Afgreiðslufundir skipulagsfulltrúa
Ár 2025, fimmtudaginn 6. mars kl. 09:05, hélt skipulagsfulltrúi Reykjavíkur 1003. embættisafgreiðslufund sinn til afgreiðslu mála án staðfestingar umhverfis- og skipulagsráðs. Fundurinn var haldinn á skrifstofu skipulagsfulltrúa Borgartúni 12-14, 2. hæð, Gjáin. Fundinn sátu: Borghildur Sölvey Sturludóttir og Helena Stefánsdóttir. Eftirtaldir embættismenn kynntu mál á fundinum: Ingvar Jón Bates Gíslason, Sólveig Sigurðardóttir, Ágúst Skorri Sigurðsson, Valný Aðalsteinsdóttir, Hrönn Valdimarsdóttir, Sigríður Maack, Hrafnhildur Sverrisdóttir, Ólafur Ingibergsson, Britta Magdalena Ágústsdóttir, Birgitta Rut Skúlad. Hjörvar, Olga Guðrún B. Sigfúsdóttir og Þórður Már Sigfússon. Fundaritarar voru Auðun Helgason og Bjarki Freyr Arngrímsson.
Þetta gerðist:
-
Grjótháls 2 - (fsp) Breyting á skilgreiningu lóðar - USK25010323
Lögð fram fyrirspurn Lónseyri ehf., dags. 29. janúar 2025, ásamt greinargerð Mansard teiknistofu, dags. 29. janúar 2025, um að að breyta skilgreiningu lóðarinnar nr. 2 við Grjótháls frá því að vera eingöngu með áfyllingu fyrir rafbíla yfir að vera með áfyllingu fyrir vetnis- og rafbíla, samkvæmt uppdr. Mansard teiknistofu, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kjalarnes, Gullslétta 7 - Afnotaleyfisumsókn - Umsagnarbeiðni - USK25030063
Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu stjórnsýslu og gæða, dags. 5. mars 2025, þar sem óskað er eftir umsögn vegna umsóknar Brynjólfs Brynjólfssonar um afnot af 5 hektara svæði við hlið Gullsléttu 7 á Kjalarnesi.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Framnesvegur 19 - USK23050142
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til þess að byggja á tveggja hæða viðbyggingu og sólskála við vesturgafl einbýlishúss á lóð nr. 19 við Framnesveg. Erindið var grenndarkynnt frá 29. janúar 2025 til og með 26. febrúar 2025. Athugasemd og ábending barst.
Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til og með 31. mars 2025.
-
Grensásvegur 24 - USK24060322
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að breyta erindi BN055716, með síðari breytingu USK23030024 þannig að hús nr. 24, er hækkað um eina hæð og ásamt húsi nr. 26 klætt utan með álklæðningu, gistihús í flokki ll teg b, mhl. 01, á lóð nr. 24 við Grensásveg. Erindi var samþykkt í grenndarkynningu og er nú lagt fram að nýju.
Fallið er frá grenndarkynningu þar sem ekki er þörf á að grenndarkynna byggingarleyfisumsókn fyrir Heiðargerði 65 þar sem eigandi Heiðargerðis 65 er eigandi Grensásvegar 24.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Norðurstígur 5A - Málskot - USK25020367
Lagt fram málskot Guðmundar H. Péturssonar hrl. hjá LLG Lögmönnum f.h. Hálands ehf., dags. 27. febrúar 2025, vegna neikvæðra afgreiðslna skipulagsfulltrúa frá 21. mars 2024 og 15. ágúst 2024 um rekstur gististaðar í flokki II í nýbyggingu á lóð nr. 5 við Norðurstíg. Einnig eru lagðar fram umsagnir skipulagsfulltrúa, dags. 21. mars 2024 og 15. ágúst 2024.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
-
Öskjuhlíð - Framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa - USK25020260
Lögð fram umsókn umhverfis- og skipulagssviðs, Náttúra og garðar, dags. 19. febrúar 2025, um uppfært framkvæmdaleyfi vegna trjáfellingar / Grisjunar trjáa í Öskjuhlíð. Einnig er lagt fram minnisblað Borgarsögusafns Reykjavíkur, dags. 21. janúar 2025, um minjar á svæði fyrir aðflug og brottflug að flugbrautum 13/31 úr austri og minnisblað Isavia, dags. 14. febrúar 2025, um mat á aðferðarfræði við trjáfellingu í Öskjuhlíð. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025.
