Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 4. maí 2023 kl. 09:13, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 913. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Lilja Grétarsdóttir, Ævar Harðarson, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Laufey Björg Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Sólveig Sigurðardóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Sigríður Maack, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir og Hrafnhildur Sverrisdóttir. Fundarritari var Jóhanna Guðjónsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Depluhólar 4 - BN061601
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. apríl 2023 þar sem sótt er um að síkka glugga og bæta við hurðum í húsi á lóð nr. 4 við Depluhóla. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hraunberg 5 - breyting á hverfisskipulagi - USK23040056
Lögð fram umsókn Icecard ehf., dags. 11. apríl 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Hraunberg. Í breytingunni sem lögð er til felst að skipta lóðinni upp í tvær jafn stórar lóðir og gera bílageymslu/vinnustofu að íbúðarhúsi. Auk þess verða viðbyggingarmöguleikar á hvorri lóð 40 fm, samkvæmt uppdr. Studio F - arkitekta, dags. 12. apríl 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Jöklasel 1 - (fsp) bílastæði - USK23040008
Lögð fram fyrirspurn Adams Benedikts B. Finnssonar, dags. 2. apríl 2023, um að taka land/grasbletti sitthvoru megin við bílastæði hússins á lóð nr. 1 við Jöklasel í fóstur og breikka bílastæðin þannig að þau fari lítillega yfir grasblettina, samkvæmt skissu, dags. 9. mars 2023. Fjöldi bílastæða verður sá sami og er í dag.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lundahólar 5 - breyting á hverfisskipulagi - USK23040087
Lögð fram umsókn Nauthóls ehf., dags. 12. apríl 2023, um breytingu á hverfisskipulagi Breiðholts, hverfi 6.3 Efra Breiðholt, vegna lóðarinnar nr. 5 við Lundahóla. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja stakstæðan bílskúr á lóð, samkvæmt uppdr. EVT, dags. 18. janúar 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Fossvogsbrú - breyting á deiliskipulagi - USK23050037
Kynnt er minniháttar breyting á deiliskipulagi fyrir Fossvogsbrú Reykjavíkurmegin. Í gildandi deiliskipulagi er leiðbeinandi lega göngu- og hjólastíga, áningarstaða og biðstöðva fyrir almenningsvagna sýnd á uppdrætti. Í tillögu að breytingu eru stígar, áningarstaðir og biðstöðvar uppfærðar í samræmi við þá hönnun sem liggur fyrir. Deiliskipulagsmörk breytast til að rúma að fullu landfyllingar við brúarendana og frágang á grjótgarði innan deiliskipulagsins. Breytingar Kópavogsmegin eru aðeins umfangsmeiri en Reykjavíkurmegin og þess vegna leiðir Kópavogur vinnuna við deiliskipulagsbreytinguna. Fyrirtækið Alta er ráðgjafinn sem vinnur deiliskipulagsbreytinguna.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Hólmsheiðarvegur 151 - breyting á deiliskipulagi - USK23040131
Lögð fram umsókn VA arkitekta ehf., dags. 18. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiðar Landsnets vegna lóðarinnar nr. 151 við Hólmsheiðarveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur I er færður til og honum snúið ásamt því að lögun reitsins er breytt og hann minnkar. Heimilt verður að byggja á reitnum verkstæðisbyggingu. Byggingarreitur II er stækkaður til norðurs og austurs, en áformað er að núverandi grófvöruverslun sem stendur innan reitsins í dag geti stækkað til austurs ef þörf krefur. Einnig er gert ráð fyrir því að bæta við bygginguna til norðurs. Auk þess mun byggingarreitur mun ná yfir útigeymslusvæði og olíuskilja sem stand utan reitsins í dag. Gerður er nýr byggingarreitur, byggingarreitur V, þar sem heimilt verður að reisa þrjár byggingar yfir núverandi tengivirki. Byggingarreitir III og IV verða óbreyttir, samkvæmt uppdr. VA arkitekta dags. 18. apríl 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Hlaðhamrar 52 - breyting á deiliskipulagi - USK23050004
Lögð fram umsókn Guðmundar Gunnarssonar, dags. 26. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hamrahverfis vegna lóðarinnar nr. 52 við Hlaðhamra. Í breytingunni sem lögð er til felst að afmarkaður er byggingarreitur á lóðinni undir leikskóla og hækka nýtingarhlutfall lóðar, samkvæmt uppdr. Urban Arkitekta, dags. 25. apríl 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Holtsgata 23 - breyting á deiliskipulagi - USK23020010
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Magneu Þ. Guðmundsdóttur, dags. 30. janúar 2023, ásamt greinargerð, dags. 30. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðarinnar nr. 23 við Holtsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka mæni hússins, samkvæmt uppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 21. febrúar 2023. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdr. Teiknistofunnar Stiku, dags. 11. og 12. janúar 2023. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars til og með 24. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. a. liður 2. gr. í viðauka 2.3 um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa nr. 1224/2022.
