Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa - Fundur nr. 931

Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa

Ár 2023, fimmtudaginn 7. september kl. 08:35, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 931. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Borghildur Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Þórólfur Már Sigfússon, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Ævar Harðarson og Ingvar Jón Bates Gíslason. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.

Þetta gerðist:

  1. Mýrargata 26 - málskot - USK23090060
    Lagt fram málskot LEX lögmannsstofu, dags. 4. september 2023, vegna neikvæðrar afgreiðslu skipulagsfulltrúa frá 3. ágúst 2023 um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 26 við Mýrargötu. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 3. ágúst 2023.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  2. Tunguvegur 14 - (fsp) hækkun á þaki hússins og gera auka íbúð - USK23070174
    Lögð fram fyrirspurn Jóns Herbertssonar, dags. 18. júlí 2023, um að hækka þak hússins á lóð nr. 14 við Tunguveg og gera auka íbúð.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  3. Grundarstígsreitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Þingholtsstræti 25 - USK23040093
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. maí 2023 var lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 13. apríl 2023, ásamt greinargerð, dags. 13. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits, reitur 1.183.3, vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í að stækkun hússins sem felst í að gera viðbyggingu við suðurgafl hússins, setja þaksvalir á rishæð, rífa núverandi kvist og byggja nýjan miðjukvist á austurhlið og innrétta húsið sem fjölbýlishús með 6 íbúðum, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, dags. 12. apríl 2023. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 9. desember 2019 og 12. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
    Fyrirspyrjandi hafi samband við embættið.

  4. Norður Mjódd - Stekkjarbakki 4-6 og Álfabakki 7 - skipulagslýsing - SN220741
    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing Klasa og JVST, dags. í maí 2023 vegna fyrirhugaðrar breytingar á deiliskipulagi Norður Mjóddar fyrir lóðirnar Stekkjarbakka 4-6 og Álfabakka 7. Í vinnu vegna breytingar á deiliskipulagi verður áhersla á blandaða byggð. Á lóðunum verði komið fyrir íbúðum, matvöruverslun, atvinnustarfsemi, dvalarsvæðum og samgönguinnviðum. Breytingin felst m.a. í því að breyta byggingarreitum, lóðarmörkum, hæð húsa og fjölbreyttri landnotkun frá því sem gildandi deiliskipulag frá 1999 heimilar. Ekki er um stækkun lóða að ræða en lóðarmörk geta breyst. Lýsingin var kynnt frá 27. júlí 2023 til og með 31. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Guðmundur H. Einarsson, dags. 28. júlí 2023, Umhverfisstofnun, dags. 1. ágúst 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 11. ágúst 2023, Verkefnastofa Borgarlínu, dags. 15. ágúst 2023, Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. 16. ágúst 2023, Vegagerðin, dags. 17. ágúst 2023, Kópavogsbær, dags. 18. ágúst 2023, Veitur, dags. 18. ágúst 2023, Slökkvilið Höfuðborgarsvæðisins, dags. 18. ágúst 2023, Skipulagsstofnun, dags. 23. ágúst 2023, íbúaráð Breiðholts, dags. 31. ágúst 2023, Hildur Gunnarsdóttir f.h. 116 íbúa og fasteignaeigenda í 63 fasteignum í Stekkjum, Bökkum og Selum, dags. 31. ágúst 2023, fjögur nöfn úr tveimur húsum bættust við undirskriftalistann, sbr. tölvupóst Hildar Gunnarsdóttur, dags. 7. september 2023, skipulagsdeild Strætó bs., dags. 31. ágúst 2023 og Sigrún Valdimarsdóttir, dags. 31. ágúst 2023.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  5. Gufunes - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Gufunesvegur 10 - USK23070111
    Lögð fram fyrirspurn Sorpu bs. dags. 10. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness vegna lóðarinnar nr. 10 við Gufunesveg sem felst í að breyta húsnæði fyrir efnismóttöku í starfsmannaaðstöðu, bæta við byggingarreit suðaustan við núverandi byggingu ásamt því að bæta við byggingarreit norðvestan til þar sem byggja á yfir núverandi stigahús, samkvæmt uppdr. Nordic, dags. 6. júlí 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  6. Fjólugata 19 - USK23070089
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 1. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi  BN055935 vegna lokaúttektar þannig að útfærslu á uppbyggingu á kvisti hefur verið breytt og bílastæðum fjölgað í þrjú á lóð nr. 19 við Fjólugötu. Erindi fylgir bréf frá hönnuði dags. 5. júní 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  7. Njálsgötureitur, reitur 1.190.2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Njálsgata 42 - USK23070185
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 27. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Guðrúnar Stefánsdóttur, dags. 20. júlí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reitur 1.190.2, vegna lóðarinnar nr. 42 við Njálsgötu sem felst í að stækka húsið til suðausturs upp að lóðarmörkum, samkvæmt skissu, dags. 29. júní 2023. Einnig eru lagðar fram ljósmyndir. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
    Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. Tillagan verður grenndarkynnt ef hún berst.