Samþykkt að gefa út framkvæmdaleyfi með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025. Vísað til skrifstofu stjórnsýslu og gæða til útgáfu framkvæmdaleyfis.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir útgáfu framkvæmdaleyfis skv. gr. 5.2 í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
Fylgigögn
-
Lambhagaland - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - USK25020270
Lögð fram fyrirspurn THG Arkitekta, dags. 21. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Lambhagalands, sem felst í breytingu á skilgreiningu reitsins úr ræktunarsvæði í blandaða byggð íbúða og þjónustu. Einnig er lögð fram greinargerð THG Arkitekta ásamt samþykki lóðarhafa að Lambhagavegi 17, 19, 21, 23, 25, 27, 29 og 31, dags. 17. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Reykjavíkurhöfn, Kleppsvík - Breyting á deiliskipulagi - Kjalarvogur 5 - USK24100005
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 12. desember 2024 var lögð fram umsókn Vektors, hönnun og ráðgjöf, ehf., dags. 1. október 2024, um breytingu á deiliskipulagi Reykjavíkurhafnar, Kleppsvíkur vegna lóðarinnar nr. 5 við Kjalarvog. Í breytingunni sem lögð er til felst breyting á lögun á áður samþykktum byggingareit á þann veg að ónýttir byggingareitir við suðurhlið hússins færast á svæði merkt C, þar sem fyrirhuguð frystivörugeymsla mun koma, samkvæmt uppdr. Vektors, hönnun og ráðgjöf, dags. 3. mars 2025. Einnig er lagt fram samþykki Heimis Sigurðssonar f.h. Festingar hf., dags. 26. september 2024. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda umembættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Aðliggjandi lóðarhafi (Festing hf.) að Kjalarvogi 7-15, gerir engar athugasemdir við deiliskipulagsbreytinguna sem lýtur að breytingum á lögun á áður samþykktum byggingarreit, sbr. yfirlýsing framkvæmdastjóra Festingar hf., dags. 26. september 2024.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir óveruleg breytingu á deiliskipulagi á grundvelli málsmeðferðar skv. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga og þarf að greiða skv. 8.2. gr. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024, áður en breytingin er auglýst í B-deild Stjórnartíðinda.
-
Vesturlandsvegur, Hallar - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Lambhagavegur 1 og 3 - USK25020012
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 6. febrúar 2025 var lögð fram fyrirspurn Módelhúsa ehf., dags. 3. febrúar 2025, ásamt bréfi Arkís arkitekta, dags. 31. janúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Vesturlandsvegar, Halla vegna lóðanna nr. 1 og 3 við Lambhagaveg sem felst í að heimilt verði að sameina lóðirnar ásamt því að auka byggingarmagn. Fyrirspurninni var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lögð fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025.
Umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025, samþykkt.
Fylgigögn
-
Hlésgata 1 - (fsp) Uppbygging - USK25020271
Lögð fram fyrirspurn VB framkvæmda ehf., dags. 21. febrúar 2025, um uppbyggingu á lóð nr. 1 við Hlésgötu, samkvæmt tillögu Teiknistofu Arkitekta, dags. 20. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Nýr Landspítali við Hringbraut - breyting á deiliskipulagi - Sóleyjartorg - USK25020348