-
Köllunarklettsvegur 4 - stækkun eignarhluta 0104 - USK23030257
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 28. mars 2023 þar sem sótt er um að stækka eignarhluta 0104 með viðbyggingu á norðvesturhorni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Kirkjusandur 2 - breyting á deiliskipulagi - SN220377
Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dags. 18. apríl 2023, þar sem tilkynnt er að stofnunin getur ekki tekið afstöðu til efnis deiliskipulagsbreytingarinnar þar sem eftirfarandi upplýsingar/umsagnir vantar: Skýra þarf betur samræmi við ákvæði aðalskipulags sbr. töflu 6.1., gera þarf betur grein fyrir áhrifum þess að rífa þann byggingarmassa sem er á svæðinu, setja þarf fram upplýsingar um heildarfjölda íbúa á reitnum öllum, setja þarf fram upplýsingar um stærð breytingarsvæðis, í greinargerð þarf að leggja mat á umhverfisáhrif breytingarinnar sbr. grein 5.4 í skipulagsreglugerð og afla þarf umsagna Minjastofnunar Íslands og Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Klettháls 5 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030073
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lögð fram fyrirspurn Stillingar hf., dags. 6. mars 2023, ásamt bréfi teiknistofunnar Storð ehf., dags. 3. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Klettháls, vegna lóðarinnar nr. 5 við Klettháls sem felst hækkun á nýtingarhlutfalli lóðar, aukningu á byggingarmagni og að heimilt verði að byggja við húsið til norðurs, vesturs og suðurs, samkvæmt uppdr. Storðar teiknistofu, dags. 24. febrúar 2023. Einnig lagt fram bréf hönnuðar, dags. 3. mars 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Laugateigur 40 - (fsp) Svalir - USK23010085
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Þóru Jónsdóttur, dags. 6. janúar 2023, um að setja svalir fyrir framan kvist í risi hússins á lóð nr. 40 við Laugateig, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Vesturgata 53 - USK22122965
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 18. apríl 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús í matshluta nr. 01, port hússins hækkað og byggt yfir vesturenda og stækkað til suðurs, jafnframt er sótt um að sameina matshluta nr. 04 og nr. 01 og fjölga íbúðum um eina, í matshluta nr. 01, í húsi nr. 53 á lóð nr. 53-53A við Vesturgötu.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Viðarrimi 25 - stækkun á byggingarreit - SN210811
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 29. apríl 2022 var lögð fram umsókn Jóns Guðmundssonar dags. 9. desember 2021 ásamt bréfi dags. 8. desember 2021 um stækkun á byggingarreit lóðarinnar nr. 25 við Viðarrimi til vesturs, samkvæmt uppdrætti/grunnmynd Jóns Guðmundssonar arkitekts dags. 31. maí 2020, br. 2. desember 2021. Einnig var lagt fram bréf skrifstofu stjórnsýslu og gæða dags. 29. apríl 2022 um niðurfellingu máls.
Málinu er lokað sbr. bréf lögfræðings skrifstofu stjórnsýslu og gæða dags. 29. apríl 2022.