  8. Skúlagata - (fsp) tímabundin endastöð Strætó - USK23090029
    Lögð fram fyrirspurn VSÓ Ráðgjafar, dags. 4. september 2023, um tímabundna endastöð Strætó við Skúlagötu. Einnig er lagt fram teikningasett VSÓ Ráðgjafar, dags. apríl 2023.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  9. Suðurfell - þróunarsvæði í suðausturhluta Fellahverfis - skipulagslýsing - USK23050217
    Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. í maí 2023, vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir þróunarsvæði við Suðurfell. Skipulagslýsingin tekur til þróunarsvæðis í suðausturhluta Fellahverfis. Tilgangur skipulagslýsingarinnar er að greina frá svæðinu, áherslum og markmiðum við skipulagsgerðina, forsendum sem liggja að baki og fyrirhuguðu skipulagsferli. Um er að ræða óbyggt svæði sem liggur austan við Fellahverfi í efra Breiðholti og nær að mörkum Elliðaárdals. Aðkoma að svæðinu er um Suðurfell og liggja göngustígar og hjólastígar um svæðið sem tengjast göngustígakerfi Elliðaárdals. Í nýju deiliskipulagi verður gert ráð fyrir lágreistri íbúðarbyggð, 1-2 hæðir, með 50-75 íbúðum. Byggð skal aðlagast vel að landi og mynda sólrík og skjólgóð útisvæði fyrir íbúa. Opin svæði og stígar/hjólastígar skulu mynda góða tengingu milli eldri byggðar handan Suðurfells og hinnar nýju byggðar, og jafnframt við útivistarsvæði Elliðaárdals. Gert er ráð fyrir að halda í opið svæði innan þróunarsvæðisins líkt og skilgreint er í aðalskipulagi 2040 en opna á möguleika við að skilgreina það á nýjan hátt með komandi deiliskipulagi. Lýsingin var kynnt frá 27. júlí 2023 til og með 31. ágúst 2023. Eftirtaldir sendu umsagnir/athugasemdir: Ingveldur Halla Kristjánsdóttir dags. 3. ágúst 2023, Snorri Magnússon dags. 3. ágúst 2023, Eiður Sveinn Gunnarsson dags. 3. ágúst 2023, Minjastofnun Íslands dags. 4. ágúst 2023, Margrét Stefanía Þorkelsdóttir dags. 4. ágúst 2023ágúst 2023, Ása Elísa Einarsdóttir 6. ágúst 2023, Sigurður Bragason dags. 7. ágúst 2023, Katrín Helga Guðjónsdóttir dags. 7. ágúst 2023, Katrín María Sigurðardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Fríða Björg Aðalsteinsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðmundur Björgvin Svafarsson, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Jóna Garðarsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Elínborg Auður Hákonardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Valgerður Helgadóttir, dags. 9. ágúst 2023, Einar Ársæll Hrafnsson, dags. 9. ágúst 2023, Sigríður Steinunn Þrastardóttir, dags. 9. ágúst 2023, Anna Halla Birgisdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ásgeir Erlendur Ásgeirsson, dags. 9. ágúst 2023, Stefán Ingi Guðjónsson, dags. 9. ágúst 2023, Karen Aradóttir, dags. 9. ágúst 2023, Guðrún S. Benediktsdóttir, dags. 9. ágúst 2023, Ólafur Gylfason, dags. 9. ágúst 2023, Guðbjartur Stefánsson, dags. 9. ágúst 2023, Óli Grétar Þorsteinsson, dags. 9. ágúst 2023, Þórdís Jóhannsdóttir Wathne, dags. 9. ágúst 2023.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.

