Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2023, fimmtudaginn 16. mars 2023 kl. 09:07, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 908. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12 - 14, 2. hæð, Stardalur. Fundinn sátu: Björn Axelsson, Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ingvar Jón Bates Gíslason, Lilja Grétarsdóttir, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir, Sigríður Lára Gunnarsdóttir, Sigríður Maack, Sólveig Sigurðardóttir, Þórður Már Sigfússon, Laufey Björg Sigurðardóttir og Ævar Harðarson. Fundarritari var Erna Hrönn Geirsdóttir.
Þetta gerðist:
-
Silfratjörn 1 - breyting á deiliskipulagi - USK23020350
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram umsókn VR Blæs leigufélags slhf, dags. 27. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Úlfarsárdals vegna lóðarinnar nr. 1 við Silfratjörn. Í breytingunni sem lögð er til felst að stækka byggingarreit lítillega vestan við húsið, skilgreindir eru þrír nýir byggingarreitir, byggingarreitur B1, B2 og B3, sem allir hafa skilyrta notkun, eitt bílastæði verði fyrir hverja íbúð óháð stærð, auk þriggja bílastæða fyrir hreyfihamlaða, svalir megi ná 160 cm út fyrir byggingarreit, en þó megi þær ekki fara yfir lóðarmörk, heimilt verði að færa byggingarmagn á milli byggingarreita og staðfanga og að sami aðili megi hanna fleiri en eitt hús á lóðinni, samkvæmt uppdr. Glámu-Kím, dags. 27. febrúar 2023. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnisstjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt að grenndarkynna fyrir hagsmunaaðilum að Skyggnisbraut 17 og 25, Rökkvatjörn 2, 4, 6 og 6A og Silfratjörn 2, þegar uppfærðir uppdrættir berast embættinu.
Erindið verður grenndarkynnt þegar umsækjandi hefur greitt fyrir grenndarkynningu sbr. 7.6. gr., sjá gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Vagnhöfði 29 - breyting á deiliskipulagi - SN220544
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2022 var lögð fram umsókn UNDRA ehf. dags. 2. september 2022 ásamt greinargerð, dags. 5. september 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða iðnaðarsvæðis vegna lóðarinnar nr. 29 við Vagnhöfða. Í breytingunni sem lögð er til felst að núverandi byggingar á lóðinni verði fjarlægðar og í staðinn verði heimilt að byggja 7 hæða byggingu þar sem tvær efstu hæðirnar verða inndregnar að stórum hluta. Aðkoma að byggingunni verður bæði frá göturýminu og inngarðinum. Auk þess er gerð lítilsháttar breyting á lóðarmörkum ásamt því að heimilt verði að nota þak sem dvalarsvæði, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum (6 stk.) UNDRA ehf., dags. 5. september 2022. Erindinu var vísað til meðferðar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og samgönguráðs. Komi til auglýsingar á breytingu deiliskipulagi þarf umsækjandi áður að greiða skv. 7.5. gr. gjaldskrá vegna kostnaðar viðskipulagsvinnu nr. 1051/2022.
-
Hagamelur 55 - niðurrif skála á lóð Vesturborgar - USK23020337
Lagt fram minnisblað skrifstofu framkvæmda og viðhalds, dags. 1. mars 2023, um að rífa niður Skála á lóð Vesturborgar að Hagameli 55. Einnig er lagt fram ástandsmat og kostnaðaráætlun VSÓ ráðgjafar, dags. 10. febrúar 2023, minnisblað Verksýn, dags. 3. febrúar 2022, minnisblað Guðna Arnar byggingaþjónustu, dags. 4. febrúar 2022, umsögn Minjastofnunar Íslands, dags. 7. desember 2022, Greinargerð Náttúrufræðistofnunar Íslands, ódags. og húsaskrá Borgarsögusafns Reykjavíkur um Hagamel 55 (mhl. 02). Einnig er lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Nýi Skerjafjörður - breyting á deiliskipulagi - SN210810