Lagt fram minnisblað Nýs Landspítala ohf., dags. 5. mars 2025, að breytingu á deiliskipulagi Nýs Landspítala við Hringbraut fyrir Sóleyjartorgs. Tilfærslur eru gerðar frá fyrra skipulagi á stigatengingu milli sunnanverðs Sóleyjartorgs og bílakjallara undir Sóleyjartorgi (nr. 37). Breytingin gerir ráð fyrir lyftu- og stigaaðgengi á sér byggingarreit undir hýsi yfir nýjan yfirbyggðan tröppugang og lyftur sem tengir báðar hæðir bílakjallara við yfirborð torgssvæðisins norðan Borgarlínustöðvar á Burknagötu. Um leið helst aðgengi starfsmanna spítalans greitt í Meðferðarkjarnann (MFK) K1, aðgreint frá aðalinngangi / anddyrisbyggingu, sem styður við eina af meginforsendum í hönnun MFK um aðskilnað á ólíku flæði. Sóleyjartorgi er skipt í fjögur svæði eftir áherslum í notkun. 1. Efra torg við Hrafnsgötu er dvalar-, leik- og upplifunarsvæði ásamt hluta tröppumannvirkis sem tengist aðalinngangi, móttöku, mötuneyti og kaffiteríu MFK sem liggur við Hrafnsgötu, um 550m². Undir efra torginu er aðalhjólageymsla fyrir starfsmenn spítalans. Miðt2. org er rampa- og tröppusvæði útfært set-, dvalar- og upplifunarsvæði framan við anddyrisbyggingu MFK um 750m². 3. Aðkomusvæðið við aðalinngang meðferðarkjarna ásamt sérstökum inngangi bráðamóttöku með hringakstri og sleppistæðum í neyðarerindum. Einnig er aðkoma í ramp bílakjallarans sem og nýtt lyftu- og stigahús á svæðinu sem er um 1.600m². 4. Suðursvæði myndast milli Borgarlínustöðvar og lyftu- og stigahúss og er aðkomu- og dvalarsvæði um 600m². Meginmarkmið á hönnun torgsins gengur út á að skapa samhengi, heild og flæði um allt torgið með áherslu á öruggt og greitt aðgengi almennings og eftir atvikum lögreglu í neyðarerindum. Einnig byggja undir fjölbreytileika og mismunandi upplifun í öruggu umhverfi fyrir gangandi og akandi, tryggja skýra hönnun með tilliti til rötunar í umhverfi sem hentar starfsfólki, sjúklingum og aðstandendum, borgarbúum og öðrum gestum. Öll hönnun og útfærsla á yfirborðsefnum og götugögnum torgsins skal vera einföld að gerð sem hindrar hvorki flæði né skapar hættu. Hýsið er almennt léttbyggt og skal skyggja sem minnst á aðalbyggingu Landspítalans. Þak skal vera léttbyggt og mynda skyggni yfir lyftudyrum. Veggir eru úr gleri. Gert er ráð fyrir að hægt sé að mynda tímabundnar útfærslur á skjólmyndun með setaðstöðu við hýsið með léttum færanlegum götugögnum, t.a.m. bekkjum og sóltjöldum, allt eftir árstíðum og aðstæðum hverju sinni, samkvæmt deiliskipulagsuppdráttum og skýringarmyndum, dags. 6. mars 2025.
Vísað til umhverfis- og skipulagsráðs til afgreiðslu.
Komi til auglýsingar á breytingu á deiliskipulagi, þarf umsækjandi áður að greiða skv. gr. 7.5. í gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu nr. 1381/2024.
-
Slippa- og Ellingsenreitur - Breyting á deiliskipulagi - Geirsgata 3-7 - USK25020209
Lögð fram umsókn Faxaflóahafna sf., dags. 17. febrúar 2025, ásamt bréfi Storðar teiknistofu, dags. 17. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Slippa- og Ellingsenreits vegna lóðarinnar nr. 3-7 við Geirsgötu. Í breytingunni sem lögð er til felst afmörkun á djúpgámum og breyting á frágangi útisvæða með aðgengi að byggingum við Geirsgötu 3-7 með áherslum á aðgengi fyrir alla, samkvæmt uppdr. Storðar teiknistofu, dags. 17. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undirgjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Óðinsgata 14A - USK25010130
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 21. janúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að sameina lóðir við Óðinsgötu 14A og 14B og breytingum innan og utanhúss í fjölbýlishúss á lóðir nr. 14A og 14B við Óðinsgötu. Einnig var lögð fram umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar 2025. Erindi er nú lagt fram að nýju.
Ákvörðun skipulagsfulltrúa, dags. 13. febrúar sl. um að samþykkja umsögn er felld úr gildi og er umsögn dregin til baka.
