þar sem óskað er eftir umsögn skipulagsfulltrúa um ökutækjaleigur, vegna umsóknar Jóns Kristins Björgvinssonar f.h. Green Campers ehf. um geymslustað ökutækja að Borgartúni 34. Sótt er um að leigja út allt að 10 ökutæki. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt. Samræmist ekki skipulagi sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Fylgigögn

 2. Dunhagi 18-20 - leikskóli á 1. hæð og í viðbyggingu - USK23060079

  Lagt fram minnisblað THG arkitekta f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 30. júní 2023, um að setja leikskóla á 1. hæð hússins á lóð nr. 18-20 við Dunhaga og báðar hæðir í viðbyggingu garðmegin, samkvæmt uppdrætti THG arkitekta, dags. 23. júní 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

 3. Gufunes - (fsp) áframhaldandi starfsemi Moldarblöndunar Gæðamoldar ehf. - USK23120134

  Lögð fram fyrirspurn Moldarblöndunar Gæðamoldar ehf., dags. 13. desember 2023, um áframhaldandi starfsemi á Gufunesi að hluta til eða á öllu svæðinu sem merkt er við á loftmynd.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 4. Reitur 1.133.1, Landhelgisgæslureitur - (fsp) deiliskipulag - USK24020147

  Lögð fram fyrirspurn Storðar ehf., dags. 13. febrúar 2024, um gerð deiliskipulags fyrir reit  1.133.1 Landhelgisgæslureit, sem felst í að  koma fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 5. Skipholt 22 - (fsp) gestahús - USK24010329

  Lögð fram fyrirspurn Elenu Teuffer, dags. 30. janúar 2024, ásamt greinargerð ódags., um að koma fyrir gestahúsi á lóðinni nr. 22 við Skipholt.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 6. Skipholtsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Brautarholt 22 - USK24020041

  Lögð fram fyrirspurn Skeifunnar ehf., dags. 6. febrúar 2024, ásamt bréfi Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 6. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Skipholtsreits vegna lóðarinnar nr. 22 við Brautarholt sem felst í hækkun núverandi húss um tvær hæðir, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 6. febrúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 7. Slippa- og Ellingsenreitur - Vesturbugt, Gamla höfnin - breyting á deiliskipulagi - Reitir 03 og 04 - USK23100159

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagasviðs um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits og Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar vegna reita 03 og 04. Lóðir eru aðgreindar á reitunum. Hámarks byggingamagn ofanjarðar fer úr 18.400 m2 í 18.300 m2. Leyfilegur fjöldi íbúða fer úr 170 íbúðir í 170 + 7 íbúðir fyrir búsetuúrræði og skulu 25% íbúða vera leiguíbúðir. Hæð húsa F4 hækkar úr 4 hæðum í 5 (leikskóli á þakhæð fellur niður). Raðhús R2 á reit 03 eru felld út og inngarður stækkar sem því nemur. Raðhús R2 á reit 04 breytast í fjölbýlishús. Sérafnotarými íbúða á jarðhæð verða eins og almennir skilmálar fyrir svalir, þ.e. 1,5m út fyrir byggingareit og engin takmörk eru fyrir dýpt sérafnotarýmis. Bílkjallarar aðgreindir frá hvor öðrum, minnkaðir og bilastæðum fækkað í samræmi við endurskoðað samgöngumat og skulu rúma bíla- og hjólastæði. Bílastæði á yfirborði eru á borgarlandi. Bílkjallarar ná ekki út fyrir byggingareiti. Jarðlag á almenningsrýmum ofan á bílakjallara skal vera minnst 0,6m. Öll almenn bílastæði á yfirborði og í kjallara skulu verða samnýtt og almenn bílastæði í bílakjöllurum skulu vera aðgengileg fyrir almenning með sérinngangi. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Mýragötu, gerð F5 og F6 breytast í íbúðir gerð F5a og F6a. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð suðurhliðar reits 4 breytist í íbúðarhúsnæði, þar af allt að 500 m2 ætlað fyrir fyrrgreindrar heimildar um búsetuúrræði. Viðbótarreitur fyrir djúpsorpgáma fyrir reit 07 er komið fyrir sunnan við reit 04. Sérlóð er fyrir alla djúpgáma, samkvæmt uppdráttum Alark arkitekta, dags. 16. nóvember 2023. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í september 2023. Tillagan var auglýst frá 14. desember 2023 til og með 31. janúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Katla Marín Berndsen, dags. 4. janúar 2024, Gunnar Örn Harðarson, dags. 31. janúar 2024, Eyþór Ólafsson, dags. 31. janúar 2024, Anna Eyvör Ragnarsdóttir, dags. 31. janúar 2024, Ásgeir Guðmundsson, dags. 31. janúar 2024, Matthías Þór Óskarsson, dags. 31. janúar 2024 og Guðmundur Björnsson, dags. 31. janúar 2024. Einnig er lögð fram umsögn Veitna, dags. 19. janúar 2024. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 8. Stýrimannastígur 7 - (fsp) bílastæði og bílgeymsla - USK24020043