  10. Ártúnshöfði - breyting á deiliskipulagi - Funahöfði 19 - SN220640
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. júní 2023 var lögð fram umsókn ASK Arkitekta ehf. dags 8. október 2022 um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða vegna lóðarinnar nr. 19 við Funahöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur innan lóðar fyrir skýli/dúkhús, samkvæmt uppdr. ASK Arkitekta dags. 19. október 2022. Umsækjandi var beðinn um að hafa samband við embættið og er erindið nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Páls Gunnlaugssonar frá ASK Arkitekta ehf., dags. 31. ágúst 2023, þar sem umsókn er dregin til baka.
    Umsókn er dregin til baka sbr. tölvupóst frá Páli Gunnlaugssyni hjá ASK Arkitektum ehf, dags. 31. ágúst 2023.

  11. Baldursgata 13 - (fsp) stækkun kvists og setja svalir - USK23050012
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 22. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Axels Kaaber, dags. 28. apríl 2023, um að framlengja kvist á risíbúð í húsinu á lóð nr. 13 við Baldursgötu og stækka íbúðina sem því nemur ássamt því að setja svalir á miðhæð og efstu hæð norðvesturhlið hússins sem snýr að Óðinsgötu, samkvæmt uppdr. TÓ arkitekta, dags. 28. apríl 2023. Fyrirspurninni var vísað  til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  12. Freyjugata 16 - USK23070227
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta erindi BN061489 og innrétta gististað í flokki ll, teg. minna gistiheimili, fyrir 10 gesti í húsi á lóð nr. 16 við Freyjugötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  13. Hallgerðargata 13 - skilti - USK23080157
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að setja skilti á lóð nr. 13 við Hallgerðargötu.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  14. Ofanleiti 1 og 2 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Ofanleiti 2 - USK23050271
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 var lögð fram fyrirspurn Verkís, dags. 24. maí 2023, ásamt bréfi, dags. 23. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 2 við Ofanleiti sem felst í að heimilt verði að setja skilti á vesturgafl byggingarinnar, samkvæmt uppdr. Verkís dags. 24. janúar 2023. Einnig er lögð fram skýrsla Verkís um ljóstæknimælingar, dags. 30. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  15. Sævarhöfði 6-10 - framkvæmdaleyfi - USK23080080
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 9. ágúst 2023, um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðra framkvæmda nýrra gatna og bygginga á Ártúnshöfða sem felst í að uppgrafið mengað jarðvegsefni verði geymt á lóð nr. 6-10 við Sævarhöfða. Einnig er lagt fram Minnisblað Eflu, dags. 31. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 7. september 2023.
    Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.4 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.

    Fylgigögn

  16. Teigahverfi - breyting á deiliskipulagi - Hraunteigur 30 - USK22122878
    Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Jakobs Emils Líndals dags. 12. desember 2022 ásamt bréfi, dags. 12. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis vegna lóðarinnar nr. 30 við Hraunteig. Í breytingunni sem lögð er til felst að gerður er nýr byggingarreitur á lóð fyrir vinnustofu, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 12. desember 2022, br. 7. september 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 28. apríl 2023 til og með 31. maí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - Fasteignafélag, dags. 22. maí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 8. júní 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt skuggavarpi, dags. 29. júní 2023 og bréfi frá embætti skipulagsfulltrúa, dags. 13. júlí 2023, þar sem gefinn var auka frestur til að koma með athugasemdir til 25. júlí 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir vegna viðbótargagna: Ásdís Magnea Þórðardóttir, Ólafur H. Baldursson og Alma - fasteignafélag, dags. 17. júlí 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 3. ágúst 2023 og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Samþykkt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, og með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar.