-
Norður Mjódd - Nýtt deiliskipulag - Álfabakki 7 og Stekkjarbakki 4-6 - USK25020330
Lögð fram umsókn Klasa ehf., dags. 26. febrúar 2025, ásamt greinargerð, ódags., um nýtt deiliskipulag fyrir Norður Mjódd vegna lóðanna nr. 4-6 við Stekkjarbakka og 7 við Álfabakka. Í tillögunni er gert ráð fyrir nýjum íbúðum, dvalarsvæðum, verslun og þjónustu. Tillagan tekur tillit til framtíðarsýnar vegna legu Borgarlínu og Borgarlínustöðvar.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Hampiðjureitur - Breyting á deiliskipulagi - Mjölnisholt 6 og 8 - USK23070054
Að lokinni grenndarkynningu er lögð fram að nýju umsókn Arctic Tours ehf., dags. 28. júní 2023, um breytingu á deiliskipulagi Hampiðjureits vegna lóðanna nr. 6 og 8 við Mjölnisholt. Í breytingunni sem lögð er til felst sameining lóða og stækkun byggingarreits, ásamt aukningu á byggingarmagni og hærra nýtingarhlutfalli svo koma megi fyrir nýju utanáliggjandi þriggja hæða stigahúsi á baklóð húsanna, samkvæmt uppdr. Trípólí arkitekta, dags. 15. desember 2023, br. 27. febrúar 2025. Einnig er lagt fram samþykki meðlóðarhafa, dags. 10. desember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 15. janúar 2025 til og með 12. febrúar 2025. Athugasemdir bárust frá Veitum. Erindinu var vísað til meðferðar hjá verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 20. febrúar 2025 og er nú lagt fram að nýju.
Samþykkt með vísan til heimilda, sbr. heimildir um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa í viðauka 2.3. við samþykktum stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar.
-
Breiðhöfði 3 - (fsp) Bráðabirgða inn-/útkeyrsla af lóð - USK25020224
Lögð fram fyrirspurn B.M. Vallár ehf., dags. 18. febrúar 2025, ásamt bréfi Orra Árnasonar arkitekts, f.h. BM Vallár, dags. 18. febrúar 2025, um bráðabirgða inn-/útkeyrslu af lóð nr. 3 við Breiðhöfða út á Þórðarhöfða, samkvæmt uppdr. Zeppelin arkitekta, dags. 18. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Kvosin - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Aðalstræti 7 - USK25020365
Lögð fram fyrirspurn Freys Frostasonar, dags. 28. febrúar 2025, ásamt bréfi, dags. 27. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Kvosarinnar vegna lóðarinnar nr. 7 við Aðalstræti, sem felst í að heimilt verði að gera einn stærri kvist í stað 3 minni kvisti.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Naustareitur 1.132.1 - Breyting á skilmálum deiliskipulags - Tryggvagata 14 - USK25030007
Lögð fram tillaga umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, að breytingu á skilmálum deiliskipulags Naustareits, reits1.132.1, vegna lóðarinnar nr. 14 við Tryggvagötu. Í breytingunni sem lögð er til felst að heimilt er að setja upp allt að 5 m hátt fjarskiptaloftnet ofan á þakið ásamt tilheyrandi tæknibúnaði í kjallara, samkvæmt tillögu umhverfis- og skipulagssviðs, skipulagsfulltrúa, dags. 26. febrúar 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Norðurstíg 3, 3A og 5A, Vesturgötu 20 og Tryggvagötu 10
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram skv. gr. 7.6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Norðlingaholt - (fsp) Breyting á deiliskipulagi - Norðlingabraut 16 - USK25020103
Lögð fram fyrirspurn Indverska matarfélagsins ehf., dags. 10. febrúar 2025, ásamt bréfi Grímu arkitekta, dags. 9. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Norðlingaholts vegna lóðar nr. 16 við Norðlingaholt, sem felst í að heimilt verði að auka byggingarmagn og hækka nýtingarhlutfall lóðar, bogalöguðu formi á byggingarreit í norðausturhorni verði breytt í 90° horn, bílgeymsla með gróðurþaki verði heimiluð í stað manar meðfram suðurhlið lóðar, fjöldi stæða verði aukinn í allt að 50 stæði og heimild verði fyrir frístandandi auglýsingaskilti í norðaustur horni lóðar, samkvæmt uppdr. Grímu arkitekta, dags. 9. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Teigahverfi norðan Sundlaugavegar - (fsp) - Breyting á deiliskipulagi - Laugarnesvegur 69 - USK25020061