-
Grímshagi 2 - (fsp) kvistur - USK23040185
Lögð fram fyrirspurn Trípólí ehf., dags. 21. apríl 2023, um að setja kvisti ánorðurhlið hússins á lóð nr. 2 við Grímshaga, samkvæmt tillögu Trípólí arkitekta, dags. 21. apríl 2023. Einnig er lögð fram umsögn Minjastofnunar, dags. 21. apríl 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Háskóli Íslands - Vísindagarðar - viljayfirlýsing um hugmyndahús og frumkvöðlasetur - USK23050038
Lagt fram afgreiðslubréf, dags. 13. apríl 2023, vegna samþykktar borgarráðs s.d. á svohljóðandi tillögu borgarstjóra, dags. 11. apríl 2023: Lagt er til að borgarráð samþykki hjálögð drög að viljayfirlýsingu þar sem Reykjavíkurborg, Háskóli Íslands og Vísindagarðar Háskóla Íslands eru sammála um að greiða götu þess að nýsköpunar- og frumkvöðlasetur rísi á lóðum B og E á svæði Vísindagarða Háskóla Íslandsbyggt á fyrirmynd og hugmyndafræði Grósku hugmyndahúss. Gert er ráð fyrir að sömu aðilar, Gróska ehf., komi að uppbyggingu og rekstri hinna nýju mannvirkja. Unnin verði tillaga að breytingu á deiliskipulagi á lóðunum, þróun á forsögn og samgöngumat, ásamt því að haldin verði samkeppni um hönnun bygginga.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Barónsstígur 34 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23050033
Lögð fram fyrirspurn Arkþings ehf. f.h. skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 2. maí 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skólavörðuholts vegna lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg sem felst í stækkun lóðarinnar nr. 34 við Barónsstíg ásamt stækkun á byggingarreit fyrir leikskóla, samkvæmt tillögu Nordic Office of Architecture, dags. í mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Dugguvogur 53 - USK23040142
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 25. apríl 2023 þar sem sótt er um nýja starfsemi í húsnæðinu. Sótt er um að reka handbílaþvottar starfsemi í húsnæðinu. Í raun er engin breyting á innra skipulagi (sjá teikningu og fylgiskjöl) önnur en að uppfæra starfsmannaaðstöðu og bæta við olíugildrum í frárennsli.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Elliðaárvogur/Ártúnshöfði - svæði 7 - skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags - USK23010138
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju skipulagslýsing vegna nýs deiliskipulags Elliðaárvogs-Ártúnshöfða - svæðis 7 (Bíldshöfða/Breiðhöfða) á hluta miðsvæðis M4a og á opnu svæði OP30 skv. Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Rammaskipulag Elliðaárvogs-Ártúnshöfða var staðfest árið 2017 og í framhaldi hefur verið unnið að deiliskipulagi minni áfanga á svæðinu. Skipulagssvæðið afmarkast af Bíldshöfða til suðurs, stoðvegg til norðurs (deiliskipulagsmörkum áfanga 1 og 2 skv. rammaskipulagi), Breiðhöfða til austurs og Þórðarhöfða til vesturs. Gert er ráð fyrir blandaðri byggð þar sem stærstur hluti verður íbúðarhúsnæði. Einnig er gert ráð fyrir atvinnuhúsnæði, sérstaklega á götuhæðum við Bíldshöfða og Breiðhöfða. Byggingarmagn og hæðir húsa munu ráðast við gerð deiliskipulags m.t.t. markmiða aðalskipulags um sjálfbæra þróun og gæði byggðar sbr. skipulagslýsingu Nordic dags 25. janúar 2023. Einnig er lögð fram fornleyfaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur, skýrsla 2012. Lýsingin var kynnt frá 21. mars 2023 til og með 18. apríl 2023. Eftirtaldir sendu ábendingar/athugasemdir/umsögn: Jón Þorvaldsson og Steinunn Þorvaldsdóttir, dags. 10. febrúar 2023, Minjastofnun Íslands, dags. 11. apríl 2023, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins, dags. 12. apríl 2023, Veitur, dags. 18. apríl 2023, Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, dags. 18. apríl 2023, Vegagerðin, dags. 27. apríl 2023 og Skipulagsstofnun, dags. 27. apríl 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Freyjugata 46 - USK23010202
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjarlægja stórt tré við lóðarmörk, stækka garðskála og koma fyrir kamínu við suðvesturútvegg garðskála, mhl. 03, á lóð nr. 46 við Freyjugötu, samkvæmt uppdr. ASK arkitekta ehf., dags. 30. mars 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Háteigsvegur 44 - USK23030370
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um leyfi til að skipta í tvær íbúðir, stækka anddyri og gera sjálfstæðan inngang að efri hæð, gera nýja glugga á norðurhlið og endurnýja aðra glugga, gerð grein fyrir óleyfisviðbyggingu yfir svölum annarrar hæðar ásamt því að breyta innra skipulagi í húsi á lóð nr. 44 við Háteigsveg.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Laugavegur 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23040127
Lögð fram umsókn Eignarhaldsfélagsins Arctic ehf., dags. 17. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.0 vegna lóðarinnar nr. 1 við Laugaveg. Í breytingunni sem lögð er til felst að fella úr gildi heimild til að rífa steinhús á bakhluta lóðar, Laugavegur 1A, ásamt því að núverandi leyfilegt byggingarmagn er fært til. Hluti leyfilegs byggingarmagns verður aukið neðanjarðar ásamt að leyfa rishæð yfir jarðhæð fyrir miðri lóð, samkvæmt uppdr. Davíðs Kr. Pitt, dags. 5. apríl 2023. Einnig er lögð fram tillaga/skýringarskjal Davíðs Kr. Pitt, ódags. og umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 19. maí 2022.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Reynimelur 55 - grindverk og bílastæði - USK23020210
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess rjúfa og fjarlægja hluta af steyptu grindverki á lóðarmörkum að Hofsvallagötu og gera tvö bílastæði fyrir parhús á lóð nr. 55 við Reynimel. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 18. apríl 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa dags. 18. apríl 2023.