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að breytingu á deiliskipulagi 1. áfanga Nýja Skerjafjarðar. Við vinnslu deiliskipulagstillögu var m.a. horft til umhverfisgæða með hliðsjón af uppfærðu Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040. Breytingin felst í: 1. Komið er fyrir dreifistöðvum Veitna ohf. með byggingarreitum á þremur stöðum innan deiliskipulagssvæðis. Ein dreifistöðin, sú sem er nyrst í græna ásnum fær sérlóð. 2. Kafla 5.10 vegna lóðar 5 í greinargerð er breytt. 3. Afmörkun fylgilóða fyrir djúpgáma í götum felld niður og gert er ráð fyrir sorpgerðum á lóðum sérbýla og raðhúsa og djúpgámum á fjölbýlishúsalóðum undir einu eignarhaldi. 4. Akfær stígur á lóð 5 er felldur niður og er 0byggingarreitur austanmegin lóðar verður þá óslitinn en þess í stað er komið fyrir akfærum stíg vestan megin lóðar að djúpgámum. 5. Svæði afmörkuð á uppdrætti fyrir tímabundin haugsvæði vegna geymslu á menguðum jarðvegi á meðan vinna við jarðvegshreinsun stendur yfir, samtals 1 ha að stærð. 6. Tákn fyrir ofanvatnsrás á grænu svæði vestast á skipulagssvæði tekið út vegna breyttrar hönnunar ofanvatnslausna. 7. Byggingarreitir fyrir raðhús á lóð 2 dregnir inn 2m frá hjólastíg til að rýmka milli hjólastígs og húsgafla. 8. Byggingarreitir sérbýla við Skeljanes stækkaðir. 9. Lóðum 2, 3, 4, 6 og 10 skipt upp í smærri lóðareiningar. 10. Skilmálar fyrir lóð 10 undir hjúkrunarheimili eru felldir úr gildi en fjölbýlishúsum komið fyrir með allt að 80 íbúðum á lóðum 10a og 10b. 11. Lóðir sem snúa að miðsvæðum hafi heimild til atvinnu- og þjónusturýma á jarðhæðum sem snúa að götu. 12. Stök hús í inngörðum minnkuð á reitum 4 og 6. 13. Götuheitum nafnanefndar bætt inná uppdrátt. 14. Við port og sund á lóðum 3, 4, 5 og 10 skal vera uppbrot í útvegg og vandaður frágangur. Breyting deiliskipulagsáætlana þessara er sett fram á þremur uppdráttum; deiliskipulagsuppdrætti, skýringaruppdrætti og skuggavarpsuppdrætti, dags. 4. mars 2022, breytt 2. febrúar 2023, og í uppfærðri greinargerð og almennum skipulagsskilmálum dags. 4. mars 2022, breytt 18. ágúst 2022, og sérskilmálum, dags. 4. mars 2022, síðast breytt 2. febrúar 2023. Einnig fylgir samantekt breytinga 1. áfanga, dags. 4. mars 2022, breytt 2. febrúar 2023, ásamt hönnunarleiðbeiningum fyrir almenningsrými, götur, torg og inngarða, dags. 4. mars 2022. Tillagan var auglýst frá 27. apríl 2022 til og með 13. júní 2022. Eftirtaldir sendu umsagnir: Isavia dags. 13. maí 2022, Bláskógabyggð dags. 20. maí 2022, Veðurstofa Íslands dags. 2. júní 2022, Mosfellsbær dags. 13. júní 2022, Náttúrufræðistofnun Íslands dags. 13. júní 2022, Umhverfisstofnun dags. 13. júní 2022, Minjastofnun Íslands dags. 13. júní 2022 og Veitur dags. 13. júní 2022. Einnig eru lagðir fram tölvupóstar Veitna dags. 17. og 23. ágúst 2022 þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnisstjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 30. júní 2022 og er nú lagt fram að nýju.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Skarfagarðar 4 - breyting á deiliskipulagi - USK23010260
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram umsókn Hampiðjunnar, dags. 23. janúar 2023, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 18. janúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Skarfabakka, Klettasvæðis vegna lóðarinnar nr. 4 við Skarfabakka. Í breytingunni sem lögð er til felst að sameina byggingarreiti suðaustan við núverandi byggingu í einn byggingarreit en byggingarreitur norðvestan við núverandi byggingu er aðlagaður núverandi byggingu, samkvæmt uppdr. Arkís arkitekta, dags. 12. janúar 2023. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju.
Lagfærð bókun frá afgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023. Rétt bókun er: Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Skarfagörðum 2 og 8 og Klettagörðum 6 og 8-10 þegar uppfærð gögn hafa borist embættinu. Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. 7.6. gr. gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1051/2022.
