Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 941

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 16. Nóvember kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 941. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjánni. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Þórður Már Sigfússon, Hrönn Valdimarsdóttir, Sólveig Sigurðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir og Marta María Jónsdóttir. Fundarritari var Harri Ormarsson.

Þetta gerðist:

  1. Klapparstígur 29 - (fsp) sameina kvisti - USK23100001

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lögð fram fyrirspurn A10 ehf., dags. 1. október 2023, um að sameina fjóra kvisti á bakhlið hússins á lóð nr. 29 við Klapparstíg í tvo kvisti, samkvæmt skissu, dags. 29. september 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.

    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  2. Bústaðablettur 10 - (fsp) timburhús og bílskúrar - USK23110066

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Soffíu Halldórsdóttur, dags. 7. nóvember 2023, ásamt bréfi, dags. 6. nóvember 2023, um að setja tvö timburhús og bílskúra á lóð nr. 10 við Bústaðablett. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  3. Elliðaárdalur - breyting á deiliskipulagi - Rafstöðvarvegur 37A - USK23090028

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Landslags ehf., dags. 4. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Elliðaárdals vegna lóðarinnar nr. 37A við Rafstöðvarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka lóð og byggingarreit sem borholuhús fyrir borholu RV-41 er á, samkvæmt uppdr. Landslags, dags. 28. ágúst 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  4. Hálsahverfi - breyting á deiliskipulagi - Grjótháls 7-11 - USK23060302

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Ölgerðarinnar Egils Skallagrímssonar hf., dags. 23. júní 2023, ásamt bréfi Urban arkitekta, dags. 21. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 7-11 við Grjótháls. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að reisa byggingu undir hreinsimannvirki og jöfnunarþró á norðausturhorni lóðarinnar ásamt því að heimilt verði að reisa bílastæðakjallara undir yfirborði bílastæða sem eru við hlið fyrirhugaðrar þróar og hreinsistöðvar fyrir allt að 30 bíla, samkvæmt, deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Urban arkitekta, dags. 15. júní 2023.

    Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram umsögn Veitna, dags. 9. nóvember 2023.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  5. Vesturhöfn - Örfirisey - breyting á deiliskipulagi - Grandagarður 1 - USK23030342

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Axels Kaaber, dags. 24. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturhafnar - Örfiriseyjar vegna lóðarinnar nr. 1 við Grandagarð. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla umferðarréttar svo hægt sé að koma fyrir bílastæðum við vesturenda lóðarinnar, samkvæmt uppdr. Axels Kaaber arkitekts og Birkis Ingibjartssonar arkitekts dags. 24. mars 2023. Einnig er lagt fram samþykki Faxaflóahafna, dags. 16. mars 2023. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  6. Nýr landspítali við Hringbraut - breyting á deiliskipulagi - Sóleyjartorg - USK23060174

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Helgu Bragadóttur f.h. NLSH ohf., dags. 12. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Nýs landspítala við Hringbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst tilfærsla á stiga- og lyftuhúsi á sunnanverðu Sóleyjartorgi, samkvæmt uppdr. Spital, dags. 9. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/ábendingar: Íbúaráð Miðborgar og Hlíða, dags. 9. nóvember 2023.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  7. Skildinganes - breyting á deiliskipulagi - Bauganes 24 - SN220769

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Sigurðar Hallgrímssonar og Örnu Bjarkar Kristinsdóttur, dags. 1. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Skildinganess vegna lóðarinnar nr. 24. við Bauganes. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit að hluta til, til austurs, samkvæmt deiliskipulags- og skuggavarpsuppdr. Arkþing/Nordic, dags. 5. júlí 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 16. október 2023 til og með 13. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  8. Slippa- og Ellingsenreitur - Vesturbugt, Gamla höfnin - breyting á deiliskipulagi - Reitir 03 og 04 - USK23100159