  Lögð fram fyrirspurn Arnars Dan Kristjánssonar, dags. 6. febrúar 2024, um að gera bílastæði og bílageymslu á lóð nr. 7 við Stýrimannastíg, samkvæmt skissu, ódags. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd sem sýnir staðsetning bílskúrs.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 9. Bergstaðastræti 81 - USK23120165

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 11. janúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 9. janúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta aðkomu við einbýlishús á lóð nr. 81 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Fylgigögn

 10. Frostafold 3 - (fsp) fjölgun bílastæða - USK24010306

  Lögð fram fyrirspurn Þorgeirs Kristjáns Eybergs, dags. 29. janúar 2024, um fjölgun bílastæða á lóð nr. 3 við Frostafold. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 11. Grafarholt, svæði 3 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Jónsgeisli 89-95 - USK24020079

  Lögð fram fyrirspurn Árna Jóns Sigfússonar, dags. 7. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Grafarholts, svæðis 3 vegna lóðarinnar nr. 89-95 við Jónsgeisla sem felst í að heimilt verði að setja milliloft í byggingar, skilgreina nýja byggingarreit á baklóðum fyrir opin þök yfir geymslusvæðum og setja gróðurbelti við suður lóðarmörk, samkvæmt uppdr. Ólafs Melsted og Árna Jóns Sigfússonar, dags. 15. janúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 12. Hálsahverfi - (fsp)  breyting á deiliskipulagi - Tunguháls 6 - USK24020040

  Lögð fram fyrirspurn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 5. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 6 við Tunguháls sem felst í nýrri tengingu inn á lóðina frá Tunguhálsi, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 3. og 5. febrúar 2024. Einnig er spurt um skilgreiningu á 1. hæð sem snýr að Tunguhálsi sem aðkomuhæð og hámarks byggingarhæð.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 13. Álfabakki 2A - USK24010088

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. janúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi USK23080010 með því að gera bílakjallara og ýmsar innanhússbreytingar. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 14. Bergstaðastræti 10A - USK23080069

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta skrifstofu í 3-herbergja íbúð á 3. hæð í húsi á lóð nr. 10A við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnarskipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Fylgigögn

 15. Eiríksgata 19 - USK24010333

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 13. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi að breyta kjallara í íbúðir á lóð nr 19 við Eiríksgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024, samræmist ekki hverfisverndarákvæði aðalskipulags.

  Fylgigögn

 16. Hringbraut 116 - (fsp) rekstur gististaðar - USK24020091

  Lögð fram fyrirspurn Steindórs ehf., dags. 8. febrúar 2024, um rekstur gististaðar í flokki II á lóð nr. 116 vð Hringbraut.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 17. Klambratún - Flókagata 24 - Framkvæmdaleyfi - USK24010249

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lögð fram umsókn Verkfræðistofu Reykjavíkur, dags. 22. janúar 2024, um framkvæmdaleyfi að Klambratúni, Flókagötu 24, sem felst í að koma fyrir djúpgámum á lóð, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 21. desember 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 22. febrúar 2024.

  Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.

  Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1276/2023

  Fylgigögn

 18. Laugavegur 28D - málskot - USK24020027

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lagt fram málskot Davíðs Vilmundarsonar, dags. 5. febrúar 2024, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 11. janúar 2024, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 28D við Laugaveg úr íbúðarhúsnæði í gististað. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 11. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 19. Pósthússtræti 13 - Gisting - USK24020160

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem spurt er hvort megi leigja út til lengri tíma íbúð í húsinu á lóð nr. 13 við Pósthússtræti.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 20. Reitur 1.174.0, Landsbankareitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugavegur 73 - USK24020109

  Lögð fram fyrirspurn Fjallasólar ehf., dags. 9. febrúar 2024, ásamt greinargerð PK arkitekta, dags. 9. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.174.0, Landsbankareits, vegna lóðarinnar nr. 73 við Laugaveg sem felst í fjölgun íbúða um tvær, úr tíu íbúðum í tólf íbúðir, samkvæmt uppdr. PKdM, dags. 30. ágúst 2019, br. 8. febrúar 2024.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 21. Skeifan 13A - USK24020019

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að koma fyrir tveimur frístandandi  og færanlegum skiltum á lóð nr. 13A við Skeifuna.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 22. Tunguháls 8 - USK24010177

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi að fyrir viðbyggingu á atvinnuhúsnæði á lóð nr. 8 við Tunguhálsi.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Fylgigögn

 23. Dugguvogur 46 - (fsp) stækka skýli - USK23080253

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 7. september 2023 var lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 30. ágúst 2023, um að stækka til austurs og loka framhlið á skýli milli bygginga á lóð nr. 46 við Dugguvog. Einnig lagður fram uppdr. Nordic Office of Architecture ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2022.

  Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Fylgigögn

 24. Klapparstígur 26 - USK24020127

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja viðbyggingu, hækka gólf og breyta innra fyrirkomulagi í hóteli á lóð nr. 26 við Klapparstíg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 25. Suður Mjódd - breyting á deiliskipulagi - Álfabakki 4 - USK24010285

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 26. janúar 2023, ásamt bréfi Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 26. janúar 2024, um breytingu á skilmálum deiliskipulags Suður Mjóddar vegna lóðarinnar nr. 4 við Álfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingarreitur á baklóð við suðaustur horn lóðar verði stækkaður til að bæta aðkomu að vörumóttöku og auðvelda affermingu, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 26. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

 26. Aðalstræti 6 - USK24020031

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að setja glugga á vesturgafl húss á lóð nr. 6 við Aðalstræti.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 27. Hlemmur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Snorrabraut 29 - USK24010127

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. janúar 2024 var lögð fram fyrirspurn Jeannot A. Tsirenge, dags. 11. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Hlemms vegna lóðarinnar nr. 29 við Snorrabraut sem felst í að heimilt verði að setja svalir á íbúðir hússins, samkvæmt uppdr. JAT21 Arkitekta, dags. 12. janúar 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 28. Sólvallagata 14 - USK23050255

  Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 19. desember 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta innra skipulagi, byggja lyftuhús norðan aðalinngangs, byggja yfir svalir ofan á inngangi, gera nýjan inngang og tröppur á norðurhlið 1. hæðar að eldhúsi íbúðarhúss, mhl.01, byggja ofan á bílskúr, mhl.02, með aðgengi um utanáliggjandi stiga meðfram vesturhlið og reisa öryggisgirðingu inn á lóð og meðfram lóðarmörkum aðliggjandi lóða einbýlishúss á lóð nr. 14 við Sólvallagötu. Einnig er lögð fram fylgir umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 17. júlí 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 12. janúar 2024 til og með 9. febrúar 2024. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Hlökk Theodórsdóttir, dags. 30. janúar 2024, Halla Helgadóttir, dags. 5. febrúar 2024, Þórbergur Bollason, dags. 6. febrúar 2024, Bolli Þórsson, dags. 6. febrúar 2024, Ingvi Þór Elliðason, dags. 7. febrúar 2024, Þórunn María Jónsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sindri Magnússon, dags. 7. febrúar 2024, Sigrún Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Elísabet Þórisdóttir, dags. 7 febrúar 2024, Guðrún Helga Svansdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Unnur Valdís Kristjánsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Björn Brynjúlfur Björnsson, dags. 7. febrúar 2024, Ólöf Þorvarðsdóttir, dags. 7. febrúar 2024, Sigríður Magnúsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kári Jóhann Sævarsson, dags. 8. febrúar 2024, Páll Baldvin Baldvinsson, dags. 8. febrúar 2024, Tamila Gámez Garcell, dags. 8. febrúar 2024, Arna Sigríður Ásgeirsdóttir, 8. febrúar 2024, Svanhvít Leifsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Rúrí Sigríðardóttir Kommata, dags. 8. febrúar 2024, María Hrönn Gunnarsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðrún Harðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Kristján Ármannsson, dags. 8. febrúar 2024, Aðalheiður Jóhanna Björnsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Hans Olav Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Alma Sigurðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Guðni Dagur Kristjánsson, dags. 8. febrúar 2024, Kristín Kristjánsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Brynhildur Arthúrsdóttir, dags. 8. febrúar 2024, Vilhjálmur Jens Árnason, dags. 8. febrúar 2024, Elsa Steinunn Halldórsdóttir og Þröstur Þór Halldórsson, dags. 8. febrúar 2024, Hildur Franziska Hávarðardóttir, dags. 8. febrúar 2024, Nína Solveig Andersen, dags. 8. febrúar 2024, Snorri Gissurarson, dags. 9. febrúar 2024, Soffía Guðrún Kr. Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hrefna Haraldsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hanna Dóra Hólm Másdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Katla Kjartansdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Haraldur Þorsteinsson og Hulda Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elísabet Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Bergþóra Björk Jónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Elvar Ingi Kristmundsson, dags. 9. febrúar 2024, María Margrét Jóhannsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Magnús Andersen, dags. 9. febrúar 2024, Júlía Mogensen, dags. 9. febrúar 2024, Tinna Hallgrímsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hallbjörn Karlsson og Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir , dags. 9. febrúar 2024, Kristína Benedikz, dags. 9. febrúar 2024, Laufey Guðjónsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Berglind Jóna Hlynsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hávarður Tryggvason, dags. 9. febrúar 2024, Örn Daníel Jónsson, dags. 9. febrúar 2024, Birgir Páll Auðunsson, dags. 9. febrúar 2024, Halldóra Björk Bergþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Rakel Sævarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Arnaldur Bjarnason, dags. 9. febrúar 2024, Drífa Pálsdóttir og Gestur Steinþórsson, dags. 9. febrúar 2024, Erna Sigurðardóttir og Kristín Huld Sigurðardóttir, dags. 9. febrúar 2024, Einar Þór Sverrisson, dags. 9. febrúar 2024, Þórhildur Heimisdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Sigríður Regína Sigurþórsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Davíð Alexander Corno, dags. 9. febrúar 2024, Steingerður Lóa Gunnarsdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Lísa Björg Attensperger, dags. 9. febrúar 2024, Auður Ákadóttir, dags. 9. febrúar 2024, Hólmfríður Matthíasdóttir, dags. 9. febrúar 2024, Auður Karitas Ásgeirsdóttir dags. 9. febrúar 2024, og Ari Magnússon, dags. 9. febrúar 2024. Erindinu var vísa til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. febrúar 2024 og er nú lagt fram að nýju.

  Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 19. mars 2024.

 29. Fjölnisvegur 12 - USK24010142

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga eignum með því að sameina  vinnustofu, rými 0101 í mhl.02 og hluta af íbúð, rými 0001 í kjallara íbúðarhúss, mhl.01, og bæta við bílastæði í suðvestur horni  á lóð nr. 12 við Fjölnisveg.  Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 30. Leirulækur 2 - USK23070163

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 22. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að klæða suðausturgafl og suðvesturhlið Laugalækjarskóla með sléttri álklæðningu á lóð nr. 2 við Leirulæk. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Verksýnar, dags. 30.ágúst 2023, um ástand steinsteypu á flötum sem fyrirhugað er að klæða og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024. Samræmist ekki deiliskipulagi.

  Fylgigögn

 31. Skólavörðustígur 24A - USK24010242

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. febrúar 2024 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 6. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja hæð ofan á húsi á lóð nr. 24A við Skólavörðustíg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024.

  Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 22. febrúar 2024, samþykkt.