-
Veðurstofureitur - nýtt deiliskipulag - skipulagslýsing - USK23030053
Lögð fram skipulagslýsing umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 7. mars 2023, vegna nýs deiliskipulags fyrir Veðurstofureit. Í tillögunni sem lögð er til felst að koma fyrir nýrri íbúabyggð ásamt þjónustu á Veðurstofuhæð. Að greina núverandi horf Veðurstofuhæðar og næsta nágrennis svo byggja megi undir heildstætt nýtt íbúðahverfi á miðsvæði ásamt þjónustu með sterkum vistvænum áherslum í sátt við núverandi umhverfi. Að leita uppi styrkleika rýmisins á svæðinu og flétta saman við borgarsamhengið næst reitnum í Hlíðum og Kringlu.Að koma fyrir nýrri 7m breiðri tengingu sem þjónar öllum virkum ferðamátum undir Bústaðaveg og tengja saman norður–suðurás milli Stigahlíðar og Beykihlíðar/Birkihlíðar (Suðurver og Klettaskóli). Að skoða þróunar- og uppbyggingarmöguleika lóða á reitnum, hæðir húsa, stakstæð eða í klösum ásamt samnýtingu rýma.Að finna hæfilegt nýtingarhlutfall nýbygginga á reitnum. Að skoða bílastæðakröfur og bílastæðahús ásamt fyrirkomulagi á aðgengi ökutækja inn á íbúðareitinn sem gengur í aðalatriðum út á samnýtingu með Veðurstofunni.Að deilihagkerfið eigi að geta þjónað öllum íbúum reitsins.Að staðsetja 5-7 íbúa sambýli fyrir fatlaða. Að skilgreina útivistarsvæði fyrir íbúa reitsins og núverandi nágranna. Gert er ráð fyrir að byggingarmagn á reitnum skiptist á milli Græns húsnæðis framtíðarinnar á veðurhæðinni, Variat - hagkvæms húsnæðis og Bjargs íbúðafélags.Gert er ráð fyrir að starfsemi þjónustustofnunar á Veðurstofureit (Veðurstofa Íslands) muni alfarið færast yfir á lóð nr. 7 við Bústaðaveg með nýbyggingarreit vestan við núverandi byggingu.Byggingarreitur Veitna ohf. undir framtíðarstækkun kaldavatnsgeymis verður staðsettur sunnan við hlið núverandi geymis.
Vísað til afgreiðslu umhverfis- og skipulagsráðs.
-
Vesturás 31-39 - nr. 37 - Viðbygging - sólskáli í kjallara og svalir/pallur þar á - BN061390
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 15. september 2022 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 30. ágúst 2022 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús matshluta nr. 04, viðbygging við kjallara með þaksvölum, útgengt frá stofu aðkomuhæðar og tröppur niður í garð á suðvesturhlið húss nr. 37 á lóð nr. 31-39 við Vesturás. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa dags. 15. september 2022. Erindi er nú lagt fram að nýju þar sem um er að ræða svalir/pall en ekki þaksvalir ásamt uppfærðri umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Uppfærð umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Ármúli 38 - breyting á notkun - BN060263
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að breyta notkun rýmis 0302, matshluta 02, úr skrifstofu í íbúð í húsi á lóð nr. 38 við Ármúla.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kambsvegur 26 - bílskúr – BN061819
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 29. nóvember 2022 þar sem sótt er um leyfi til að byggja stakstæða bílgeymslu, mhl. nr. 03, staðsteyptar undirstöður og botnplata, timbur útveggir og þak, norðaustan við tvíbýlishús á lóð nr. 26 við Kambsveg. Einnig eru lagðir fram skuggavarpsuppdrættir, dags 11. janúar 2023. Erindi var grenndarkynnt frá 8. febrúar 2023 til og með 8. mars 2023. Engar athugasemdir bárust.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Kringlan 7 - (fsp) skipulag lóðarinnar - USK23030152
Lögð fram fyrirspurn Kringlunnar 7, húsfélags, dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi Juris, dags. 3. mars 2023, um skipulag lóðarinnar nr. 7 við Kringluna, samkvæmt tillögu Batterísins, dags. 23. febrúar 2023. Óskað er eftir viðræðum um framhald málsins.
Vísað inn í yfirstandandi skipulagsvinnu Kringlusvæðisins.
-
Mjölnisholt 6-8 - (fsp) stigahús - USK23020265
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Arctic Tours ehf., dags. 22. febrúar 2023, um að setja stigahús á bakhlið hússins á lóð nr. 6-8 við Mjölnisholt. Einnig eru lagðir fram uppdrættir Trípólí arkitekta, dags. 21. ferbúar 2023, sem sýna þrjár útfærslur. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Nökkvavogur 42 - breyting á deiliskipulagi - USK23030052
Lögð fram umsókn Sigurðar Sigurbjörnssonar, dags. 3. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Vogahverfis vegna lóðarinnar nr 42. við Nökkvavog. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt verði að setja svalir á húsið með tröppum niður í garð, 1.8 metra út fyrir byggingarreit, samkvæmt uppdr. Plús arkitekta, ódags.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1051/2022.