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagasviðs um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits og Vesturbugtar, Gömlu hafnarinnar vegna reita 03 og 04. Lóðir eru aðgreindar á reitunum. Hámarks byggingamagn ofanjarðar fer úr 18.400 m2 í 18.300 m2. Leyfilegur fjöldi íbúða fer úr 170 íbúðir í 170 + 7 íbúðir fyrir búsetuúrræði og skulu 25% íbúða vera leiguíbúðir. Hæð húsa F4 hækkar úr 4 hæðum í 5 (leikskóli á þakhæð fellur niður). Raðhús R2 á reit 03 eru felld út og inngarður stækkar sem því nemur. Raðhús R2 á reit 04 breytast í fjölbýlishús. Sérafnotarými íbúða á jarðhæð verða eins og almennir skilmálar fyrir svalir, þ.e. 1,5m út fyrir byggingareit og engin takmörk eru fyrir dýpt sérafnotarýmis. Bílkjallarar aðgreindir frá hvor öðrum, minnkaðir og bilastæðum fækkað í samræmi við endurskoðað samgöngumat og skulu rúma bíla- og hjólastæði. Bílastæði á yfirborði eru á borgarlandi. Bílkjallarar ná ekki út fyrir byggingareiti. Jarðlag á almenningsrýmum ofan á bílakjallara skal vera minnst 0,6m. Öll almenn bílastæði á yfirborði og í kjallara skulu verða samnýtt og almenn bílastæði í bílakjöllurum skulu vera aðgengileg fyrir almenning með sérinngangi. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð að Mýragötu, gerð F5 og F6 breytast í íbúðir gerð F5a og F6a. Atvinnuhúsnæði á jarðhæð suðurhliðar reits 4 breytist í íbúðarhúsnæði, þar af allt að 500 m2 ætlað fyrir fyrrgreindrar heimildar um búsetuúrræði.  Viðbótarreitur fyrir djúpsorpgáma fyrir reit 07 er komið fyrir sunnan við reit 04. Sérlóð er fyrir alla djúpgáma, samkvæmt uppdráttum Alark arkitekta, dags. 16. nóvember 2033. Einnig er lagt fram samgöngumat VSÓ ráðgjafar, dags. í september 2023.

     Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  9. Hamrahlíð 2  - Hlíðaskóli - breyting á deiliskipulagi - USK23110192

    Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu framkvæmda og viðhalds, að breytingu á deiliskipulagi Hörgshlíðar, með síðari breytingum, vegna lóðarinnar nr. 2 við Hamrahlíð. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka núgildandi byggingareit fyrir færanlegar skólastofur við norðurmörk skólans, meðfram Hamrahlíð, norðan við núverandi battavöll, samkvæmt uppdr. Hornsteina arkitekta, dags. 13. nóvember 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  10. Gufunes áfangi 1 - breyting á deiliskipulagi - Jöfursbás 3 - USK23080180

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram umsókn Ölbu Solís, dags. 13. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness áfanga 1 vegna lóðarinnar nr. 3 við Jöfursbás. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hámarkskótum bygginga, lyftuskakt og loftræstistokkar mega ná allt að metra yfir uppgefinn toppkóta byggingar, staðsetning inn- og útkeyrslu fyrir sorp- og neyðarbíla verði leiðbeinandi, en heimilt verði að leysa aðkomu sorp- og neyðarbíla utan lóðar séu brunavarnir fullnægjandi og í samræmi við byggingarreglugerð, djúpgámar verði innan byggingarreits og hjólastígur verður fjarlægður vegna breytinga í hönnun stígakerfis borgarinnar, samkvæmt uppdráttum Nordic, dags. 16. nóvember 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborga, sbr. 3. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010

  11. Úthlíð 15 - USK23050300

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 3. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja kvist í risi og inndregnar svalir á lóð nr. 15 við Úthlíð. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Nönnu Rúnar Ásgeirsdóttur, dags. 16. október 2023, um að bíða með umsókn þar til nýtt hverfisskipulag hefur tekið gildi.