  17. Vetrargarður í Breiðholti - SN220441
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 25. ágúst 2023 var samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir Vetrargarðinn í Breiðholti, nánar tiltekið fyrir móttöku á jarðvegi og mótun skíðabrekkna og lands innan svæðisins. Erindi er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 6. september 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á gildistíma á framkvæmdaleyfi.
    Samþykkt að framlengja gildistíma framkvæmdaleyfisins til 31. janúar 2025.

  18. Bergstaðastræti 20 - USK23070036
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 8. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að reisa óeinangrað og óupphitað gróðurhús á steyptum sökkli á norðvesturhluta lóðar, með 3 metra fjarlægt frá lóðarmörkum á lóð nr. 20 við Bergstaðastræti. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  19. Dugguvogur 46 - (fsp) stækka skýli - USK23080253
    Lögð fram fyrirspurn Hjalta Brynjarssonar, dags. 30. ágúst 2023, um að framlengja skýli milli bygginga á lóð nr. 46 við Dugguvog til austurs og loka framhlið, samkvæmt skissu Nordic Office of Architecture, ódags.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  20. Hampiðjureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Þverholt 3 - USK23080117
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Birkis Ingibjartssonar, dags. 16. ágúst 2023, ásamt greinargerð Arkitekta, dags. 15. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðarinnar nr. 3 við Þverholt sem felst í að fjölga íbúðum í húsinu út tveimur íbúðum í þrjár. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju.
    Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.

  21. Laugarás - (fsp) breyting á deiliskipulagi -  Brúnavegur 8 - USK23070006
    Lögð fram fyrirspurn Ólafs Óskars Axelssonar, dags. 30. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Laugaráss vegna lóðarinnar nr. 8 við Brúnaveg sem felst í uppbyggingu einbýlishúss eða viðbyggingu á norðurhluta lóðarinnar, samkvæmt uppdr. VA arkitekta, dags. 30. nóvember 2022.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  22. Snorrabraut 85 - USK23080009
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa þar sem sótt er um leyfi til að innrétta íbúð í bílskúr við hús á lóð nr. 85 við Snorrabraut.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  23. Öldugata 34 - (fsp) byggja ofan á svalir á þaki bílskúrs - USK23080225
    Lögð fram fyrirspurn Einars B. Sigurbergssonar, dags. 28. ágúst 2023, um að gera hæð ofan á bílskúr á lóð nr. 34 við Öldugötu sem myndi nýtast sem hluti af íbúð hússins á lóðinni.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  24. Reitur 1.133.1, Landhelgisgæslureitur - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Seljavegur 10 - USK23080221
    Lögð fram fyrirspurn Freyju Rósar Óskarsdóttur, ásamt bréfi, dags. 27. ágúst 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.133.1, Landhelgisgæslureits, vegna lóðarinnar nr. 10 við Seljaveg sem felst í að heimilt verði að gera innkeyrslu og bílastæði lóð. Einnig er lögð fram skissa á yfirlitsmynd.
    Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
    Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.

  25. Stýrimannastígur 9 - USK23080169
    Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 5. september 2023 þar sem sótt er um leyfi til að byggja garðskúr og bílskýli austast á lóð nr. 9 við Stýrimannastíg.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  26. Gullslétta 16 - (fsp) stækkun lóðar - USK23060304
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. júlí 2023 var lögð fram fyrirspurn Veitna ohf., dags. 23. júní 2023, um stækkun á lóð nr. 16 við Gullsléttu. Einnig lögð fram loftmynd/tillaga ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Neikvætt sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.