-
Skúlagata 30 - (fsp) niðurrif húss og breyting á byggingarreit - SN220375
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Rauðsvíkur ehf, dags. 13. júní 2022, um niðurrif núverandi húss og smávægilegar breytingar á byggingarreit. Einnig var lögð fram tillaga Batterísins dags. 13. júní 2022, minnisblað Davíðs Arnars Baldurssonar, dags. 4. maí 2022, greinargerð skrifstofu framkvæmda og viðhalds um kolefnisspor vegna niðurrifs bygginga, dags. 23. nóvember 2022, og umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2022. Fyrirspurn er nú lögð fram að nýju ásamt bréfi Atla Kristjánssonar framkvæmdastjóra f.h. Rauðsvík ehf, dags. 14. febrúar 2023, og tölvupósti, dags. 8. mars 2023, þar sem óskað er eftir endurskoðun á umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 23. nóvember 2022. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Jöfursbás 6 - Gufunes 1. áfangi - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030117
Lögð fram fyrirspurn Andersen Sigurdsson arkitektar, dags. 28. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Gufuness 1. áfanga vegna lóðarinnar nr. 6 við Jöfursbás sem felst í að lóðin sem skilgreind er fyrir atvinnuhúsnæði verði að hluta til nýtt undir íbúðabyggingu, samkvæmt tillögu Andersen Sigurdsson arkitektar dags. 28. febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lækjargata 1 - ósk um breyting á deiliskipulagi - USK23010329
Lagt fram bréf Eddu Hauksdóttur f.h. og í umboði annarra eigenda og lóðarhafa Bankastrætis 3, dags. 24. janúar 2023, þar sem óskað er eftir breytingu á deiliskipulagi fyrir lóðina nr. 1 við Lækjargötu þannig að skipulagssvæðið nái einnig yfir lóð nr. 3 við Bankastræti.
Erindinu vísað í vinnu við deiliskipulagsgerð að Bankastræti 3
-
Básendi 6 - (fsp) rekstur gististaðar - USK23010207
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Caspers Vilhelmsen, dags. 16. janúar 2023, um rekstur gististaðar í flokki II í húsinu á lóð nr. 6 við Básenda. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Neikvætt er tekið í erindið sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Fylgigögn
-
Laufásvegur 10 - svalir og þakgluggar - 0402 - BN061229
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til að gera léttar stálsvalir á íbúð 0402 ásamt því að stækka og fjölga þakgluggum í sömu íbúð í fjölbýlishúsi á lóð nr. 10 við Laufásveg.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Njálsgata 38 - breyting á deiliskipulagi - USK23030166
Lögð fram umsókn Kristjáns Ásgeirssonar, dags. 13. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Njálsgötureits, reits 1.190.2, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, vegna lóðarinnar nr. 38 við Njálsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst í að rífa núverandi bílgeymslu á baklóð og byggja þess í stað íbúðarhús með stakri íbúð á einni og hálfri hæð með þakverönd að Öskustíg, samkvæmt uppdr. Alark, dags. 10. mars 2023.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Ránargata 24 - (fsp) áðurgerð viðbygging - USK23020212
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Ragnheiðar Bogadóttur, dags. 17. febrúar 2023, um áðurgerða viðbyggingu við skúr á lóð nr. 24 við Ránargötu. Einnig lögð fram skissa ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skipasund 7 - (fsp) breyta bílskúr - USK23020011
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. febrúar 2023 var lögð fram fyrirspurn Bjarna Þórs Einarssonar, dags. 30. janúar 2023, um að breyta bílskúr í tómstunda vinnuaðstöðu á lóð nr. 7 við Skipasund. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Skipholt 21 - (fsp) breyting á rými á 1. hæð - USK23020259
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Noland arkitekta, dags. 21. febrúar 2023, um að gera þrjú auka herbergi á 1 hæð norðurhliðar hússins á lóð nr. 21 við Skipholt og nýta sem gistirými, samkvæmt tillögu Noland arkitekta, ódags., en herbergin yrðu hluti af gististað sem er á efri hæðum hússins. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Grettisgata 41 - breyting á deiliskipulagi - USK23030131
Lögð fram umsókn Grímu arkitekta ehf., dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 8. mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Reits 1.173.1, timburhúsareits vegna lóðarinnar nr. 41 við Grettisgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að byggingarreitur norðan við húsið er stækkaður og heimild veitt fyrir því að reisa bakhús nyrst á lóðinni, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 8. mars 2023. Möguleikanum á að reisa viðbyggingu í stað bakhúss er haldið opnum áfram.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra
-
Laugavegur 159A - (fsp) þegar byggður inngangur - USK23030153
Lögð fram fyrirspurn Jeannot A. Tsirenge, dags. 9. mars 2023, ásamt bréfi, ódags., um þegar byggðan inngang í húsi á lóð nr. 159A við Laugaveg. Einnig eru lagðir fram uppdr. JAT21 arkitekta, dags. 11. desember 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
-
Laugavegur 176 - niðurrif - USK23030048
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til niðurrifs á matshlutum nr. 02, 03 og 04, hús á lóð nr. 176 við Laugaveg.