    Máli frestað að beiðni umsækjanda.

  12. Drafnarfell 2-4 - (fsp) breyting á notkun - USK23100083

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Bólstaðar ehf., dags. 5. október 2023, um breytingu á notkun hússins á lóð nr. 2-4 við Drafnarfell úr dansskóla í gististað, samkvæmt uppdr. TEIKNING.IS, dags. 28. september 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  13. Kvosin - breyting á deiliskipulagi - Kirkjustræti 4 - USK23090274

    Lögð fram umsókn Sigurðar Einarssonar, dags. 26. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 4 við Kirkjustræti. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að byggja anddyri við vesturhlið hússins og framlengja stigapall við aðalinngang til suðurs að nýrri inngangshurð sem bætt verður við á vesturhliðinni, samkvæmt uppdr. Batterísins Arkitekta dags. 26. september 2023. Einnig lögð fram umsögn Minjastofnunar dags. 12. apríl 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  14. Laugavegur 35 - USK23100214

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. október 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta fjölbýlishúsi í hótel, og opna á milli efri hæða Laugavegar 33 og Laugavegar 35 og einnig vera með gististarfsemi á efri hæðum Laugavegar 33. Þá er einnig sótt um að vera gististarfsemi í Laugavegi 35A. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  15. Laugavegur 67 - (fsp) rekstur veitingastaðar - USK23110121

    Lögð fram fyrirspurn DAP ehf., dags. 9. nóvember 2023, um rekstur veitingastaðar í húsinu á lóð nr. 67 við Laugaveg.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  16. Miklabraut - breyting á deiliskipulagi - Miklabraut 100 - USK23100025

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. október 2023 var lögð fram umsókn Landslags ehf., um breytingu á deiliskipulagi Miklubrautar vegna lóðarinnar nr. 100 við Miklubraut. Í breytingunni sem lögð er til felst að bætt við nýjum byggingarreit fyrir spennistöð og tæknirými á lóð ásamt viðbótarrými fyrir hleðslubúnað, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 25. september 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  17. Rauðarárstígur 27 - USK23030371

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að innrétta 18 íbúðir á 2., 3. og 4. hæð, fjölga fasteignum og byggja hjóla- og vagnaskýli austan við hús á lóð nr. 27 við Rauðarárstíg. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Rauðarárstíg 25 og 31 og Þverholti 14 og 18.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkvæmt 8.1 gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  18. Víðimelur 78 - (fsp) breyting á notkun jarðhæðar hússins - USK23110116

    Lögð fram fyrirspurn Guðjóns Mána Blöndal, dags. 9. nóvember 2023, ásamt greinargerð ódags., um breytingu á notkun jarðhæðar hússins á lóð nr. 78 við Víðimel úr verslun í íbúð.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  19. Ármúli-Vegmúli-Hallarmúli - breyting á deiliskipulagi - Suðurlandsbraut 6 - USK23050226

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Karls Magnúsar Karlssonar, dags. 19. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ármúla-Vegmúla-Hallarmúla vegna lóðarinnar nr. 6 við Suðurlandsbraut. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á hæðafjölda millihúss, samkvæmt uppdr. VA Arkitekta dags. 21. júní 2023. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  20. Barónsreitur - breyting á deiliskipulagi - Skúlagata 30 - USK23070196

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Rauðsvíkur, dags. 21. júlí 2023, ásamt bréfi T.ark arkitekta, dags. 21. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Barónsreits vegna lóðarinnar nr. 30 við Skúlagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að niðurrif framhúss að hluta eða heild verði heimilað með skilyrðum, heimilt verði að gera sameiginlegt útivistarsvæði gesta á þaki bakhús og að fyrirkomulagi sorps verði breytt ásamt því að heimilt verði að gera flóttastiga á bakhlið hússins, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. T.ark arkitekta, dags. 20. apríl 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Tensio, dags. 4. maí 2023, vegna ástandsskoðunar að Skúlagötu 30. Tillagan var auglýst frá 28. september 2023 til og með 9. nóvember 2023. Engar athugasemdir bárust.

    Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  21. Safamýri - Álftamýri - breyting á deiliskipulagi - Safamýri 58-60 - USK23100313

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 26. október 2023 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi Safamýris – Álftamýris. Í breytingunni sem lögð er til felst að skilgreind er ný lóð með staðfanginu Safamýri 58-60 fyrir fjölbýlishús með allt að 40 íbúðum, samkvæmt uppdráttum Grímu arkitekta og A2F arkitekta, dags. 13. nóvember 2023. Einnig er lagt fram minnisblað Önnu Máfríðar Jónsdóttur brunaverkfræðings M.Sc, dags. 31. ágúst 2023, um aðkomu slökkviliðs, tvö minnisblöð Myrru hljóðstofu, dags. 27. september 2023, um hljóðvist og athugun brokkr studio, ódags. á ytri áhrifum. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs. 

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir lið 7.5 í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  22. Borgartúnsreitur vestur - breyting á deiliskipulagi - Borgatún 1 og 3 og Guðrúnartún 4 - USK23110063

    Lögð fram umsókn Ásgeirs Ásgeirssonar, dags. 6. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreits vestur vegna lóðarinnar nr. 1 og 3 við Borgartún og 4 við Guðrúnartún. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóðanna eina lóð og reisa þar hótelbyggingu, samkvæmt uppdráttum T.ark arkitekta ehf., dags. 31. október 2023.

    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 997/2023.

  23. Eirhöfði 1 - (fsp) uppbygging, seinni áfangi - USK23070136

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Sérverks, dags. 13. júlí 2023, þar sem kynnt er uppbygging á seinni áfanga að tveimur á lóð nr. við Eirhöfða. Um er að ræða uppbyggingu tveggja íbúðarhúsa með 68 íbúðum sem tengjast bílakjallara sem er hluti af fyrri áfanga, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta, dags. 10. júlí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  24. Furugerði 4 - skipta einbýlishúsi í tvær íbúðir - USK23110064

    Lögð fram fyrirspurn Jakobs Líndal, dags. 6. nóvember 2023, ásamt bréfi Alarks arkitekta ehf., dags. 6. nóvember 2023, um að skipta einbýlishúsi á lóð nr. 4 við Furugerði upp í tvær íbúðir á sitthvoru fastanúmerinu.

    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  25. Bjarnarstígur 9 - USK23050253

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á 2. og rishæð á fjölbýlishúsi á lóð nr. 9 við Bjarnarstíg. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 15. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða byggingarleyfisumsókn fyrir hagsmunaaðilum að Bjarnarstíg 7 og 11 og Kárastíg 12.

    Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkvæmt gr. 8.1 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  26. Bústaðavegur 67 - USK23100068

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. nóvember 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja svalir á suðurhlið húss á lóð nr. 67 við Bústaðaveg. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samræmist ekki deiliskipulagi. Lagfæra þarf uppdrætti þannig að svalir verði innan byggingarreits.

  27. Grensásvegur 16A og Síðumúli 37-39 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Grensásvegur 16A - USK23110021

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. nóvember 2023 var lögð fram fyrirspurn Jakobs Emils Líndal, dags. 2. nóvember 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grensásvegar 16A og Síðumúla 37-39 vegna lóðarinnar nr. 16A við Grensásveg sem felst í að auka byggingarmagn lóðar og hækka núverandi forhús um annað hvort eina til tvær hæðir eða hækka kálf á milli húsanna að Grensásvegur 16A og Síðumúla 39 um tvær inndregnar hæðir og fjölga þannig herbergjum um allt að 30, samkvæmt tillögu Alark arkitekta ehf., dags. 2. nóvember 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  28. Teigahverfi norðan Sundlaugavegar - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Laugarnesvegur 74A og Hrísateigur 47 - USK23100096

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. október 2023 var lögð fram fyrirspurn Steinabrekku ehf., dags. 6. október 2023, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðanna nr. 74A við Laugarnesveg og Hrísateig 47 sem felst í hækkun húsanna um eina hæð og eina inndregna hæð á báðum byggingum, samkvæmt tillögu Teiknistofunnar Stika, dags. 4. október 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Neikvætt, með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 16. nóvember 2023.