Fylgigögn
-
Suðurlandsbraut 34 - USK23030369
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 2. maí 2023 þar sem sótt er um að setja djúpgáma í stað sorpgeymslu inni í húsi á lóð nr. 34 við Suðurlandsbraut. Einnig er sótt um að nýta landhalla til að byggja hjólageymslu neðanjarðar og losna þannig við stakstæð hjólageymsluhús á yfirborði.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Suðurlandsbraut 34/ Ármúli 31 - Orkureitur - kynning - SN220437
Lagðar fram til kynningar nýjar fyrirspurnarteikningar Arkþing/Nordic ehf., dags. 3. apríl 2023 vegna uppbyggingu að Suðurlandsbraut 34/Ármúla 31, reitur 1.265 Orkureitur.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Vogabyggð svæði 3 - nýtt deiliskipulag - SN220729
Að lokinni auglýsingu er lagður fram að nýju skipulagsuppdráttur og leiðbeiningar frá JVST og Teiknistofunni Tröð, dags. 9. desember 2022, fyrir svæði 3 í Vogabyggð sem afmarkast af Dugguvogi til vestur, Tranavogi til norðurs, Súðarvogi og strandsvæði Elliðaárvogs frá austurs til suðurs. Skipulagssvæði Vogabyggðar er eitt af þeim svæðum sem skilgreint er sem þróunarsvæði með breyttri landnotkun, iðnaðar- og athafnasvæði verður miðsvæði og íbúðarbyggð. Þar er stefnt að blöndun byggðar, íbúðar og atvinnustarfsemi með heimildum fyrir atvinnustarfsemi í íbúðarbyggð og íbúðum á miðsvæði. Lögð er rík áhersla á fjölbreytta byggð í manneskjulegum mælikvarða, góð almenningsrými og tengsl við aðliggjandi útivistarsvæði. Þannig verður hverfið eftirsóttur valkostur fyrir fólk sem kýs að búa og starfa í umhverfi sem einkennist af hvoru tveggja í senn, borgarbrag og nálægð við náttúru. Skipulagssvæði Vogabyggðar er hluti af stærra þróunarsvæði við Elliðaárvogs og Ártúnshöfða. Markmið skipulagstillögu: Varðveita og styrkja hið heildstæða yfirbragð sem byggðin býr yfir í dag og stuðla að manneskjuvænu umhverfi innan svæðisins í Kænuvogi, með áherslu á aukinn gróður og vandaðri hönnun þegar byggt er við eða ofan á byggingar. Tillagan var auglýst frá 22. desember 2022 til og með 28. febrúar 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir/umsögn: Stefán Vilbergsson dags. 22. desember 2022, Guðbjörg Anna Jónsdóttir f.h. F.S. verka ehf.. dags. 6. febrúar 2023, Veitur, dags. 20. febrúar 2023, Þórhildur Bryndís Guðmundsdóttir, dags. 22. febrúar 2023, Guðrún Lilja Gunnlaugsdóttir og Þorbergur Halldórsson f.h. Kænuvogs 51-69, dags. 22. febrúar 2023, Andri Snær Magnason f.h. eigenda Dugguvogi 23, dags. 27. febrúar 2023, Jón Gunnar Björnsson og Arnar Matthíasson, dags. 27. febrúar 2023, Kísiliðjan ehf., SE-plast ehf., Rafsveinn ehf. og Glerísetningaþjónustan ehf., dags. 28. febrúar 2023 og Ólafur Fannberg stjórnarmaður í Arnarós hf. f.h. eiganda Súðarvogs 28-30, dags. 28. febrúar 2023. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Fossháls 15 - staðsetning ökutækjaleigu - USK23040055
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. apríl 2023 var lagt fram bréf Samgöngustofu, dags. 4. apríl 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Hallgríms Kristinssonar f.h. Hálendu ehf., um að reka ökutækjaleigu að Fosshálsi 15. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hafnarstræti 1-3 - (fsp) útisvæði - USK23010209
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Okkar Barsins ehf., dags. 17. janúar 2023, um að breyta bílastæði á lóð nr. 1-3 við Hafnarstræti í útisvæði. Fyrirspurninni var var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hálsahverfi - Grjótháls - breyting á deiliskipulagi - USK23040111
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Hálsahverfis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Laugarásvegur 1 - (fsp) breyta atvinnuhúsnæði í íbúðarhúsnæði. - USK23020026
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 23. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn og bréf Halls Kristvinssonar, dags. 31. janúar 2023, um að breyta atvinnuhúsnæði á lóð nr. 1 við Laugarásveg í íbúðarhúsnæði, samkvæmt uppdr. Arkinn ehf., dags. 31. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Fylgigögn
