Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 8

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2020, fimmtudaginn 16. janúar, var haldinn 8. fundur Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Tjarnarbúð, Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:06. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Þórdís Pálsdóttir, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Andri Valgeirsson. Fundinn sátu einnig Aðalbjörg Traustadóttir og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um þjónustulýsingu fyrir akstursþjónustu fatlaðs fólks.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Þökkum fulltrúum Strætó bs. og velferðarsviðs fyrir kynningu á fyrirhuguðu útboði vegna akstursþjónustunnar. Við fyrstu sýn virðast margar jákvæðar breytingar vera fyrirhugaðar á þjónustunni sem er gleðiefni. Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks mun leggja inn umsögn varðandi breytingarnar og þá hnökra sem kunna að vera til staðar.

    Erlendur Pálsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.

  2. Fram fer umræða um tillögu að úthlutun fjármagns til aðgengismála.

    -    Kl. 14.37 tekur Bergþór Heimir Þórðarson sæti á fundinum.
    -    Kl. 14.38 víkja Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir og Þórdís Pálsdóttir af fundi.

  3. Lögð eru fram svör Gæða- og eftirlitsstofnunar, dags. 9.12.2019, við fyrirspurnum notendaráðs, dags. 22.11.2019.

    Fylgigögn

  4. Lögð er fram umsókn Sinnum ehf., dags. 5.6.2019, um starfsleyfi vegna reksturs þjónustu við fatlað fólk.

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að útbúa drög að svari við umsókninni til Gæða- og eftirlitsstofnunar.
    Samþykkt.

  5. Lagt er fram yfirlit frá mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu yfir starfsleyfisumsóknir sem borist hafa til umsagnar notendaráðs.

    Starfsmanni mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu er falið að útbúa drög að svörum við umsóknunum til Gæða- og eftirlitsstofnunar.
    Samþykkt.

Fundi slitið klukkan 15:18

PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0801.pdf