    Fylgigögn

  29. Esjumelar - breyting á deiliskipulagi - Gullslétta 18 - USK23090311

    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. nóvember 2023 var lögð fram umsókn Lárusar Ragnarssonar, dags. 27 september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Esjumela vegna lóðarinnar nr. 18 við Esjumela. Í breytingunni sem lögð er til felst aukning á byggingarmagni, stækkun á millilofti, að bætt verður við svölum á 2. hæð og hæðin skilgreind sem vinnustofur, að svalir á 2. hæð nái út fyrir byggingareit og fjölgun bílastæða, samkvæmt uppdr. Ártúns ehf., dags. 22. maí 2023. Við breytinguna hækkar nýtingarhlutfall lóðar. Einnig eru lögð fram grunnmynd og útlit Ártúns ehf., dags. 15. mars 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Gullsléttu 16 og Koparsléttu 22. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkvæmt 7. 6. gr. , sbr. gr. 12. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 997/2023.

  30. Fossvogsbrú - breyting á deiliskipulagi - USK23050037

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga Reykjavíkurborgar og Kópavogs um breytingu á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins, samkvæmt uppdr. Alta, dags. 11. maí 2023. Tillagan var auglýst frá 1. ágúst til og með 19. september 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir: Veitur, dags. 14. ágúst 2023, Vegagerðin, 31. ágúst 2023, Umhverfisstofnun, dags. 5. september 2023, svæðisskipulagsnefnd höfuðborgarsvæðisins, 5. september 2023, Isavia, dags. 6. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, 15. september 2023, Heilbrigðiseftirlit Garðabæjar, Hafnarfjarðar, Kópavogs, Mosfellsbæjar og Seltjarnarness, dags. 18. september 2023, Náttúrustofnun Íslands, dags. 18.september 2023, Borgarlínuteymi, dags. 18. september 2023,  Landsamtök hjólreiðamanna, dags. 19. september 2023, Samgöngustofu, dags. 19. september 2023 og Minjastofnun Íslands, dags. 20. september 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  31. Kjalarnes - Vallá - breyting á deiliskipulagi - USK23010259

    Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju umsókn Skurnar ehf., dags. 23. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. Í breytingunni sem lögð er til felst að fjölga stæðum fyrir fugla í húsunum í samræmi við kröfur um aðbúnað alifugla, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf. dags. 23. janúar 2023. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 23. janúar 2023. Tillagan var auglýst frá 11. apríl 2023 til og með 26. maí  2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Íbúaráð Kjalarness, dags. 21. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn Umhverfisstofnunar, dags. 7. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 1. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju.

    Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs.

  32. Hjallavegur 30 - breyting á deiliskipulagi - USK23030385

    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Axels Benediktssonar, dags. 29. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sundanna, reita 1.3 og 1.4, vegna lóðarinnar nr. 30 við Hjallaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur er stækkaður til vesturs fyrir viðbyggingu sem mun nýtast á annarri hæð, samkvæmt uppdr. Axels Benediktssonar, dags. 8. maí 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. júní 2023 til og með 18. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Gerður Ólína Steinþórsdóttir, dags. 17. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 21. júlí 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt uppdr. Axels Benediktssonar, dags. 8. maí 2023, uppf. 25. júlí 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa dags. 3. ágúst 2023.

    Málstexti uppfærður og grenndarkynntir uppdrættir, dags. 8. maí 2023 lagðir fram, uppfærðir 25. júlí 2023 eftir kynningu.

Fundi slitið kl. 16:00

Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir

Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 16. nóvember 2023