Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 62

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2023, fimmtudaginn 21. september var 62. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.01. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Unnur Þöll Benediktsdóttir, Anna Kristín Jendóttir, Björgvin Björgvinsson, Hanna Björk Kristinsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þorkell Sigurlaugsson. Eftirtaldir starfsmenn sátu fundinn: Guðný Bára Jónsdóttir, Rúnar Ingi Guðjónsson og Þórdís Linda Guðmundsdóttir.
Tómas Ingi Adolfsson ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning á þjónustukönnun velferðarsviðs. 

    -    Kl. 10.07 tekur Hlynur Þór Agnarsson sæti á fundinum með rafrænum hætti.

    Aðgengis- og samráðsnefnd leggur fram svohljóðandi bókun:

    Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks þakkar fyrir kynninguna á niðurstöðum þjónustukönnunar velferðarsviðs fyrir fatlað fólk og þjónustu fyrir fötluð og langveik börn. Ánægjulegt er að velferðarsvið kanni upplifun notenda af þjónustunni, en greinilegt er að bæta þurfi aðgengi að upplýsingum, sérstaklega þegar kemur að upplýsingum um þjónustu við langveik og fötluð börn. Þá er greinilegt að umsóknarferlið fyrir þjónustu við langveik og fötluð börn sé of flókið og traust hópsins sem þiggur þá þjónustu til borgarinnar umtalsvert minna en hjá hinum hópunum. Nefndin vonar að úrbætur verði gerðar í kjölfar þessara niðurstaðna sem muni leiða til þess að upplifun hópsins á þjónustunni batni.

    Heiðrún Una Unnsteinsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. VEL23090055

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á aðgengismálum í Hagaskóla og við Kjarvalsstaði. 

    Ásta Camilla Gylfadóttir og Kristinn Alexandersson taka sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23090017

    Fylgigögn

  3. Lögð eru fram drög mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, ódags., að gátlista um aðgengismál á viðburðum innanhúss. MSS22010199

  4. Fram fer kynning á myndböndum um notkun sérklefa í sundlaugum Reykjavíkurborgar. MSS23090088

Fundi slitið kl. 11.54

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Þorkell Sigurlaugsson Unnur Þöll Benediktsdóttir

Hallgrímur Eymundsson Hlynur Þór Agnarsson

Anna Kristín Jensdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar frá 21. september 2023