Lögð fram fyrirspurn Sveins Ólafs Arnórssonar, dags. 5. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Teigahverfis norðan Sundlaugavegar vegna lóðarinnar nr. 69 við Laugarnesveg, sem felst í stækkun lóðarinnar, samkvæmt skissu á yfirlitsmynd.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Víðimelur 67 - USK25020233
Lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 4. mars 2025 þar sem sótt er um leyfi til að stækka kjallara útundir viðbyggingu á 1. hæð á einbýlishúsi á lóð nr. 67 við Víðimel.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Þingholtsstræti 21 - USK24070192
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að breyta, endurgera og byggja ofaná mhl. 02 og innrétta þar þrjár íbúðir og til að byggja einbýlishús á tveimur hæðum, mhl. 03 á lóð nr. 21 við Þingholtsstræti. Einnig eru lagðar fram umsagnir Minjastofnunar Íslands, dags. 19. ágúst 2024 og 16. desember 2024. Erindið var grenndarkynnt frá 30. janúar 2025 til og með 27. febrúar 2025. Athugasemdir bárust. Einnig er lögð fram ábending Veitna, dags. 10. febrúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Borgarlína 1. lota - Laugavegur frá Hallarmúla að Hlemmi - Deiliskipulag - USK24090202
Að lokinni auglýsingu er lögð fram að nýju tillaga umhverfis- og skipulagssviðs að nýju deiliskipulagi fyrir göturými efsta hluta Laugavegar. Tillagan er hluti af 1. lotu Borgarlínu og afmarkast af lóðarmörkum í norðri (Hátún 2-10 og Nóatún 17), deiliskipulagsmörkum fyrir Hlemm í vestur, fyrirhuguðum deiliskipulagsmörkum Borgarlínu um Suðurlandsbraut austan megin, og að lóðarmörkum sunnan við Laugaveg. Með tilkomu nýs deiliskipulags bætast við Borgarlínubrautir frá Suðurlandsbraut að Katrínartúni ásamt einni stöð, Hátún. Hjóla- og göngustígum er bætt við beggja vegna Borgarlínubrauta og þannig er aðgengi virkra ferðamáta við götum verulega bætt. Öryggi allra vegfarenda er verulega bætt. Akreinar fyrir almenna bílaumferð verða að mestu leyti einbreiðar, nema við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Suðurlandsbrautar. Grænni ásýnd gatnanna aukin með skilgreindum svæðum fyrir gróður og regnvatnslausnir ofanjarðar ásamt torgsvæði, samkvæmt uppdráttum og greinargerð frá Yrki arkitektum, dags. 12. september 2024. Tillagan var auglýst frá 19. desember 2024 til og með 20. febrúar 2025. Athugasemdir og umsagnir bárust. Einnig er lagður fram tölvupóstur Minjastofnunar Íslands, dags. 17. febrúar 2025, og tölvupóstur Einars Birkis Einarssonar f.h. Lífeyrissjóðs starfsmanna ríkisins, dags. 28. febrúar 2025, þar sem óskað er eftir framlengingu á athugasemdarfresti.
Samþykkt að framlengja athugasemdarfrest til 17. mars 2025.
-
Klettagarðar - Sundahöfn - Framkvæmdaleyfi vegna landfyllingar - USK23120003
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 4. janúar 2024 var lögð fram umsókn Faxaflóahafna, dags. 30. nóvember 2023, um framkvæmdaleyfi vegna landfyllinga við Klettagarða. Einnig lögð fram tillaga Alta, dags. 23. nóvember 2023 og yfirlitsmynd yfir framkvæmdasvæði. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt tölvupósti Faxaflóahafna, dags. 4. mars 2025, þar sem umsókn er dregin til baka.
Umsókn dregin til baka, sbr. tölvupóstur Faxaflóahafna, dags. 4. mars 2025.
-
Stóragil - USK24110189
Að lokinni grenndarkynningu er lagt fram að nýju erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 26. nóvember 2024 þar sem sótt er um leyfi til að byggja einbýlishús úr timbri með innbyggðri bílgeymslu á lóðinni Stóragil með landnúmer 237090. Erindið var grenndarkynnt frá 8. janúar 2025 til og með 5. febrúar 2025. Athugasemdir bárust frá Vegagerðinni. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 og er nú lagt fram að nýju ásamt bréfi Vegagerðarinnar, dags. 4. mars 2025, þar sem ekki eru gerðar athugasemdir við tillöguna.
Samþykkt með vísan til heimilda um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa sbr. viðauka um embættisafgreiðslur skipulagsfulltrúa við samþykkt um stjórn Reykjavíkurborgar. Vísað til fullnaðarafgreiðslu byggingarfulltrúa.