-
Laugavegur 18 - (fsp) fjölgun gistiherbergja - USK23040050
Lögð fram fyrirspurn VMT ehf., dags. 4. apríl 2023, ásamt bréfi, dags. 4. apríl 2023, um að fjölga gistiherbergjum í fasteigninni við Laugavegi 18 úr 21 herbergi í 28 herbergi án þess að heimilaður gestafjöldi breytist. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4, maí 2023.
Fylgigögn
-
Leifsgata 24 - (fsp) kvistur og gluggar - USK23030321
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Arnars Arnarsonar, dags. 23. mars 2023, um breytingar á kvisti og setja utanáliggjandi svalir á suðvesturhlið hússins á lóð nr. 24 við Leifsgötu (til vara er aðeins sótt um breytingar á kvisti, samkvæmt tillögu/skissu 2, ódags.) ásamt því að síkka/stækka glugga á norðurhlið hússins, tillögu/skissu 1, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Lindargata 50 - breyting á deiliskipulagi - USK23010094
Lögð fram að nýju umsókn Indro Indriða Candi, dags. 9. janúar 2023, ásamt bréfi, dags. 9. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis vegna lóðarinnar nr. 50 við Lindargötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að hækka hluta þaks á mhl. 03 (bakhús) og tengja við eystri hlið þaks á mhl. 2 þannig að úr verði garðskáli á þaki mhl 3, og setja opin stiga austast í port sem þjónar sem flóttaleið frá samkomusal á 2. hæð, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdr. VA arkitekta, dags. 9. janúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Tinnu Andrésdóttur, dags. 19. apríl 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdafresti.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 17. maí 2023.
-
Lynghagi 20 - USK22122877
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 7. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi fyrir stakstæðri bílgeymslu á einni hæð með einhalla timburþaki, steinsteyptur útveggir á lóðarmörkum, aðrir eru léttbyggðir með standandi timbur klæðningu, matshluti nr. 02, við hús á lóð nr. 20 við Lynghaga. Erindi var grenndarkynnt frá 20. mars til og með 24. apríl 2023. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Skólavörðustígur 3A - gisting - USK23040100
Lögð fram fyrirspurn Sesselju Guðmundsdóttur, dags. 14. apríl 2023, um rekstur gististaðar í húsinu á lóð nr. 3A við Skólavörðustíg. Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
-
Skúlagötusvæði - Skúlagata - breyting á deiliskipulagi - USK23040113
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 18. apríl 2023 var lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á deiliskipulagi Skúlagötusvæðis. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun nýrrar lóðar þar sem heimilt verður að reka hraðhleðsluþjónustu fyrir bíla, skilgreindur verður byggingarreitur fyrir spennistöðvar ásamt inn og útkeyrslum og hámarksfjöldi hleðslustæða verður 15 stæði, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta ehf., dags. 15. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Egilsgata 14 - BN060948
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. febrúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta innra skipulagi íbúða, hæðarlegu lóðar við hús með þremur íbúðum og byggingu stakstæðrar bílgeymslu í vesturhorni lóðar sem tilheyra mun íbúð 01-0201 í húsi á lóð nr. 14 við Egilsgötu, samkvæmt uppdr. Arkþings, dags. 12. september 2018, br. 9. og 13. febrúar 2023. Einnig er lögð fram afstöðumynd og skuggavarpi Arkþings, dags. 13. febrúar 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Leyla Eve og Sóley Þorgeirsdóttir, dags. 24. apríl 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Gufunes áfangi 1 - Jöfursbás - USK23050019
