No translated content text
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2019, fimmtudaginn 5. desember, var haldinn 7. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst klukkan 13:03. Viðstödd voru: Þorkell Heiðarsson, Dóra Björt Guðjónsdóttir, Egill Þór Jónsson, Bergþór Heimir Þórðarson, Ingólfur Már Magnússon, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Fundinn sátu einnig: Aðalbjörg Traustadóttir, Ágúst Már Gröndal og Tómas Ingi Adolfsson. Fundarritari: Tómas Ingi Adolfsson
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um aðgengismerkingar fyrir húsnæði á vegum Reykjavíkurborgar.
Harpa Cilia Ingólfsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Við þökkum Hörpu Ciliu fyrir áhugaverða kynningu á þeim möguleikum sem til staðar eru þegar aðgengismerkingar eru annars vegar.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um innleiðingu á nýjum yfirborðsmerkingum fyrir P-merkt bílastæði.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Undanfarið hafa yfirborðsmerkingar P-merktra stæða fyrir fólk með hreyfihömlun verið málaðar með nýju merki sem kynnt var á málþingi Öryrkjabandalags Íslands, Stóra bílastæðamálið, þann 12. mars 2018. Á málþinginu kom fram ríkur vilji til þess að innleiða nýja yfirborðsmerkingu en engin formleg ákvörðun hefur þó verið tekin af hálfu Reykjavíkurborgar um að notast skuli við nýja merkið. Aðgengis- og samráðsnefnd vill óska eftir því við skipulags- og samgönguráð að nýtt merki verði tekið formlega tekið í notkun af hálfu Reykjavíkurborgar. Nefndin hvetur jafnframt samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið til þess að endurskoða til samræmis við þetta þær merkingar sem eru í reglugerð 289/1995 sem fylgir umferðarlögum.
-
Lögð er fram uppfærð samþykkt aðgengis- og samráðsnefndar, sem samþykkt var í borgarstjórn 3. des. 2019.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fyrirhugaða þjónustulýsingu fyrir ferðaþjónustu fatlaðs fólks.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Þökkum fulltrúum Strætó og velferðarsviðs fyrir kynningu á ferðaþjónustunni og komandi samráð við gerð á þjónustulýsingu fyrir nýtt útboð á þjónustunni.
Erlendur Pálsson, Jóhannes Rúnarsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir taka sæti á fundinum undir þessum lið.
-
Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu og formanns aðgengis- og samráðsnefndar, dags. 4.des.2019, að umsögn um tillögu borgarfulltrúa Flokks Fólksins, dags. 3. sept. 2019, um táknmálstúlkun á fundum borgarstjórnar.
Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:
Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks tekur undir það sjónarmið að það sé gott og æskilegt markmið að tryggja aðgengi að fundum borgarstjórnar fyrir heyrnaskert og heyrnarlaust fólk. Nefndin vill þó koma því á framfæri að fólk með heyrnarskerðingu notar ekki endilega táknmál og því kunni að vera að rittúlkun á fundum borgarstjórnar væri nærtækara markmið sem myndi nýtast breiðari hópi, heyrnarlausum, heyrnarskertum sem og heyrnarskertum sem nota táknmál. Aðgengis- og samráðsnefnd vill jafnframt koma því á framfæri að enginn notandi táknmáls er nú í nefndinni og telur nefndin því að Félag heyrnarlausra sé betur til þess fallið að meta hvort æskilegt sé að forgangsraða fjármunum og mannafla í táknmálstúlkun borgarstjórnarfunda frekar en í aðra viðburði á vegum Reykjavíkurborgar. Leggur nefndin jafnframt til að tillagan verði einnig send Heyrnarhjálp, félagi heyrnarskertra á Íslandi, til umsagnar.
Fylgigögn
Fundi slitið klukkan 15:05
Dóra Björt Guðjónsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
adgengis_og_samradsnefnd_0512.pdf