-
Kjalarnes, Sætún II (Smábýli 15) - Nýtt deiliskipulag - USK25020314
Lögð fram umsókn Skurnar ehf., dags. 25. febrúar 2025, um nýtt deiliskipulag fyrir Sætún II á Kjalarnesi. Deiliskipulagið nær yfir allt Sætún II á Kjalarnesi sem afmarkast af umliggjandi landspildum, Enni til vesturs, Sætúni I til austurs og Þjóðvegi 1 til norðurs. Á Sætúni II eru tvær byggingar, reistar kringum 1980 tengdar saman með tengigangi. Ungauppeldi á alifuglum til 9 vikna aldurs er í núverandi húsakosti og verður áfram. Með deiliskipulaginu verður byggingareitur skilgreindur en annar hluti jarðarinnar er óbreytt landnotkun. Gert er ráð fyrir að tvær nýbyggingar geti risið innan byggingarreits. Stækkun á húsakosti er til að sinna kröfum um breyttan aðbúnað og aukinnar eftirspurnar eftir eggjum í landinu, samkvæmt uppdr. TAG teiknistofu ehf., dags. 24. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Vakin er athygli á að erindið fellur undir gjaldskrá vegna kostnaðar við skipulagsvinnu og útgáfu framkvæmdaleyfis í Reykjavíkurborg nr. 1381/2024.
-
Eskihlíð 5 - (fsp) Bílskúr - USK25020333
Lögð fram fyrirspurn Þorsteins Júlíusar Árnasonar, dags. 25. febrúar 2025, um að setja bílskúr á lóð nr. 5 við Eskihlíð.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Heiðargerðisreitur - Breyting á deiliskipulagi - Heiðargerði 19 - USK25020176
Lögð fram umsókn Ellerts Hreinssonar, dags. 14. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Heiðargerðisreits vegna lóðarinnar nr. 19 við Heiðargerði. Í breytingunni sem lögð er til felst að breyta skilmálum þannig að innan byggingarreits B verði heimilt að byggja tvær hæðir í stað einnar hæðar með svölum, samkvæmt uppdr. Former arkitekta, dags. 14. febrúar 2025.
Samþykkt að grenndarkynna framlagða tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi fyrir hagsmunaaðilum að Heiðargerði 11, 13, 21, 23, 27 og 29.
Vakin er athygli á að greiða þarf fyrir grenndarkynningu áður en kynning fer fram samkv. gr. 7. 6. í gjaldskrá skipulagsfulltrúa nr. 1381/2024.
-
Hrefnugata 5 - (fsp) Hækkun á þaki - USK25010280
Lögð fram fyrirspurn Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 26. janúar 2025, um hækkun á þaki hússins á lóð nr. 5 við Hrefnugötu, samkvæmt uppdr. Andrésar Narfa Andréssonar, dags. 13. janúar 2025.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Mosgerði 14 - (fsp) Bílskúr, hækkun þaks og anddyri - USK25020331
Lögð fram fyrirspurn Kristjönu Margr. Sigurðardóttur, dags. 26. febrúar 2025, um að setja bílskúr á lóð nr. 14 við Mosgerði, hækka þak hússins og bæta anddyri við aðalinngang hússins. Einnig er lögð fram skissa, ódags.
Vísað til umsagnar verkefnastjóra.
-
Vogaland 12 - USK24110062
Á embættisafgreiðslufundi skipulagsfulltrúa 13. febrúar 2025 var lagt fram erindi frá afgreiðslufundi byggingarfulltrúa frá 11. febrúar 2025 þar sem sótt er um leyfi til þess að fjölga eignum og fá samþykkta áður gerða ósamþykkta íbúð í kjallara einbýlishúss á lóð nr. 12 við Vogaland. Erindinu var vísað til umsagnar verkefnastjóra og er nú lagt fram að nýju ásamt umsögn skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025.
Neikvætt með vísan til umsagnar skipulagsfulltrúa, dags. 6. mars 2025.
Fylgigögn
-
Heimahverfi - Breyting á deiliskipulagi - Álfheimar 49 - USK25020364
Lögð fram umsókn Klasa ehf., dags. 28. febrúar 2025, um breytingu á deiliskipulagi Heimahverfis vegna lóðarinnar nr. 49 við Sólheima. Í breytingunni sem lögð er til felst uppbygging tveggja fjölbýlishúsa á lóð í stað bensínstöðvar sem mun víka, samkvæmt deiliskipulags- og skýringaruppdráttum THG arkitekta, dags. 17. febrúar 2025.
Vísað til meðferðar verkefnastjóra.
Fundi slitið kl. 14:00
Borghildur Sölvey Sturludóttir Helena Stefánsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð embættisafgreiðslufundur skipulagsfulltrúa 6. mars 2025