Lögð fram umsókn skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 2. maí 2023, um framkvæmaleyfi til að ljúka yfirborðsfrágangi í Jöfursbási í Gufunesi. Gera þarf ráð fyrir að lagfæra þurfi yfirborð undir hellulögn og malbikun. Verkið innifelur malbikun götunnar, ýmist efra eða beggja malbikslaga, steinlögn á bílastæði og hellu- og steinlögn í gangstéttir og upphækkuð svæði kringum gönguþveranir, ásamt þökulögn og sáningu í fláa meðfram gangstétt. Umferðarmerki og yfirborðsmerkingar tilheyra verkinu. Verkinu tilheyrir gerð bílastæðis sem er útskot frá núverandi götu innst í Jöfursbási, með efnisskiptum og malbikun. Gerð ofanvatnsrásar með trjáa- og runnabeði í miðsvæði götu tilheyrir verkinu. Auk þess eru í verkinu stútar frá fráveitubrunni og gröftur inn á stofna, ídráttarrör, mæliskápa og heimtaugar fyrir hleðslustaura rafbíla og götulýsing í gangstétt. Einnig er lagt fram teikningasett Verkís, dags. 26. september 2022.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sólheimar 11-13 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030336
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Kanon arkitekta ehf. f.h. eiganda, dags. 24. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 23. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 11-13 við Sólheima sem felst í að skipta upp lóð Langholtskirkju og nýta hluta hennar undir íbúðarbyggingu, samkvæmt uppdr. Kanon arkitekta, dags. 23. mars 2023. Fyrirspurninni var var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Fylgigögn
-
Sólvallagata 66 og 68 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - SN220701
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Ernu Petersen, dags. 2. nóvember 2022, ásamt, bréfi hönnuðar dags. 1. nóvember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Vesturvallareits vegna lóðanna nr. 66 og 68 við Sólvallagötu sem felst í að heimilt verði að hækka þak hússins og bæta við kvistum, samkvæmt uppdr. Vektor, hönnun og ráðgjöf, dags. 1. nóvember 2022. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 9. febrúar 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn Minjastofnunar Íslands dags. 24. apríl 2023.
Umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 24. apríl 2023, lögð fram.
-
Mjölnisholt 6-8 - (fsp) stigahús - USK23020265
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 16. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Arctic Tours ehf., dags. 22. febrúar 2023, um að setja stigahús á bakhlið hússins á lóð nr. 6-8 við Mjölnisholt. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Trípólí arkitekta, dags. 21. ferbúar 2023, sem sýna þrjár útfærslur. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt uppfærðri tillögu Trípólí arkitekta, dags. 4. apríl 2023 og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ofanleiti 1 - breyting á deiliskipulagi - SN220781
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Yrki arkitekta ehf. og Ofanleiti 1 ehf., dags. 6. desember 2022, um breytingu á deiliskipulagi Ofanleitis 1 og 2 vegna lóðarinnar nr. 1 við Ofanleiti. Í breytingunni sem lögð er til felst að bæta við tveimur byggingarreitum á lóð vegna hjólaskýlis og djúpgáma og fækka bílastæðum, samkvæmt uppdr. Yrki arkitekta, dags. 25. nóvember 2022. Tillagan var grenndarkynnt frá 20. mars 2023 til og með 24. apríl 2023. Eftirtaldir sendu athugasemdir: Björg Siv Juhlin Friðleifsdóttir og Gylfi Hammer Gylfason, dags. 20. apríl 2023 og Sigmundur Grétarsson, dags. 23. apríl 2023. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 4. apríl 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Sigtún 38 og 40A - breyting á deiliskipulagi - USK23020332
Lögð fram umsókn Íslandshótela, dags. 26. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Sigtúnsreits vegna lóðarinnar nr. 28 (38) og 40A við Sigtún. Í breytingunni sem lögð er til felst að flytja lóð fyrir spennistöð og breyta skilmálum þannig að hún verði neðanjarðar með aðkomu um aksturs skábraut, samkvæmt uppdr. Atelier arkitekta dags. 25. febrúar 2023. Einnig er lagður fram tölvupóstur Veitna, dags. 2. maí 2023, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Samþykkt að framlengja athugasemdafrest til 17. maí 2023.