Neikvætt, samræmist ekki deiliskipulagi.
-
Höfðabakki 7 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23030056
Lögð fram fyrirspurn THG arkitekta, dags. 4 mars 2023, um breytingu á deiliskipulagi Ártúnshöfða eystri vegna lóðarinnar nr. 7 við Höfðabakka sem felst í að heimilt verði að setja inndregna hæð ofan á núverandi skrifstofuhús, samkvæmt uppdr. THG arkitekta, dags. 21. febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vesturgata 53 - breyting á notkun - USK23030005
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 14. mars 2023 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta notkun verslunarrýmis 0101 í tvær íbúðir á sama fasteignnúmeri í húsi nr. 53, mhl.01, á lóð nr. 53 við Vesturgötu.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Vesturgata 53 - stækkun húss o.fl. - USK22122965
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 2. febrúar 2023 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 31. janúar 2023 þar sem sótt er um leyfi til að stækka hús í matshluta nr. 01, port hússins hækkað og byggt yfir vesturenda og stækkað til suðurs, jafnframt er sótt um að sameina matshluta nr. 04 og nr. 01 og fjölga íbúðum um eina, í matshluta nr. 01, í húsi nr. 53 á lóð nr. 53-53A við Vesturgötu. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023, samþykkt.
Fylgigögn
-
Búagrund 8A - (fsp) stækkun húss - USK23030029
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn Hildar Mósesdóttur, dags. 2. mars 2023, um stækkun hússins á lóð nr. 8A við Búagrund, samkvæmt skissu, ódags. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnisstjóra og er nú lögð fram að nýju.
Ekki eru gerðar skipulagslegar athugasemdir við erindið.
-
Hólmsheiðarvegur 151 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020070
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 9. mars 2023 var lögð fram fyrirspurn ásamt bréfi Landsnets hf., dags. 6. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hólmsheiði Landsnet, vegna lóðarinnar nr. 151 við Hólmsheiðarveg vegna fyrirhugaðrar nýbyggingu á lóð, samkvæmt uppdr. Joda arkitekta dags. 26. janúar 2023. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Ekki eru gerðar athugasemdir við að umsækjandi láti vinna tillögu að breytingu á deiliskipulagi í samræmi við erindið, á eigin kostnað. sbr. umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 16. mars 2023.
Fylgigögn
-
Álfaland 15 - (fsp) breyting á deiliskipulagi - USK23020187
Lögð fram fyrirspurn Plúsarkitekta, dags. 15. febrúar 2023, ásamt greinargerð, dags. 15. febrúar 2023, um breytingu á deiliskipulagi Eyrarlands vegna lóðarinnar nr. 15 við Álfaland sem felst í að heimilt verði að skipta húsinu upp í 6 íbúðir og stækka útbyggingu á vesturenda hússins, samkvæmt uppdr. Plúsarkitekta, dags. 15. febrúar 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Hofteigur 23 - (fsp) svalir o.fl. - USK23030159
Lögð fram fyrirspurn Péturs Maack, dags. 10. mars 2023, ásamt bréfi, dags. 10. mars 2023, um að setja svalir á 1. hæð hússins á lóð nr. 23 við Hofteig, skorstein á vesturhlið og svalahurð í stað glugga á 2. hæð auk þess að bæta við glugga á 2. hæð á norðurhlið, samkvæmt uppdr. PAM/PAM dags. 7. mars 2023.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Lambasel 46 - stækkun lóðar - USK23030169
Lögð fram fyrirspurn Arnar Arnarsonar, dags. 9. mars 2023, ásamt greinargerð, dags. 10. mars 2023, um stækkun lóðarinnar nr. 46 við Lambasel.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra
Fundi slitið kl. 14:49
Björn Axelsson Borghildur Sölvey Sturludóttir
Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundar skipulagsfulltrúa 16. mars 2023