Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 65

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 2. nóvember var 65. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Þorkell Sigurlaugsson, Hallgrímur Eymundsson, Lilja Sveinsdóttir, Ingólfur Már Magnússon og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Hanna Björk Kristinsdóttir. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Bryndís Snæbjörnsdóttir og Rúnar Ingi Guðjónsson.

Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á framkvæmdum í Hólabrekkuskóla.

    Ásta Camilla Gylfadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23100129

     

    Fylgigögn

  2. Lagt fram bréf skóla- og frístundasviðs, dags. 9. október 2023, með ósk um umsögn um skýrslu um framtíðarstarf skóla- og frístundastarfs Klettaskóla, Guluhlíðar, Heklu og Öskju ásamt drögum aðgengis- og samráðsefndar að umsögn. SFS22090172

    Samþykkt.

     

    Fylgigögn

  3. Fram fer kynning á endurnýjun gönguljósa í Reykjavík. 

    Starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að taka saman ábendingar frá aðgengis- og samráðsnefnd yfir staðsetningar á gönguljósum þar sem mest þörf er á að endurnýja búnað með hliðsjón af ólíkum aðgengisþörfum.

    Samþykkt.



  4. Fram fer umræða um upplýsingar á vef borgarinnar um aðgengismál í sundlaugum. MSS23100208

    Starfsfólki mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu falið að vinna drög að erindi um málið til 

    menningar-, íþrótta- og tómstundasviðs í samráði við aðgengis- og samráðsnefnd.

    Samþykkt.

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Unnur Þöll Benediktsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Björgvin Björgvinsson

Hallgrímur Eymundsson Ingólfur Már Magnússon

Lilja Sveinsdóttir Anna Kristín Jensdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 2.nóvember 2023