-
Laugavegur 20b - (fsp) breyting a deiliskipulagi - USK23040143
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 18. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi reits 1.171.5 vegna lóðarinnar nr. 20B við Laugaveg sem felst í að bæta hæð ofan á samþykkta viðbyggingu á syðsta hluta hússins, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur arkitekta, dags. 4. apríl 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Þingholtsstræti 25 - breyting á deiliskipulagi - USK23040093
Lögð fram fyrirspurn Páls V. Bjarnasonar, dags. 13. apríl 2023, ásamt greinargerð, dags. 13. apríl 2023, um breytingu á deiliskipulagi Grundarstígsreits, reitur 1.183.3, vegna lóðarinnar nr. 25 við Þingholtsstræti sem felst í að stækkun hússins sem felst í að gera viðbyggingu við suðurgafl hússins, setja þaksvalir á rishæð, rífa núverandi kvist og byggja nýjan miðjukvist á austurhlið og innrétta húsið sem fjölbýlishús með 6 íbúðum, samkvæmt uppdr. Páls V. Bjarnasonar og Ólafar Pálsdóttur, dags. 12. apríl 2023. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 9. desember 2019 og 12. apríl 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reykjanesbraut - Bústaðavegur, breytingar með tilliti til Borgarlínu - matsáætlun - USK23030330
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. mars 2023 var lagt fram erindi Skipulagsstofnunar, dags. 23. mars 2023, þar sem óskað er eftir umsögn um matsáætlun Eflu vegna breytinga á gatnamótum Reykjanesbrautar og Bústaðavegar, með tilliti til Borgarlínu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 4. maí 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Garðabær - breyting á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2036 - landnotkun Rjúpnahlíð - USK23050039
Lagt fram bréf Garðabæjar, dags. 12. desember 2023, þar sem óskað er eftir umsögn vegna skipulagslýsingar fyrir tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Garðabæjar 2016-2036 sem nær til óbyggðs svæðis í Rjúpnadal og Rjúpnahlíð sem liggur að bæjarmörkum við Kópavog.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.
-
Kópavogur - breyting á Aðalskipulagi 2019-2040 og deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð - USK23050034
Lagt fram erindi Kópavogsbæjar, dags. 27. apríl 2023, þar sem vakin er athygli á auglýsingu um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Kópavogs 2019-2040 og deiliskipulagi fyrir Vatnsendahvarf/Vatnsendahæð.
Vísað til umsagnar deildarstjóra aðalskipulags.
-
Skotæfingasvæði Álfsnesi - aðalskipulagsbreyting - USK23030130
Að lokinni kynningu er lögð fram að nýju verklýsing/drög að tillögu að aðalskipulagsbreytingu fyrir skotæfingasvæði Álfsnesi, sbr. 1. og 2. mgr. 30 gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt er að kynna lýsingu að aðalskipulagi í samræmi við 1. og 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Lýsingin var kynnt frá 23. mars 2023 til og með 21. apríl 2023. Eftirtaldir sendu umsögn: Bláskógarbyggð, dags. 27. mars 2023, Kópavogsbær, dags. 4. apríl 2023, Hvalfjarðarsveit, dags. 14. apríl 2023, Skipulagsstofnun, dags. 19. apríl 2023, Náttúrufræðistofnun Íslands, dags. 21. apríl 2023, Mosfellsbær, dags. 24. apríl 2023, íbúaráð Kjalarness, dags. 2.maí 2023, íbúasamtök, 3. maí 2023 og Seltjarnanesbær, dags. 3. maí 2023. Einnig eru lögð fram tvö bréf frá íbúaráði Kjalarness, dags. 21. apríl 2023, vegna bókana frá fundi sínum 19. apríl 2023 um annars vegar verklýsingu og hins vegar um samráð við íbúa.
Vísað til meðferðar deildarstjóra aðalskipulags.
-
Bústaðarvegur 81 - (fsp) hækkun húss - USK23050043
Lögð fram fyrirspurn Grétu Þórsdóttur Björnsson, dags. 3. maí 2023, um hækkun á þaki vegna endurbóta á húsi á lóð nr. 81 við Bústaðarveg. Einnig lögð fram tillaga Nordic Office of Architecture dags. maí 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 14:24
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 4. maí 2023