    Fylgigögn

  27. Hálsahverfi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - Bæjarháls 1 - USK23060087
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 10. ágúst 2023 var lögð fram fyrirspurn Landslags ehf., dags. 7. júní 2023 ásamt bréfi, dags. 17. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis vegna lóðarinnar nr. 1 við Bæjarháls sem felst í að koma upp hraðhleðslusvæði á lóðinni, samkvæmt uppdr. Landslags dags. 8. maí 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  28. Kjalarnes, Hof - (fsp) afmörkun spildu - USK23060175
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 31. ágúst 2023 var lögð fram uppfærð fyrirspurn Eyglóar Gunnarsdóttur, dags. 27. ágúst 2023, um afmörkun spildu í landi Hofs á Kjalarnesi, nánar til tekið á lóð nr. 19 við Brautarholtsveg, samkvæmt leiðréttu lóðablaði Landmótunar, dags. 1. júní 2023. Einnig er lögð fram yfirlitsmynd Mannvits, dags. 8. maí 2020, síðast br. 20. desember 2020. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  29. Hraunbær 2-34 - (fsp) breikkun á gangstétt - USK23080096
    Lögð fram fyrirspurn Helga Sigurðssonar, dags. 14. ágúst 2023, um að breikka gangstétt á lóð nr. 2-34 við Hraunbæ þannig að hún flokkist sem innkeyrsla.
    Vísað til umsagnar verkefnastjóra.

  30. Kóngsbakki 2-16 - USK23070123
    Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 24. ágúst 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 15. ágúst 2023 þar sem sótt er um leyfi til að klæða austurhlið og vesturgafl með 2 mm sléttri álklæðningu á húsi nr. 2-16 við Kóngsbakka. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

  31. Garðabær - Aðalskipulag Garðabæjar 2016-2030 - Arnarland - Tillaga að breytingu - umsagnarbeiðni - USK23090044
    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 31. ágúst 2023, vegna forkynningu á breytingu á aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2030 vegna Arnarlands. Tillagan gerir ráð fyrir því að reitur fyrir verslun og þjónustu, 3.37 Vþ, í gildandi Aðalskipulagi Garðabæjar verði breytt í miðsvæði (M). Einnig er lagður fram aðalskipulagsuppdráttur, dags. 17. júlí 2023 og 29. ágúst 2023, greinargerð, dags. í ágúst 2023, og umhverfisskýrsla, dags. 15. ágúst 2023.
    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

  32. Garðabær - Arnarland - deiliskipulag - umsagnarbeiðni - USK23090043
    Lögð fram umsagnarbeiðni Garðabæjar, dags. 31. ágúst 2023, vegna forkynningu á gerð nýs deiliskipulags fyrir Arnarland í Garðabæ. Tillagan gerir ráð fyrir þéttri blandaðri byggð, með áherslu á heilsutengda starfsemi og uppbyggingu íbúðabyggðar m.a. í samræmi við markmið um uppbyggingu á samgöngu og þróunarás. Hámarkshæð verður almennt 3-6 hæðir en kennileitisbygging næst Hafnarfjarðarvegi geti orðið allt að 9 hæðir. Aðkoma verður frá Fífuhvammsvegi og um göng undir Arnarnesveg frá Akrabraut. Gert er ráð fyrir því að Borgarlína sem fylgir Hafnarfjarðarvegi liggi um svæðið.Einnig er lagður fram deiliskipulagsuppdráttur, ódags., greinargerð, dags. í ágúst 2023, og umhverfisskýrsla, dags. 15. ágúst 2023.
    Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.

  33. Naustabryggja 31-33 - deiliskipulag og aðkoma að lóð - USK23090033
    Lagt fram erindi Baldurs Ólafssonar, dags. 13. desember 2022, þar sem farið er fram á breytingu á deiliskipulagi til að lengja Naustabryggju svo að gatan nái að inngöngum Naustabryggju 31 og 33. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023.
    Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 7. september 2023, samþykkt.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 11:13

Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 7.9.2023 - Prentvæn útgáfa