  Fylgigögn

 32. Stýrimannastígur 9 - USK23080169

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskúr og bílskýli austast á lóð nr. 9 við Stýrimannastíg.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 33. Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Járnslétta 4 og 6 - USK24010283

  Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 25. janúar 2024, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðanna nr. 4 og 6 við Járnsléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna í eina lóð ásamt því að núverandi byggingarreitir eru minnkaðir og þeim þriðja bætt við á miðja lóð, samkvæmt uppdr. T.ark arkitekta, dags. 24. janúar 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 34. Gullslétta 18 - USK24020044

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra fyrirkomulagi  með því að loka millilofti og bæta við svölum á 2. hæð atvinnuhúss á lóð nr. 18 við Gullsléttu.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 35. Hádegismóar - breyting á deiliskipulagi - Hádegismóar 8 - USK23120140

  Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf. ásamt bréfi, dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hádegismóa vegna lóðarinnar nr. 8 við Hádegismóa. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð er stækkuð til norðurausturs og bætist við nýr byggingarreitur á lóð, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 14. desember 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 36. Grafarlækur-Stekkjarmóar-Djúpidalur - breyting á deiliskipulagi - USK24020233

  Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf. ásamt bréfi, dags. 14. desember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grafarlækjar, Stekkjarmóa og Djúpadals. Í breytingunni sem lögð er til felst að hluti deiliskipulags fellur niður vegna skörunar við tillögu að breytingu á deiliskipulagi fyrir Hádegismóa  og mun svæðið verða hluti af því deiliskipulagi, auk þess er núverandi reiðleið hliðruð til, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 14. desember 2023.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 37. Kjalarnes, Esjumelar og Varmidalur - breyting á deiliskipulagi - Silfurslétta 2-8 - USK24020039

  Lögð fram umsókn Teiknistofunnar Storð ehf., dags. 5. febrúar 2024, ásamt bréfi, dags. 5. febrúar 2024, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Esjumela og Varmadals, vegna lóðarinnar nr. 2-8 við Silfursléttu. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í fjórar lóðir, nýtingarhlutfall verði fest með nýtinguna 0,60 og krafa um mænisstefnu bygginga verði felld niður, auk þess verða innkeyrslur færðar til samræmis við breytt skipulag og að kvaðir settar inn um sameiginlega aðkomu og umferð innan lóðar, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Storð, dags. 5. febrúar 2024.

  Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 38. Kjalarnes, Melavellir - breyting á deiliskipulagi - USK23090294

  Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 5. október 2023 var lögð fram umsókn Halls Kristmundssonar, dags. 26. september 2023, ásamt bréfi Matfugls, dags. 22. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kjalarness, Melavalla. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerðir eru fjórir nýir byggingarreitur á lóð fyrir alifuglahús ásamt því að gerður er nýr byggingarreitur fyrir Haughús, samkvæmt uppdr. Nordic, ódags. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

  Vakin er athygli á að erindið fellur undir gr. 7.5 , sbr. 12. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1276/2023.

 39. Kjalarnes, Norðurkot - (fsp) uppbygging - USK24010103

  Lögð fram fyrirspurn Hlés Guðjónssonar, dags. 11. janúar 2024, um uppbyggingu íbúðarhúss og óeinangraðar skemmu/geymslu á jörðinni Norðurkot á Kjalarnesi.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

 40. Laugardalur - Þjóðarhöll - breyting á deiliskipulagi - USK23020087

  Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Laugardals. Í breytingunni sem lögð er til felst að lóð F og byggingarreitur Laugardalshallar stækka en innan byggingarreitsins er gert ráð fyrir þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir og viðburði. Hámarks byggingarmagn nýrrar þjóðarhallar er 19.000 m2. Jafnframt minnkar lóð G og framlengdur Vegmúli inn í Laugardal og lóð fyrir bílakjallara sunnan byggingar ÍSÍ og ÍBR eru felld út úr skipulagi, samkvæmt uppfærðum deiliskipulags- og skýringaruppdr. Landslags, dags. 8. mars 2023, br. 20. febrúar 2024. Tillagan var auglýst frá 25. apríl 2023 til og með 9. júní 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Laugardals, dags. 9. maí 2023, Borgarsögusafn Reykjavíkur, dags. 6. júlí 2023, Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, dags. 7 júlí 2023, og Minjastofnun Íslands, dags. 20. júlí 2023. Einnig er lögð fram fornleifaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla nr. 231, dags. árið 2024, Húsakönnun Borgasögusafns Reykjavíkur, skýrsla 232, dags. árið 2024. Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var erindinu vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

  Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.

 41. Lundahólar 5 - USK24020126

  Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 20. febrúar 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja frístandandi hús, mhl. 02, og innrétta þar aukaíbúð við einbýlishús á lóð nr. 5 við Lundahóla.

  Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

Fundi slitið kl. 15:40

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 22. febrúar 2024